Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“

Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Innlent
Fréttamynd

Barna­pían varð kóf­drukkin, móðgaði ein­hvern í Todmobile og týndi barninu

Auður Jónsdóttir rithöfundur segist það lengsta sem hún hafi komist með að vera frægur tónlistarmaður vera þegar hún, þá 17 ára gömul á Akureyri passaði Bryndísi Jakobsdóttur fyrir Röggu Gísla og Jakob Frímann. Þau buðu barnapíunni með í Húnaver þar sem hún fékk baksviðspassa. En einhvernveginn æxlaðist það fljótt þannig að barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu í þvögu poppara og rokkara.

Lífið
Fréttamynd

Jóladagatal Vísis: Næstum því jólalag með Sálinni

Kæru lesendur. Í dag er 1. desember eins og líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Dagurinn er merkilegur fyrir margar sakir, það er auðvitað fullveldisdagurinn og svona, en þetta er ekki síst merkisdagur vegna þess að nú fer Jóladagatal Vísis í loftið.

Tónlist
Fréttamynd

Þórir Snær Sigurðs­son vann Rímna­flæði 2022

Sigurvegari Rímnaflæði 2022 er Þórir Snær Sigurðsson, Lil Hailo frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík sem sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“. Í öðru sæti var Bjartmar Elí frá félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ með lagið „Fullorðnir menn“. Valur Rúnarsson Bridde úr félagsmiðstöðinni Kúlan í Kópavogi tók þriðja sætið með lagið „Auðmjúkur“.

Tónlist
Fréttamynd

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn frá Færeyjum

Karlakór Reykjavíkur flytur inn vinakór sinn, Tórshavnar Manskór, frá Færeyjum til þess að taka þátt í hátíðartónleikum. Tónleikarnir fara fram á aðventu í Hallgrímskirkju og hafa verið árleg hefð síðustu þrjátíu árin. 

Jól
Fréttamynd

„Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið“

„Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“

Lífið
Fréttamynd

P!nk ætlar aldrei að hætta að dansa

Tónlistarkonan P!nk skipar ellefta sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Never Gonna Not Dance Again. Vinsældum þessarar sögulegu söngkona virðast engin takmörk sett en hún hefur haldið sér stöðugri í rúm 22 ár í heimi tónlistarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Irene Cara er látin

Irene Cara, söngkonan sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, er látin aðeins 63 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

„Jólin eru tíminn fyrir okkur að vera á einum stað og njóta“

Tónlistarkonan Laufey er með sanni rísandi súperstjarna í hinum stóra tónlistarheimi og hefur haldið tónleika víðsvegar. Hérlendis hélt hún tvenna uppselda tónleika í Hörpu í lok október og kom fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fyrir stútfullum sal í Fríkirkjunni á milli þess sem hún var í tónleikaferðalagi um Evrópu.

Tónlist
Fréttamynd

Herra „Sexbomb“ kominn með nýjar mjaðmir

„Pabbi er kominn með tvær nýjar mjaðmir,“ segir söngvarinn Tom Jones í Instagram færslu á miðlinum sínum. Hann segir mjaðmaskiptaaðgerðina hafa gengið vel og er spenntur að fara aftur af stað af fullum krafti.

Lífið
Fréttamynd

Erfiðir tímar að baki hjá Sigur Rós sem blæs til veislu í kvöld

„Þetta er náttúrulega alltaf svolítið spes. Það er öðruvísi að koma heim til Íslands og spila hér. Það eru aðeins meiri taugar,“ segir Georg Hólm bassaleikari Sigur Rósar en sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöll í kvöld. Fimm ár eru liðin frá því sveitin spilaði hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Samdi lög á nýja plötu meðan hann glímdi við erfið veikindi

Valgeir Guðjónsson, einn af dáðustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, lét erfið tíðindi ekki stöðva textasmíðina á árinu. Hann greindist með krabbamein í fyrra en með líftæknimeðferð og stuðningi fjölskyldunnar hafðist sigur á meininu. Von er á plötu frá Valgeiri með vorinu, með hækkandi sól og komu farfuglanna til landsins.

Lífið
Fréttamynd

„Öllum fannst mjög undarlegt að ég kynni þetta“

Tónlistarkonan Gugusar hefur með sanni átt viðburðaríkt og öflugt ár í tónlistarheiminum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir einstakan hljóm sinn og kraftmikla sviðsframkomu. Gugusar, sem heitir réttu nafni Guðlaug Sóley, finnst ekkert skemmtilegra en að semja tónlist en hún var að senda frá sér plötuna 12:48. Blaðamaður hitti á hana í kaffi og fékk að spyrja hana spjörunum úr.

Tónlist
Fréttamynd

Meiri­háttar breyting á stiga­kerfi Euro­vision

Stórar breytingar hafa verið gerðar á stigakerfi Eurovision fyrir keppnina sem fer fram þann 13. maí í Liverpool. Aðeins áhorfendur munu ráða því hverjir komast áfram í undanúrslitunum og munu dómarar ekki hafa neitt um málið að segja fyrr en á lokakvöldinu. 

Lífið
Fréttamynd

Spilar á 20 kílóa hljóðfæri í tveimur lúðrasveitum

Það er heilmikil vinna og fyrirhöfn hjá 15 ára strák í Kópavogi að koma sér á lúðrasveitaæfingu í þeim tveimur lúðrasveitum, sem hann spilar með, því hljóðfærið hans er það allra stærsta í lúðrasveitum, eða túba. Hljóðfærið vegur um 20 kíló.

Innlent
Fréttamynd

Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu

Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu.

Tónlist