Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sam­herji lagði lista­manninn Odee

Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja.

Innlent
Fréttamynd

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn

Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Lífið
Fréttamynd

Skað­legt geð­heilsunni að reyna að geðjast öðrum

Sophie Grégoire Trudeau fjölmiðlakona og fyrrverandi forsetafrú Kanada segir það skaðlegt andlegri heilsu að gefa afslátt af sínu sanna sjálfi til að geðjast öðrum. Hún sé stolt af sér fyrir að hafa aldrei þóst vera önnur er hún er og því hafi hún lagað hlutverk forsetafrúar að sér, en ekki öfugt.

Menning
Fréttamynd

Allt fyrir listina

Miður nóvember og tónlistarveislunni Iceland Airwaves er nýlokið í Reykjavík með tilheyrandi upplifunum og gjaldeyristekjum. Jólabókaflóðið nær ströndum mjúklega en kröftugt, fullt af hugsunum, sammannlegri reynslu og orðlist. Kórar og tónlistarskólar landsins sem og dansskólanemendur og sirkusbörn búa sig undir að sýna afrakstur annarinnar með ljúfri og nærandi samveru í desember.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera til­búið“

„Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön.

Tónlist
Fréttamynd

Rúrik Gísla í glæsi­legu eftirpartýi á Edition

Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði.

Lífið
Fréttamynd

Ást­kona njósnarans skildi eftir sig sjóð­heit bréf

Tónleikar Emilíönu Torrini í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöldið byrjuðu ekki vel. Upphitunin var í höndunum á finnska raftónlistarmanninum Jakko Eino Halevi; afhverju veit ég ekki. Kannski var það vegna þess að tónleikarnir voru svokallaðir „IA 24 partner event“, þ.e. tengdir Iceland Airwaves. Allir vita að það eru ekki alltaf jólin þar á bæ.

Gagnrýni
Fréttamynd

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.

Lífið
Fréttamynd

„Gæsa­húð, án gríns“

Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lauf­ey naut lífsins með Ariönu Grande

Stórstjarnan Laufey Lín átti viðburðaríkan sunnudag. Hún skellti sér á körfuboltaleik með Los Angeles Lakers, fór á forsýningu á kvikmyndinni Wicked og hékk með Ariönu Grande.

Tónlist
Fréttamynd

Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar

Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu.

Lífið