Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Opnaður hefur verið nýr vefur sem nýtist neytendum til að varast gallaðar og hættulegar vörur. Vefurinn nefnist Vöruvaktin og þar er að finna ítarlegar upplýsingar um til dæmis hættuleg raftæki, leikföng og öryggisbúnað barna sem búið er að vara neytendur við að kaupa. Að Vöruvaktinni standa níu ólíkar stofnanir sem sinna eftirliti með vörum hérlendis. Neytendur 14.11.2024 14:25
Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Í stað kílómetragjalds sem ekki verði komið á um áramótin verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Innlent 14.11.2024 08:56
Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Leigusali í Grindavík hélt eftir tryggingarfé konu sem flýja þurfti leiguíbúð sína vegna hamfaranna sem gengu yfir bæinn þann 10. nóvember í fyrra. Kærunefnd húsamála hefur beint því til leigusalans að skila tryggingunni. Neytendur 14.11.2024 08:02
Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Neytendur 8. nóvember 2024 14:38
Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á kröfu erlendrar konu, sem kom hingað til lands til að ferðast, um að fyrirtæki sem seldi henni gistingu skyldi endurgreiða henni hluta þess sem hún hafði greitt fyrirtækinu. Neytendur 8. nóvember 2024 12:17
Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Neytendur 6. nóvember 2024 22:26
Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum. Neytendur 6. nóvember 2024 14:19
„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Neytendur 5. nóvember 2024 17:12
Play – hagsmunamál heimilanna? Ráðgjafanum brá í brún þegar bóka átti skíðafrí fjölskyldunnar þetta árið. Sama flug og í fyrra, bókað á sama árstíma en ríflega tvöfalt dýrara. Ástæðan er einföld – breytingar á leiðarkerfi Play sem valda því að Icelandair situr eitt að mörgum af helstu skíðaleggjum Evrópu. Innherji 31. október 2024 09:07
Breki áfram formaður Breki Karlsson verður áfram formaður Neytendasamtakanna en hann var einn í kjöri til formanns á aðalfundi samtakanna sem fram fór síðasta þriðjudag. Hann var því sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. Viðskipti innlent 24. október 2024 14:59
Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Nýtt gjald á nikótínpúða sem lagt er til að taki gildi á næsta ári gæti hækkað verð á hverri dós um þrjú hundruð krónur. Takmarkanir á aðgengi að nikótínvörunum eru sagðar hafa skilað litlum árangri í að draga úr neyslu barna og ungmenna á þeim. Viðskipti innlent 24. október 2024 11:08
Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir hækkanir hjá birgjum á kjötvöru helstu ástæðu hækkunar á matvöru. Greint var frá því í gær að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hafi hún hækkað „með rykk“. Neytendur 23. október 2024 23:27
Salmonella í Pekingönd Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. Neytendur 23. október 2024 15:42
Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Neytendur 22. október 2024 14:44
Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Skoðun 18. október 2024 11:45
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Neytendur 16. október 2024 12:36
Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021. Neytendur 10. október 2024 10:43
Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. Neytendur 9. október 2024 10:40
Rukka fyrir stæðin í þjóðgarðinum Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu. Innlent 8. október 2024 12:57
Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. Neytendur 3. október 2024 12:31
Nú beinast öll spjót að bönkunum „Við höfum reyndar því miður dæmi um það að bankarnir bregðist mjög hratt og örugglega við þegar að seðlabankinn hefur hækkað vexti en hafa þurft að fá fyrirmæli ofan úr svörtuloftum til þess að lækka og hafa gert það seint og ekki jafn mikið. Fylgnin er meiri þegar að Seðlabankinn hefur hækkað vexti en lækkað, því miður.“ Innlent 2. október 2024 22:01
Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Hótelgestur sem kom hingað til lands og var ósáttur með hótelherbergið sitt, og endaði á að fara úr landi talsvert fyrr en fyrirhugað var, fær ekki endurgreitt. Það er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem vísaði kröfu gestsins frá. Neytendur 2. október 2024 20:22
Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Kona sem hætti á námskeiði fyrir hunda og eigendur þeirra fær endurgreitt fyrir þann hluta námskeiðsins sem eftir var þegar hún hætti. Konan hætti vegna þess að henni misbauð meðferð hundaþjálfarans á hundunum. Neytendur 2. október 2024 16:57
Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Brúðhjón sem fengu hrærivél í brúðkaupsgjöf skulu fá nýja glerskál fyrir hrærivélina frá söluaðilanum eftir að sprunga myndaðist í þriðja eða fjórða handþvotti. Neytendur 2. október 2024 14:58