Guðmundur R. lætur rödd sína óma í nafni félagsmála Steinar Fjeldsted skrifar 27. nóvember 2022 14:30 Nýlega gaf Guðmundur út plötuna sína Einmunatíð sem hefur setið á opinberatopp 10 listanum 4 vikur í röð. Titillag plötunnar heitir Einmunatíð og er óður til David Bowie, var upprunalega með enskum texta. Guðmundur og Bjarni Tryggva sömdu íslenska textann við lagið og fjallar um sjúklinginn sem er frjáls frá þrautum sínum. Textinn fjallar einnig um vináttu, alkóhólisma og það að við höfum alltaf val. Hægt er skilja textan á margvíslegan máta og segir Guðmundur það vera galdurinn í hverju og einu lagi að hver og einn túlki það á sinn hátt. Plötuna tileinkar hann vinum sínum í SúEllen-fjölskyldunni og Ingvari Lundberg hljómborðsleikara sveitarinnar sem lést s.l. sumar. „Mér finnst þetta langbesta platan mín á þessum 35 ára útgáfuferli og þessi plata er sú allra persónulegasta hingað til. Síðustu tvær plötur sem ég vann líka með Jóni Ólafssyni voru eins konar upptaktur að þessari. Allt er þegar þrennt er. Ég hef aldrei sungið jafnvel og samið betri lög og texta. Ég hljóma kannski hrokafullur en ég er orðinn leiður á því að biðjast hálfpartinn afsökunar á því að vera tónlistarmaður. Ég er búinn að æfa mig í 40 ár og svona er ég. Ég er stoltur af þessu efni og gæðum þess, það verður svo að koma í ljós hvort aðrir eru sammála“ Guðmundur sem nú er 52 ára hefur gefið út sólóefni frá árinu 2007 og er platan fjórða sólóplata Guðmundar. Sú þriðja á 5 árum. Guðmundur segist byggja alla sína tónlist á íslenska tónlistartstarfinu, þjóðlagaskotið rokk og pop sem eltir ekki dægursveiflur, en þróast samt hægt og örugglega. Engin af hans plötum eru eins og gerir hann tilraunir á plötunni. Sum lögin er slungin þó þau virðist einföld á yfirborðinu. Það sama á við um textana. Umfjöllunarefni Guðmundar í hans textum eru fjölbreytt og hefur hann fjallað um ýmisleg samfélagsleg málefni svo sem transbörn, covid, alkólisma, alzheimer, lyfjamisferli, sjálfsvíg, hrunið og fleira. „Tónlistinn er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar. Ég vinn ekki 100% við tónlist en er löngu hættur að líta á tónlistina sem áhugamál. Þetta er lífstíll og köllun. Ég er kannski ástríðu tónlistarmaður’’ segir Guðmundur R. Guðmundur semur bæði tónlistina út frá sinni eigin reynslu og lífsreynslu annara og segist ávallt fara vandlega að hverju einasta lagi. Hann hefur alltaf samband við þá aðila sem eiga þátt í innblæstri textaskrifum hans. ,,Þegar ég fer af stað í plötu er ég með helmingi fleiri lög en þarf, því má segja að ég semji lög á 2 plötur áður en ég fer af stað. Ég byrjaði ég að læra á píanó í heimsfaraldrinum og samdi nokkur lög plötunnar á það hljóðfæri. Það hafði óneitanlega áhrif en ég hef í gegnum tíðina samið lögin mín á gítar. Ég lagði sjálfur grunninn að lögunum í mínu heimastúdíói. Við Jón Ólafs upptökustjóri völdum svo lögin í sameiningu. Svo detta lög út í ferlinu og önnur bætast við. Í síðustu upptökutörn bættust við þrjú lög en einungis eitt þeirra endaði á plötunni. Þegar lög eru lögð til hliðar þá er það ekki út af því að þau séu glötuð, þau kannski bara heppnast ekki eða passa ekki við andann á plötunni. Ég á orðið mörg lög sem eru bara á kantinum og kannski kemur þeirra tími seinna. Hver veit?“ Guðmundur R. Það er óhætt að segja að Guðmundur búi yfir ófáum sögum sem fá að lifa í hans textum og mælum við því sterklega með því að hver og einn hlusti á lögin hans og leyfi textunum að segja þær sögur þar kunna að leynast. Hægt er að hlusta á plötuna Einmunatíð hér. Þú getur fylgst með Guðmundi og hans ævintýrum á samfélagsmiðlum hans hér. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á [email protected]. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið
Titillag plötunnar heitir Einmunatíð og er óður til David Bowie, var upprunalega með enskum texta. Guðmundur og Bjarni Tryggva sömdu íslenska textann við lagið og fjallar um sjúklinginn sem er frjáls frá þrautum sínum. Textinn fjallar einnig um vináttu, alkóhólisma og það að við höfum alltaf val. Hægt er skilja textan á margvíslegan máta og segir Guðmundur það vera galdurinn í hverju og einu lagi að hver og einn túlki það á sinn hátt. Plötuna tileinkar hann vinum sínum í SúEllen-fjölskyldunni og Ingvari Lundberg hljómborðsleikara sveitarinnar sem lést s.l. sumar. „Mér finnst þetta langbesta platan mín á þessum 35 ára útgáfuferli og þessi plata er sú allra persónulegasta hingað til. Síðustu tvær plötur sem ég vann líka með Jóni Ólafssyni voru eins konar upptaktur að þessari. Allt er þegar þrennt er. Ég hef aldrei sungið jafnvel og samið betri lög og texta. Ég hljóma kannski hrokafullur en ég er orðinn leiður á því að biðjast hálfpartinn afsökunar á því að vera tónlistarmaður. Ég er búinn að æfa mig í 40 ár og svona er ég. Ég er stoltur af þessu efni og gæðum þess, það verður svo að koma í ljós hvort aðrir eru sammála“ Guðmundur sem nú er 52 ára hefur gefið út sólóefni frá árinu 2007 og er platan fjórða sólóplata Guðmundar. Sú þriðja á 5 árum. Guðmundur segist byggja alla sína tónlist á íslenska tónlistartstarfinu, þjóðlagaskotið rokk og pop sem eltir ekki dægursveiflur, en þróast samt hægt og örugglega. Engin af hans plötum eru eins og gerir hann tilraunir á plötunni. Sum lögin er slungin þó þau virðist einföld á yfirborðinu. Það sama á við um textana. Umfjöllunarefni Guðmundar í hans textum eru fjölbreytt og hefur hann fjallað um ýmisleg samfélagsleg málefni svo sem transbörn, covid, alkólisma, alzheimer, lyfjamisferli, sjálfsvíg, hrunið og fleira. „Tónlistinn er líf mitt og ég hugsa um tónlist alla daga og mig dreymir um tónlist á næturnar. Ég vinn ekki 100% við tónlist en er löngu hættur að líta á tónlistina sem áhugamál. Þetta er lífstíll og köllun. Ég er kannski ástríðu tónlistarmaður’’ segir Guðmundur R. Guðmundur semur bæði tónlistina út frá sinni eigin reynslu og lífsreynslu annara og segist ávallt fara vandlega að hverju einasta lagi. Hann hefur alltaf samband við þá aðila sem eiga þátt í innblæstri textaskrifum hans. ,,Þegar ég fer af stað í plötu er ég með helmingi fleiri lög en þarf, því má segja að ég semji lög á 2 plötur áður en ég fer af stað. Ég byrjaði ég að læra á píanó í heimsfaraldrinum og samdi nokkur lög plötunnar á það hljóðfæri. Það hafði óneitanlega áhrif en ég hef í gegnum tíðina samið lögin mín á gítar. Ég lagði sjálfur grunninn að lögunum í mínu heimastúdíói. Við Jón Ólafs upptökustjóri völdum svo lögin í sameiningu. Svo detta lög út í ferlinu og önnur bætast við. Í síðustu upptökutörn bættust við þrjú lög en einungis eitt þeirra endaði á plötunni. Þegar lög eru lögð til hliðar þá er það ekki út af því að þau séu glötuð, þau kannski bara heppnast ekki eða passa ekki við andann á plötunni. Ég á orðið mörg lög sem eru bara á kantinum og kannski kemur þeirra tími seinna. Hver veit?“ Guðmundur R. Það er óhætt að segja að Guðmundur búi yfir ófáum sögum sem fá að lifa í hans textum og mælum við því sterklega með því að hver og einn hlusti á lögin hans og leyfi textunum að segja þær sögur þar kunna að leynast. Hægt er að hlusta á plötuna Einmunatíð hér. Þú getur fylgst með Guðmundi og hans ævintýrum á samfélagsmiðlum hans hér. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á [email protected].
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á [email protected].
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið