Jól

Selma Björns og Sigga Bein­teins gefa út jóla­lag saman

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sigga Beinteins og Selma Björns hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt.
Sigga Beinteins og Selma Björns hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt.

Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red.

„Ég er búin að elska þetta lag frá því það kom út árið 2013. Svo varð þetta uppáhalds jólalag mitt og dóttur minnar,“ sagði Selma í viðtali hjá Ásu Ninnu og Svavari í Bakaríinu á Bylgjunni um helgina. 

Eftir að Sigga bað Selmu að syngja með sér á jólatónleikum sínum ákváðu þær að breyta þessu Kelly Clarkson lagi í dúett. Þær ætluðu að gefa lagið út fyrra en það frestaðist vegna heimsfaraldursins. 

Lagið var því frumflutt í Bakaríinu. Jólalagið Klædd í rautt má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Selma er mikið jólabarn og byrjar að skreyta heimilið strax í október. Nú er húsið því fullskreytt og jólatréð komið upp. 

„Mér finnst allur aðdragandinn skemmtilegastur, og aðventan er algjörlega uppáhalds. Svo er þetta svo mikill gleðigjafi í skammdeginu.“

Viðtalið við Siggu og Selmu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×