Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Bankar og fólk

Bankar eru til margra hluta nytsamlegir, mikil ósköp, en þeir geta jafnframt verið hættulegir. Það stafar af því, að stórir bankar geta umfram flest önnur fyrirtæki valdið saklausu fólki skakkaföllum, ef þeim hlekkist á. Bankakreppa getur jafnvel valdið efnahagshruni eins og dæmin sanna. Þess vegna ríður á, að eignarhaldi banka sé vel skipað og þeim stjórni hæft og heiðarlegt fólk. Í mörgum löndum og einnig á Íslandi gera lögin sérstakar hæfiskröfur til eigenda banka og annarra fjármálafyrirtækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar, hvenær og hvernig skal stunda kynlíf

Ég er með smá áhyggjur sem tengjast kviðverk og kynlífi. Síðast þegar ég fór til kvensjúkdómalæknis var mér sagt að allt væri í lagi, en núna er ég farin að finna fyrir verkjum í ákveðnum stellingum og finnst best að gera "trúbbann“ því þá finn ég minna til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Upp úr kviksyndinu?

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar

Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson.

Bakþankar
Fréttamynd

Aldrei of seint að takast á við ofbeldi

Guðrún Ebba Ólafsdóttir er hugrökk kona. Hún hefur stigið fram og greint frá sársaukafullum atburðum í lífi sínu, allt frá barnæsku og langt fram á fullorðinsár. Hún hefur greint frá því hvernig ofbeldismaður kom fram andstyggilegum vilja sínum við barn, meðal annars með því að láta það trúa því að það væri meðsekt, og tókst á sama tíma að halda framhlið fjölskyldunnar sléttri og felldri og komast til æðstu metorða sem starf hans bauð upp á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþingi og almenningur

Þegar þeir sem prýða sitjandi ríkisstjórn skipulögðu og hvöttu til mótmæla á Austurvelli á sínum tíma, undir slagorðinu „óhæf ríkisstjórn“, og bættu rösklega í, bæði í munnsöfnuði og athæfi þegar þangað var komið, þá voru þeir að senda skilaboð til almennings um hvernig óánægja og reiði í garð sitjandi stjórnar ætti að birtast. Allir vita að mætingin á Austurvelli var ekki sjálfsprottin nema að litlu leyti. Sumir tóku með sér börn og unglinga, sem þarna fengu sýnikennslu í hvernig ætti að ná sínu fram. Og það lukkaðist. Ofbeldisteymið situr nú í ríkisstjórn við litla hrifningu hins almenna borgara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Karlavandamálið endalausa

Áfram stelpur standa á fætur, slítum allar gamlar rætur, þúsund ára kvennakúgunar.“ Við þennan og fleiri baráttusöngva kvennabaráttunnar ólst heil kynslóð upp. Baráttuandi var í lofti, konur lögðu niður störf og fylktu liði út á götur til að sýna mikilvægi sitt í samfélaginu. Mikilvægi sem öllum ætti að vera ljóst án beinna aðgerða. Þrjátíu og fimm árum síðar hafði samfélagið náð þeim árangri að konur lögðu niður störf 25 mínútum síðar, þar sem út frá launum metið höfðu þær tosast upp um einhver störf miðað við karlana.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynlíf eftir barneignir

Barneignir eru ekki "sexý“. Það getur verið gaman að leggja drögin að þeim og búa barnið til en það sem tekur við er ekki það besta sem kemur fyrir par kynferðislega. Ég er oft spurð að því hvenær fólk geti byrjað að stunda kynlíf aftur eftir barneignir. Svarið liggur ekki í ákveðnum fjölda vikna heldur er málið flóknara en svo.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stormur í aðsigi

Hinn fjórða júní 1940 flutti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, þjóð sinni rúmlega tíu mínútna barátturæðu á stríðstímum. Henni var útvarpað. Enn í dag er vitnað til hennar sem einhverrar mögnuðustu ræðu sem nokkru sinni hefur verið flutt. Hún var þrungin spennu, baráttuvilja og hugrekki. "Við munum aldrei gefast upp,“ sagði Churchill, djúpri röddu, í lok ræðunnar. Innrás Þjóðverja í Frakkland var þarna í fullum gangi og hún ógnaði breskum borgurum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skammsýn skattahækkun

Ríkisstjórnin áformar að lækka skattafrádrátt vegna iðgjalda til viðbótarlífeyrissparnaðar úr fjórum prósentum af launum fólks í tvö. Þetta er að sjálfsögðu skattahækkun á almenning, þótt forystumenn ríkisstjórnarinnar reyni að halda öðru fram.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslensk einræðuhefð

Íslendingar eru einræðusinnar. Hér er það talið til vitnis um styrk að hlusta ekki á það sem annað fólk hefur fram að færa nema tryggt sé að það segi einungis það sem við vissum fyrir og staðfesti það sem okkur fannst sjálfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Björk á bók

Norskur rithöfundur, Mette Karlsvik, gefur brátt út skáldsögu um tónlistarkonuna Björk Guðmundsdóttur og fjölskyldu hennar. Þetta kom fram á mbl.is og Fréttablaðinu í síðustu viku og sagt að bókin eigi að heita „Bli Björk“. Blaðamaður norska Dagbladet flutti söngkonunni þessi tíðindi og hafði eftir henni að þau kæmu henni mjög á óvart. Nokkur tengsl hefur hin norska Mette við Ísland því fyrr á þessu ári kom út bók hennar „Post oske. Dagar og netter i Reykjavik“. Þar fjallar hún um það hvernig landið kemur henni fyrir sjónir eftir hrun og samkvæmt dómi sem ég fann um bókina á netinu spjallaði hún við nafntogaða íslenska karla um orsök þess og afleiðingar.

Bakþankar
Fréttamynd

Gengisvísitala tungutaks og krónu

Eftir að eiginkona forseta Íslands hafði faðmað mótmælendur á Austurvelli við þingsetninguna fyrir viku skrifaði efnahagsráðherra hugleiðingu þar sem hann spurði hvert við værum komin „þegar forsetafrúin snýr baki í þingið og setur einkaleikþátt á svið“. Þessi orð eru vissulega umhugsunarefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hendum ekki hefðunum

Borgarráð hefur samþykkt tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við trúfélög. Þær hafa tekið verulegum breytingum frá upphaflegri gerð, flestum til batnaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dæmisaga úr raunveruleikanum

Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan

Bakþankar
Fréttamynd

Óbyggðastefna

Það er ekki langt til Patreksfjarðar, ekki ef farið er frá Patreksfirði. Jörðin er kúla. Allir staðir á yfirborðinu eru stutt frá sjálfum sér en mislangt frá öðrum. En þegar ein mikilvægasta tala sem notuð er til að lýsa bæjum er fjarlægð þeirra frá einhverjum öðrum bæ segir það sína sögu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fullkomið stefnuleysi í bankamálum

Núverandi ríkisstjórn tók vægast sagt við erfiðu búi vorið 2009 og verkefnin hafa verið ærin síðan. Sú afsökun endist samt ekki endalaust og nú þegar styttist í að bankarnir fari aftur í einkaeigu er ótrúlegt að svo til engin stefna sé til staðar, hvorki varðandi þá hluti sem kröfuhafar munu senn fá stjórn yfir né þeim sem ríkið á í gegnum Bankasýslu sína. Ég finn mig knúinn til að grípa til klisjukennds frasa: Höfum við ekkert lært af síðustu 10 árum?

Fastir pennar
Fréttamynd

Málið sem mun ekki gleymast

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst í dag tilkynna formlega um stofnun starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Andlát sakborninga og ný gögn í málinu hafa enn einu sinni dregið þetta vafasama mál fram í dagsljósið. Innanríkisráðherrann hefur þegar sagt að málið verði ekki látið kyrrt liggja þó að ekki hafi verið ljóst til hvaða aðgerða hægt er að grípa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kína og heimurinn

Við lifum kaflaskil í sögu mannkyns. Síðustu fimm hundruð árin hafa einkennst af víðtæku forræði Vesturlanda í efnahagslífi, stjórnmálum og menningu heimsins. Nú hefur aldalöng þróun snúist við og það fjarar ört undan sérstakri stöðu Vesturlanda í heiminum. Menn hafa helst komið auga á þetta í tengslum við aukið mikilvægi Kína í efnahagslífi jarðarinnar. Það er þó aðeins einn hluti málsins. En lítum til hans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innantómt píp

Fréttablaðið sagði frá því í gær að Matvælarannsóknir Íslands (Matís), opinbert hlutafélag sem heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, hefði sótt um 300 milljónir króna í svokallaðan IPA-styrk frá Evrópusambandinu. Peningarnir eru ætlaðir til tækjakaupa þannig að Matís geti framkvæmt ýmsar lögbundnar mælingar í þágu matvælaöryggis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Niðurgangur

Það er eitthvað algjörlega klikkað við það hver önnur algengasta dánarorsök ungra barna er. Niðurgangspestir og ofþornun. Númer eitt er lungnabólga, númer tvö niðurgangur.

Bakþankar
Fréttamynd

Öryggisventill fer í stjórnarandstöðu

Forsetinn og ríkisstjórnin eru komin í stríð. Hafi það ekki legið ljóst fyrir eftir árásir forsetans á stjórnina fyrir fáeinum vikum er það klárt eftir harðorð andsvör ráðherra á Alþingi í fyrrakvöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðskrumskast

Bankarnir njóta lítilla vinsælda þessa dagana. Það mátti sjá á kröfuspjöldum á Austurvelli í gærkvöldi og ekki síður heyra í ræðum þingmanna í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þeir stukku hver af öðrum upp á vagninn og dembdu sér yfir bankana í sameiginlegu lýðskrumskasti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skipta formreglur í lögum einhverju máli?

Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu "óttalegir formalistar“. Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi "sloppið á tækniatriðum“, að dómstólar "hangi um of í forminu“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókin um mömmu

Bréfberinn setti pakka inn um bréfalúguna í vikunni. Nei sko, í bögglinum var falleg bók. Á forsíðunni var skönnuð mynd gamallar og blettóttrar matreiðslubókar og svo skar sig úr mynd af glæsilegri konu. Við hjónin fórum að skoða bókina og í ljós kom að þetta var rit, sem vinkona okkar í Þrándheimi hafði gert um móður sína.

Bakþankar
Fréttamynd

Auðveldari kostur að aðhafast ekki

Allt of mörg börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða miska af einhverju tagi loka sig af með vanlíðan sína. Með því móti eiga þau litla von um að aðstæður þeirra breytist til batnaðar og þar með er verulega dregið úr möguleikum þeirra til að vinna úr áföllum sínum. Sem betur fer fjölgar þó þeim börnum sem hafa hugrekki til að segja frá ef þau verða fyrir áföllum. Þá kemur til kasta hinna fullorðnu að liðsinna þeim á þann hátt að dregið sé úr skaðanum eins og kostur er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hin árlega busavígsla

Árleg hefð virðist komin á að þingmenn gangi svipugöngin milli dómkirkjunnar og Alþingis þar sem talið er tilheyra að veitast að þeim með fáryrðum, bauli og fúleggjum. Þessi fyrrum hátíðlega athöfn frá annarri öld er æ meira farin að líkjast busavígslu, þar sem þingmenn eru í hlutverki busanna. Ástandið er karnivalískt: fátækt og valdalaust fólk kemur á þessa þingsetningu og lætur fúleggjum og fáryrðum rigna yfir hina meintu valdamenn í samfélaginu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engin eftirsjá

Ég er haldin mikilli úthverfabjartsýni í garð lottóvinninga. Sá sem ekki hefur lifað laugardagseftirmiðdag í útnárum borgarinnar veit ekki hvað ég er að tala um. Þessar nokkru hífuðu klukkustundir áður en sölukassar loka á laugardegi, börn send út í búð eftir lottó og camel. Fréttir og Fyrirmyndarfaðir. Svo einfalt. Svo gott.

Bakþankar