Opið bréf til Boltalands Atli Fannar Bjarkason skrifar 8. október 2011 06:00 Kæri íþróttafréttamaður. Takk fyrir að bjóða mér að vera gestur í knattspyrnuþættinum Boltaland. Mig langar miklu frekar að segja áhorfendum þáttarins frá því hvað ég hef gert fyrir borgarbúa. T.d. var ég í mjög flottri hljómsveit sem kom reglulega fram í Reykjavík og vann að því að gera tónleikamenningu framúrskarandi hér í borg. Svo er ég líka að gera áhugaverða hluti hjá Fréttablaðinu, en þar sé ég um að skrifa fréttir af fólki frá skrifstofu blaðsins hér í Skaftahlíð. Annað sem ég held að fólk hafi áhuga á að heyra mig tala um er uppgangur íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum — en ég hef skrifað margar fréttir af þessari lífsglöðu skepnu, við mikinn fögnuð. Síðustu ár hef ég líka styrkt fjöldann allan af góðgerðasamtökum. Hún Malleswari á Heimili litlu ljósanna á Indlandi fær mánaðarlegar greiðslur frá mér, Krabbameinsfélagið líka. Svo hafa lamaðir, heyrnarlausir og lesblindir notið góðs af örlæti mínu ásamt björgunarsveitum landsins í gegnum árlega neyðarkallasölu. Er það ekkert merkilegt í þínum augum? Ég er líka mikill sælkeri með víðtæka þekkingu á matargerð — la cuisine! Ég elda fyrir mig og aðra mér til skemmtunar, yndisauka og næringar. Fyrir vikið hef ég notið hylli í vinahópum, hjá fjölskyldu og jafnvel tengdamæðrum. Af hverju viltu ekki ræða við mig um það? Og hvað með einskæran áhuga minn á tekkhúsgögnum? Ég hef vaktað verslanir og markaði, hangið tímunum saman á vefsíðum, boðið í hluti og keyrt landshorna á milli til að sækja dýrgripina. Íbúð mín hefur notið góðs af þessum áhuga og lyktar af ríkulegum gömlum viði. Ég gæti nefnt ýmis önnur áhugamál, eins og þjóðfána og hummusgerð ásamt söfnun og framleiðslu á geitaosti — en þér finnst kannski knattspyrna merkilegri en allt þetta. Svo nei, ég er ekki til í að koma í þáttinn þinn og tala um knattspyrnu. Því ég held að fólki sé alveg nokkuð sama um hvað ég hef að segja um boltaleiki nokkurra oflaunaðra prímadonna og hver af þeim skoraði flottasta markið. Kannski samstarfsmenn mínir hjá Fréttablaðinu eða strákarnir í hljómsveitinni minni sálugu hafi eitthvað frábært að segja við áhorfendur þáttarins? Kveðja, Atli Fannar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Kæri íþróttafréttamaður. Takk fyrir að bjóða mér að vera gestur í knattspyrnuþættinum Boltaland. Mig langar miklu frekar að segja áhorfendum þáttarins frá því hvað ég hef gert fyrir borgarbúa. T.d. var ég í mjög flottri hljómsveit sem kom reglulega fram í Reykjavík og vann að því að gera tónleikamenningu framúrskarandi hér í borg. Svo er ég líka að gera áhugaverða hluti hjá Fréttablaðinu, en þar sé ég um að skrifa fréttir af fólki frá skrifstofu blaðsins hér í Skaftahlíð. Annað sem ég held að fólk hafi áhuga á að heyra mig tala um er uppgangur íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum — en ég hef skrifað margar fréttir af þessari lífsglöðu skepnu, við mikinn fögnuð. Síðustu ár hef ég líka styrkt fjöldann allan af góðgerðasamtökum. Hún Malleswari á Heimili litlu ljósanna á Indlandi fær mánaðarlegar greiðslur frá mér, Krabbameinsfélagið líka. Svo hafa lamaðir, heyrnarlausir og lesblindir notið góðs af örlæti mínu ásamt björgunarsveitum landsins í gegnum árlega neyðarkallasölu. Er það ekkert merkilegt í þínum augum? Ég er líka mikill sælkeri með víðtæka þekkingu á matargerð — la cuisine! Ég elda fyrir mig og aðra mér til skemmtunar, yndisauka og næringar. Fyrir vikið hef ég notið hylli í vinahópum, hjá fjölskyldu og jafnvel tengdamæðrum. Af hverju viltu ekki ræða við mig um það? Og hvað með einskæran áhuga minn á tekkhúsgögnum? Ég hef vaktað verslanir og markaði, hangið tímunum saman á vefsíðum, boðið í hluti og keyrt landshorna á milli til að sækja dýrgripina. Íbúð mín hefur notið góðs af þessum áhuga og lyktar af ríkulegum gömlum viði. Ég gæti nefnt ýmis önnur áhugamál, eins og þjóðfána og hummusgerð ásamt söfnun og framleiðslu á geitaosti — en þér finnst kannski knattspyrna merkilegri en allt þetta. Svo nei, ég er ekki til í að koma í þáttinn þinn og tala um knattspyrnu. Því ég held að fólki sé alveg nokkuð sama um hvað ég hef að segja um boltaleiki nokkurra oflaunaðra prímadonna og hver af þeim skoraði flottasta markið. Kannski samstarfsmenn mínir hjá Fréttablaðinu eða strákarnir í hljómsveitinni minni sálugu hafi eitthvað frábært að segja við áhorfendur þáttarins? Kveðja, Atli Fannar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun