Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 0-2 | Gott gengi HK heldur áfram meðan heimamenn eru heillum horfnir Hinrik Wöhler skrifar 14. maí 2023 18:55 HK heldur áfram að koma á óvart. Vísir/Hulda Margrét HK bar sigurorð af Keflavík í 7. umferð Bestu deildar karla í Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-0 og voru það Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson sem skoruðu mörk gestanna. Eftir sjö umferðir af Íslandsmótinu situr Keflavík í tíunda sæti en liðið hefur ekki sigrað síðan í fyrstu umferð. Á meðan heldur HK áfram að safna stigum og klifrar upp í fjórða sæti deildarinnar með þrettán stig. Það var sól og blíða þegar Einar Ingi Jóhannsson dómari leiksins flautaði leikinn af stað á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Keflavík urðu fyrir áfalli strax í upphafi leiks þegar Ignacio Heras fór af velli eftir aðeins sex mínútur eftir samstuð við Örvar Eggertsson. Ignacio endaði með að fara með sjúkrabíl af vellinum og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Gestirnir voru meira með boltann í upphafi leiks og áttu fína spilkafla en náðu þó ekki að koma sér í góðar stöður á síðasta þriðjung. Varnarmenn Keflavíkur vörðust vel og voru skipulagðir framan af fyrri hálfleik. Stuttu fyrir hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Arnþór Ari Atlason fékk boltann á vallarhelming HK á 41. mínútu. Hann geystist upp völlinn og fann Atla Hrafn Andrason á vinstri kantinum sem kom með lága sendingu fyrir markið sem Arnþór Ari kláraði snyrtilega framhjá Mathias Rosenorn í marki Keflavíkur. Örvar Eggertsson fékk fínt marktækifæri í markteignum stuttu síðar en Mathias Rosenorn varði vel frá honum af stuttu færi. Það var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja. Keflavík fékk frábært færi eftir klukkutíma leik þegar Sindri Snær Magnússon fékk boltann á fjærstönginni eftir góða sendingu frá Marley Blair sem var nýkominn inn á. Sindri Snær náði ekki að koma boltanum á markið og fór framhjá. Stuttu síðar eða á 63. mínútu braut Oleksii Kovtun á Eyþóri Wöhler fyrir utan teig. Örvar Eggertsson tók spyrnuna og skaut föstu skoti í markmannshornið. Mathias Rosenorn réð ekki við fast skot Örvars og gestirnir búnir að tvöfalda forystuna. Keflavík bætti við mönnum í sóknarlínuna og pressuðu ofar en fengu lítið úr því. Varnarlína HK stóðst prófið og hélt liðið hreinu í þriðja leiknum á tímabilinu. Af hverju vann HK? Gestirnir stjórnuðu leiknum gott sem allan tímann. Þeir héldu boltanum vel, voru yfirvegaðir og beittu hröðum skyndisóknum. Keflavík náði aðeins að skapa sér eitt gott færi í leiknum og var sigur gestanna aldrei í hættu þegar leið á leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Arnþór Ari Atlason átti góðan leik á miðjunni. Hann átti gott hlaup af vallarhelming HK og býr til sóknina þar sem hann endar með að skora. Eiður Atli Rúnarsson kom inn í liðið fyrir Birki Val og átti prýðisleik í hægri bakverðinum. Örvar Eggertsson fær einnig stig í kladdann fyrir laglegt aukaspyrnumark. Hvað gekk illa? Uppspil Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og gekk þeim illa að brjóta vörn HK á bak aftur. Eina skiptið sem þeir voru líklegir var þegar Sindri Snær Magnússon fékk gott færi eftir klukkutíma leik. Liðið hefur nú leikið sex leiki án sigurs og ljóst er að sjálfstraustið er ekki mikið í herbúðum Keflavíkur. Hvað gerist næst? Það er bikarvika framundan og bæði liðin taka þátt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Keflavík dróst á móti Stjörnunni á útivelli. HK-ingar taka á móti KA í Kórnum, en HK þurfti að sætta sig við 2-1 tap á móti norðanmönnum í síðustu viku í deildinni og hafa harma að hefna. Báðir leikir liðanna fara fram á fimmtudag. „Stýrðum leiknum hvort sem við vorum með boltann eða ekki“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var sáttur með stigin þrjú í Keflavík og hefði jafnvel vilja sjá sína menn skora fleiri mörk.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var sáttur með stigin þrjú í Keflavík og hefði jafnvel vilja sjá sína menn skora fleiri mörk. „Við gerðum þetta okkur þægilega fyrir með frammistöðu liðsins. Mér fannst við bara gera einhvern veginn nóg, við héldum vel í boltann þegar við þurftum þess og vorum líka hættulegir þegar við fengum tækifæri til þessu. Mér fannst fyrsta markið láta bíða eftir sér full lengi, við fengum fullt af tækifærum til að koma okkur í góð færi áður en Arnþór skorar. Mér fannst við heilt yfir vera ofan á í dag,“ sagði Ómar eftir leikinn. HK var meira með boltann í leiknum og stjórnuðu honum lengst af. Keflavík fékk fá færi og var sigur gestanna sanngjarn. „Við héldum vel í boltann og sýndum mikil gæði á löngum köflum. Stýrðum leiknum hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Einnig að halda hreinu, það er mjög jákvætt. Ég er búinn að vera í félaginu ansi lengi og ég man ekki eftir því að hafa komið til Keflavíkur og unnið, þannig ég er mjög ánægður með það,“ bætti Ómar við. Kópavogsliðið hefur nú haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum eftir mikið markaregn í fyrstu leikjum Íslandsmótsins. „Það er mjög ánægjulegt eins og fyrstu leikirnir voru að spilast. Það er mjög gott hvernig höfum þétt raðirnar varnarlega. Við erum að læra af tímabilinu frá því í fyrra þar sem við þurftum ekki að verjast alveg jafnmikið. Okkur er alltaf að líða betur að spila vörn sem er bara jákvætt og þroskamerki.“ Arnþór Ari Atlason skoraði sitt annað mark á tímabilinu eftir snarpa skyndisókn og síðan bætti Örvar Eggertsson við marki beint úr aukaspyrnu, hans fimmta á tímabilinu. „Þetta var gamalt tíuhlaup frá Arnþóri sem hefur verið færður aðeins aftar á völlinn. Það var bara ákveðið þegar brotið kom að hann [Örvar Eggertsson] færi á boltann með blússandi sjálfstraust og það gekk upp,“ sagði Ómar Ingi um markaskorara dagsins. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt“ Það var ekki mikið sem gladdi Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir tapið á móti HK í dag.Vísir/Vilhelm „Við missum snemma í leiknum Ignacio út af í slæm meiðsli og það riðlar leiknum okkur. Við sköpum okkur ekki nóg í dag og vorum ekki að spila vel nógu vel til að eiga eitthvað skilið út úr þessum leik. Við fengum reyndar frábært færi þegar við vorum 1-0 undir. Sindri Snær fær gott færi en því miður þá vildi þetta ekki fara inn hjá okkur í dag,“ sagði Sigurður skömmu eftir leik. Lykilmaður Keflavíkur, Ignacio Heras, fór af velli eftir aðeins sex mínútna leik eftir samstuð og er það mikið áhyggjuefni fyrir liðið. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður um ástandið á Ignacio. Keflavík sköpuðu sér ekki mörg færi og fengu í rauninni bara eitt marktækifæri í leiknum sem fór forgörðum. „Það var bara off dagur hjá okkur, erfitt að segja hvort að það var eitt eða tvennt. Það var bara margt sem var að. Við vorum að endurheimta nokkra menn úr meiðslum sem ég hélt að voru komnir lengra. Það er endalaust hægt að tína til einhverjar afsakanir en í lokin vorum við ekki nægilega góðir og þetta var ekki á Bestu deildar klassa sem við vorum að bjóða upp í dag, að megninu til,“ bætti Sigurður við. Sigurður lítur þokkalega bjartsýnum augum á framhaldið en liðið er að fá leikmenn til baka úr meiðslum. „Það er gamla tuggan, næsti leikur og vonandi endurheimtum við einhverja menn. Vonandi kemur Sami Kamel inn í liðið og Ásgeir Páll [Magnússon] það fer að styttast í hann. Maggi [Magnús Þór Magnússon] spilaði hálfmeiddur og Dagur Ingi [Valsson] spilaði hálfmeiddur, það er bara ástand á okkur og Dagur þurfti að koma út af í hálfleik. Menn þurfa að stíga upp sem fá tækifæri í staðinn og það var ekki alveg nægilega mikið um það í dag.“ Sigurður Ragnar reiknar með að þetta hafi verið síðasti leikur Keflavíkur á gervigrasvellinum við Nettó-höllina en næsti heimaleikur Keflvíkinga er 29. maí og ætti grasvöllurinn að vera tilbúinn. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF HK
HK bar sigurorð af Keflavík í 7. umferð Bestu deildar karla í Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-0 og voru það Arnþór Ari Atlason og Örvar Eggertsson sem skoruðu mörk gestanna. Eftir sjö umferðir af Íslandsmótinu situr Keflavík í tíunda sæti en liðið hefur ekki sigrað síðan í fyrstu umferð. Á meðan heldur HK áfram að safna stigum og klifrar upp í fjórða sæti deildarinnar með þrettán stig. Það var sól og blíða þegar Einar Ingi Jóhannsson dómari leiksins flautaði leikinn af stað á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Keflavík urðu fyrir áfalli strax í upphafi leiks þegar Ignacio Heras fór af velli eftir aðeins sex mínútur eftir samstuð við Örvar Eggertsson. Ignacio endaði með að fara með sjúkrabíl af vellinum og óttast er að meiðslin séu alvarleg. Gestirnir voru meira með boltann í upphafi leiks og áttu fína spilkafla en náðu þó ekki að koma sér í góðar stöður á síðasta þriðjung. Varnarmenn Keflavíkur vörðust vel og voru skipulagðir framan af fyrri hálfleik. Stuttu fyrir hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Arnþór Ari Atlason fékk boltann á vallarhelming HK á 41. mínútu. Hann geystist upp völlinn og fann Atla Hrafn Andrason á vinstri kantinum sem kom með lága sendingu fyrir markið sem Arnþór Ari kláraði snyrtilega framhjá Mathias Rosenorn í marki Keflavíkur. Örvar Eggertsson fékk fínt marktækifæri í markteignum stuttu síðar en Mathias Rosenorn varði vel frá honum af stuttu færi. Það var það síðasta sem gerðist í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu með einu marki þegar liðin gengu til búningsherbergja. Keflavík fékk frábært færi eftir klukkutíma leik þegar Sindri Snær Magnússon fékk boltann á fjærstönginni eftir góða sendingu frá Marley Blair sem var nýkominn inn á. Sindri Snær náði ekki að koma boltanum á markið og fór framhjá. Stuttu síðar eða á 63. mínútu braut Oleksii Kovtun á Eyþóri Wöhler fyrir utan teig. Örvar Eggertsson tók spyrnuna og skaut föstu skoti í markmannshornið. Mathias Rosenorn réð ekki við fast skot Örvars og gestirnir búnir að tvöfalda forystuna. Keflavík bætti við mönnum í sóknarlínuna og pressuðu ofar en fengu lítið úr því. Varnarlína HK stóðst prófið og hélt liðið hreinu í þriðja leiknum á tímabilinu. Af hverju vann HK? Gestirnir stjórnuðu leiknum gott sem allan tímann. Þeir héldu boltanum vel, voru yfirvegaðir og beittu hröðum skyndisóknum. Keflavík náði aðeins að skapa sér eitt gott færi í leiknum og var sigur gestanna aldrei í hættu þegar leið á leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Arnþór Ari Atlason átti góðan leik á miðjunni. Hann átti gott hlaup af vallarhelming HK og býr til sóknina þar sem hann endar með að skora. Eiður Atli Rúnarsson kom inn í liðið fyrir Birki Val og átti prýðisleik í hægri bakverðinum. Örvar Eggertsson fær einnig stig í kladdann fyrir laglegt aukaspyrnumark. Hvað gekk illa? Uppspil Keflvíkinga var ekki upp á marga fiska og gekk þeim illa að brjóta vörn HK á bak aftur. Eina skiptið sem þeir voru líklegir var þegar Sindri Snær Magnússon fékk gott færi eftir klukkutíma leik. Liðið hefur nú leikið sex leiki án sigurs og ljóst er að sjálfstraustið er ekki mikið í herbúðum Keflavíkur. Hvað gerist næst? Það er bikarvika framundan og bæði liðin taka þátt í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Keflavík dróst á móti Stjörnunni á útivelli. HK-ingar taka á móti KA í Kórnum, en HK þurfti að sætta sig við 2-1 tap á móti norðanmönnum í síðustu viku í deildinni og hafa harma að hefna. Báðir leikir liðanna fara fram á fimmtudag. „Stýrðum leiknum hvort sem við vorum með boltann eða ekki“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var sáttur með stigin þrjú í Keflavík og hefði jafnvel vilja sjá sína menn skora fleiri mörk.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var sáttur með stigin þrjú í Keflavík og hefði jafnvel vilja sjá sína menn skora fleiri mörk. „Við gerðum þetta okkur þægilega fyrir með frammistöðu liðsins. Mér fannst við bara gera einhvern veginn nóg, við héldum vel í boltann þegar við þurftum þess og vorum líka hættulegir þegar við fengum tækifæri til þessu. Mér fannst fyrsta markið láta bíða eftir sér full lengi, við fengum fullt af tækifærum til að koma okkur í góð færi áður en Arnþór skorar. Mér fannst við heilt yfir vera ofan á í dag,“ sagði Ómar eftir leikinn. HK var meira með boltann í leiknum og stjórnuðu honum lengst af. Keflavík fékk fá færi og var sigur gestanna sanngjarn. „Við héldum vel í boltann og sýndum mikil gæði á löngum köflum. Stýrðum leiknum hvort sem við vorum með boltann eða ekki. Einnig að halda hreinu, það er mjög jákvætt. Ég er búinn að vera í félaginu ansi lengi og ég man ekki eftir því að hafa komið til Keflavíkur og unnið, þannig ég er mjög ánægður með það,“ bætti Ómar við. Kópavogsliðið hefur nú haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum deildarleikjum eftir mikið markaregn í fyrstu leikjum Íslandsmótsins. „Það er mjög ánægjulegt eins og fyrstu leikirnir voru að spilast. Það er mjög gott hvernig höfum þétt raðirnar varnarlega. Við erum að læra af tímabilinu frá því í fyrra þar sem við þurftum ekki að verjast alveg jafnmikið. Okkur er alltaf að líða betur að spila vörn sem er bara jákvætt og þroskamerki.“ Arnþór Ari Atlason skoraði sitt annað mark á tímabilinu eftir snarpa skyndisókn og síðan bætti Örvar Eggertsson við marki beint úr aukaspyrnu, hans fimmta á tímabilinu. „Þetta var gamalt tíuhlaup frá Arnþóri sem hefur verið færður aðeins aftar á völlinn. Það var bara ákveðið þegar brotið kom að hann [Örvar Eggertsson] færi á boltann með blússandi sjálfstraust og það gekk upp,“ sagði Ómar Ingi um markaskorara dagsins. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt“ Það var ekki mikið sem gladdi Sigurð Ragnar Eyjólfsson, þjálfara Keflavíkur, eftir tapið á móti HK í dag.Vísir/Vilhelm „Við missum snemma í leiknum Ignacio út af í slæm meiðsli og það riðlar leiknum okkur. Við sköpum okkur ekki nóg í dag og vorum ekki að spila vel nógu vel til að eiga eitthvað skilið út úr þessum leik. Við fengum reyndar frábært færi þegar við vorum 1-0 undir. Sindri Snær fær gott færi en því miður þá vildi þetta ekki fara inn hjá okkur í dag,“ sagði Sigurður skömmu eftir leik. Lykilmaður Keflavíkur, Ignacio Heras, fór af velli eftir aðeins sex mínútna leik eftir samstuð og er það mikið áhyggjuefni fyrir liðið. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður um ástandið á Ignacio. Keflavík sköpuðu sér ekki mörg færi og fengu í rauninni bara eitt marktækifæri í leiknum sem fór forgörðum. „Það var bara off dagur hjá okkur, erfitt að segja hvort að það var eitt eða tvennt. Það var bara margt sem var að. Við vorum að endurheimta nokkra menn úr meiðslum sem ég hélt að voru komnir lengra. Það er endalaust hægt að tína til einhverjar afsakanir en í lokin vorum við ekki nægilega góðir og þetta var ekki á Bestu deildar klassa sem við vorum að bjóða upp í dag, að megninu til,“ bætti Sigurður við. Sigurður lítur þokkalega bjartsýnum augum á framhaldið en liðið er að fá leikmenn til baka úr meiðslum. „Það er gamla tuggan, næsti leikur og vonandi endurheimtum við einhverja menn. Vonandi kemur Sami Kamel inn í liðið og Ásgeir Páll [Magnússon] það fer að styttast í hann. Maggi [Magnús Þór Magnússon] spilaði hálfmeiddur og Dagur Ingi [Valsson] spilaði hálfmeiddur, það er bara ástand á okkur og Dagur þurfti að koma út af í hálfleik. Menn þurfa að stíga upp sem fá tækifæri í staðinn og það var ekki alveg nægilega mikið um það í dag.“ Sigurður Ragnar reiknar með að þetta hafi verið síðasti leikur Keflavíkur á gervigrasvellinum við Nettó-höllina en næsti heimaleikur Keflvíkinga er 29. maí og ætti grasvöllurinn að vera tilbúinn.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti