Besta deild karla

Fréttamynd

Her­mann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“

Her­mann Hreiðars­son, nýráðinn þjálfari karla­liðs HK í fót­bolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í upp­byggingu og fram­förum. Hann fær það verk­efni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Her­mann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristó­fer á­fram í Kópa­vogi

Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Oliver kveður Breiða­blik

Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson tilkynnti á Instagram í dag að hann hefði nú kvatt Breiðablik og myndi spila fyrir annað félag á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er liðið hans Höskuldar“

Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta var bara ömur­legt í alla staði“

„Það hefði verið fullkominn endir,“ segir Theodór Elmar Bjarnason um fyrrum liðsfélaga sinn hjá KR, Kjartan Henry Finnbogason. Kjartan yfirgaf KR sumarið 2022 sem fylgdi mikið fjaðrafok og náðu þeir félagarnir því örfáum leikjum saman með Vesturbæjarliðinu.

Íslenski boltinn