HK

Fréttamynd

Her­mann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“

Her­mann Hreiðars­son, nýráðinn þjálfari karla­liðs HK í fót­bolta, segir það eitt af draumastörfunum sem að þjálfari getur fengið að taka þátt í upp­byggingu og fram­förum. Hann fær það verk­efni að reyna stýra liðinu strax aftur upp í Bestu deildina. Eyjamaðurinn og harðhausinn Her­mann setti það ekki fyrir sig að fara inn í hlýjuna í Kórnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frestað vegna veðurs

Leik HK og ÍBV í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik hefur verið frestað vegna veðurs. Frá þessu greinir HSÍ, Handknattleikssamband Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Orri Sigurður kallar leik­mann Fram ræfil

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ör­lög HK ráðast í Laugar­dal

Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK

Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég trúi þessu ekki enn­þá“

Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron Dagur í Kópa­voginn

Aron Dagur Pálsson hefur samið við HK út yfirstandandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Hann kemur frá Val þar sem samningur hans rann út í sumar. 

Handbolti