Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2024 16:46 Svona lítur Fellavöllur út í blíðunni fyrir austan, eftir að nýja gervigrasvið var lagt á hann. Vallarhúsið hægra megin við völlinn er nú komið með aukahæð. mynd/Unnar Erlingsson Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári. Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Höttur hlaut samtals um 15,7 milljónir króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í fyrra, af rúmum 40 milljónum sem útdeilt var, og í ár fær félagið svipaða upphæð eða 15,3 milljónir. Dýrmætur stuðningur og hvatning til að gera enn meira, segir formaður knattspyrnudeildar Hattar. Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000 Miklar endurbætur og uppbygging hafa verið á Fellavelli, sem er upphitaður gervigrasvöllur, en Höttur á einnig grasvöllinn Vilhjálmsvöll. Við Fellavöll hefur nú verið byggð önnur hæð ofan á félagshúsið, sem gjörbyltir allri aðstöðu við völlinn. Svona leit Fellavöllur út sumarið 2023 þegar framkvæmdir hófust. Vallarhúsið er neðst á myndinni.Mynd/Skarphéðinn Smári „Í fyrra munaði mestu um að skipt var um gervigras, sem komið var á tíma og jafnvel talað um krabbameinsvaldandi efni í kurlinu á vellinum. Einnig var farið í ýmsar lagfæringar við völlinn, til að standast kröfur KSÍ. Síðan vorum við að byggja aðstöðuhús við völlinn. Þá var í raun byggt ofan á húsnæðið sem sturtuklefarnir eru í, og þar á að vera félagsaðstaða, aðstaða fyrir þjálfara og fleira,“ segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Hattar. Ekki verið að bregðast við velgengni FHL Skarphéðinn Smári segir uppbygginguna ekki vera vegna árangurs FHL, sameinaðs liðs Hattar, Fjarðabyggðar og Leiknis F., sem leikur í Bestu deild kvenna í fyrsta sinn á næstu leiktíð. Hann kveðst raunar ekki vita hvar liðið muni spila sína heimaleiki, en FHL alla sína heimaleiki í Fjarðabyggðarhöllinni í sumar. Karlalið Hattar spilar bæði á Fellavelli og Vilhjálmsvelli. Farið var í framkvæmdir við Fellavöll í fyrra og þá leit hann svona út. Vallarhúsið, sem ákveðið var að bæta við hæð ofan á, er vinstra megin við völlinn.mynd/Skarphéðinn Smári „Í mínum huga erum við ekki að bregðast við núverandi velgengni heldur erum við í uppbyggingu á svæðinu til lengri tíma,“ segir Skarphéðinn Smári sem fagnar stuðningnum sem fæst úr Mannvirkjasjóðnum. „Þessir styrkir eru auðvitað bara hluti af kostnaðinum við uppbygginguna og sveitarfélagið ber nú stærstan hluta af kostnaðinum. En þetta er virkilega góð lyftistöng og tryggir að við náum að klára verkið fyrr en menn gerðu ráð fyrir. Þetta hvetur okkur líka til að halda áfram uppbyggingu á svæðinu,“ segir Skarphéðinn Smári.
Úthlutun úr Mannvirkjasjóði KSÍ Félag - Verkefni - Styrkupphæð Fylkir - Endurbætur á aðstöðu knattspyrnudeildar - kr. 1.470.000 HK - Gervigras í kórnum (endurnýjun) - kr. 1,523,806 Höttur - 1. Fasi Uppsetning viðbygging (fokheld) - kr. 8.700.000 Höttur - 2. Fasi Allur loka frágangur á Viðbyggingu - kr. 6.632.820 ÍR - Gluggi á blaðamannagám við grasvöll ÍR - kr. 430.922 KA - Flóðlýsing við nýjan keppnisvöll - kr. 1.523.806 KA - Gervigras á nýjan keppnisvöll - kr. 1.142.854 Keflavík - Tengja hitakerfi á aðalvelli - kr. 2.927.292 KFR - Vallarklukka/Marktafla - kr. 500.000 Sindri - Vallarklukka á Jökulfellsvöll - kr. 1.000.000 Stjarnan - Vallarklukka Samsungvöllur - kr. 1.000.000 Stjarnan - Öryggisgirðing og hringhlið - kr. 2.005.646 Vestri - Gervigrasvöllur Aðalvöllur - kr. 1.142.854 Heildarupphæð: kr. 30.000.000
Besta deild kvenna Höttur KSÍ Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira