Lovísa Hennings: Ég bíð eftir því að fá fleiri lið í efstu deild Atli Arason skrifar 31. mars 2022 07:00 Lovísa Björt Henningsdóttir fagnar bikarmeistaratitli með liðsfélögum sínum í Haukum. Vísir/Bára Dröfn Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var til tals í hlaðvarpsþáttinum Undir Körfunni sem birtist núna í morgun. Þar ræðir Lovísa meðal annars þá hugmynd að fjölga liðum í Subway-deild kvenna. „Bara vinsamlegast sem fyrst, helst bara strax á næsta ári. Deildin hefur aldrei verið eins jöfn og ég hef aldrei skemmt mér eins mikið að spila í þessari deild. Þetta er einmitt ekki bara topp 2 eða 3 liðin og rest, það geta allir unnið alla núna,“ sagði Lovísa Björt. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni í ár og komust upp þrátt fyrir að tapa í úrslitaleiknum gegn Grindavík í umspili um laust sæti í efstu deild á síðasta tímabili. Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann sér þátttökurétt í úrslitakeppni efstu deildar í ár. Fjölnir var nýliði í efstu deild á síðasta ári en Grafarvogsstúlkur eru í dag nýkrýndir deildarmeistarar efstu deildar. Þessi dæmi sýna sennilega svart á hvítu að munurinn á milli efstu tveggja deilda er kannski ekki svo mikill, eins lengi og metnaður og vilji er til staðar. „Ég bíð eftir því að fá fleiri lið í deildina. Við vorum með átta í upphafi en urðu svo sjö þegar eitt liðið dróg sig úr keppni og það er bara alltof lítið. Þetta er kannski bara draumur hjá mér en ég vil eiginlega að núna strax á næsta ári komi bara auka lið upp.“ Skallagrímur dróg lið sitt úr keppni á miðju tímabili eftir erfiða byrjun hjá liðinu. Það þótti nokkuð ljóst snemma að Borgnesingar myndu vera í harðri fallbaráttu við önnur lið sem höfðu fjárfest mikið í sínum leikmannahópum. Eftir stóðu sjö lið og ekkert þeirra er að fara að falla úr deildinni í ár. „Skallagrímur hefði kannski hugsað sig tvisvar um ef það hefði verið eitthvað annað lið þarna í baráttunni með þeim en þetta leit ekki vel út fyrir þær í byrjun tímabils þar sem það vantaði marga leikmenn í liðið,“ svaraði Lovísa aðspurð af því hvort raunir Skallagríms gætu verið öðruvísi ef fleiri lið væru með þátttökurétt í efstu deild. Með fleiri liðum fá fleiri leikmenn leiki og reynslu af því að spila við þær bestu í efstu deild. Í Subway-deild kvenna eiga að vera 8 lið og fjórar umferðir leiknar. Í Subway-deild karla eru 12 lið og tvær umferðir leiknar. Það er hægt að fara í allskonar vangaveltur um það hvernig hægt væri að hafa sama leikjafjölda en þó með fleiri liðum. „Það væri til dæmis hægt að hafa níu eða tíu lið í deildinni og þrjár umferðir,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, bjartsýn fyrir framtíðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
„Bara vinsamlegast sem fyrst, helst bara strax á næsta ári. Deildin hefur aldrei verið eins jöfn og ég hef aldrei skemmt mér eins mikið að spila í þessari deild. Þetta er einmitt ekki bara topp 2 eða 3 liðin og rest, það geta allir unnið alla núna,“ sagði Lovísa Björt. Njarðvíkingar eru nýliðar í deildinni í ár og komust upp þrátt fyrir að tapa í úrslitaleiknum gegn Grindavík í umspili um laust sæti í efstu deild á síðasta tímabili. Njarðvík gerði sér lítið fyrir og vann sér þátttökurétt í úrslitakeppni efstu deildar í ár. Fjölnir var nýliði í efstu deild á síðasta ári en Grafarvogsstúlkur eru í dag nýkrýndir deildarmeistarar efstu deildar. Þessi dæmi sýna sennilega svart á hvítu að munurinn á milli efstu tveggja deilda er kannski ekki svo mikill, eins lengi og metnaður og vilji er til staðar. „Ég bíð eftir því að fá fleiri lið í deildina. Við vorum með átta í upphafi en urðu svo sjö þegar eitt liðið dróg sig úr keppni og það er bara alltof lítið. Þetta er kannski bara draumur hjá mér en ég vil eiginlega að núna strax á næsta ári komi bara auka lið upp.“ Skallagrímur dróg lið sitt úr keppni á miðju tímabili eftir erfiða byrjun hjá liðinu. Það þótti nokkuð ljóst snemma að Borgnesingar myndu vera í harðri fallbaráttu við önnur lið sem höfðu fjárfest mikið í sínum leikmannahópum. Eftir stóðu sjö lið og ekkert þeirra er að fara að falla úr deildinni í ár. „Skallagrímur hefði kannski hugsað sig tvisvar um ef það hefði verið eitthvað annað lið þarna í baráttunni með þeim en þetta leit ekki vel út fyrir þær í byrjun tímabils þar sem það vantaði marga leikmenn í liðið,“ svaraði Lovísa aðspurð af því hvort raunir Skallagríms gætu verið öðruvísi ef fleiri lið væru með þátttökurétt í efstu deild. Með fleiri liðum fá fleiri leikmenn leiki og reynslu af því að spila við þær bestu í efstu deild. Í Subway-deild kvenna eiga að vera 8 lið og fjórar umferðir leiknar. Í Subway-deild karla eru 12 lið og tvær umferðir leiknar. Það er hægt að fara í allskonar vangaveltur um það hvernig hægt væri að hafa sama leikjafjölda en þó með fleiri liðum. „Það væri til dæmis hægt að hafa níu eða tíu lið í deildinni og þrjár umferðir,“ sagði Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, bjartsýn fyrir framtíðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira