Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2024 21:29 Kristófer Acox var í þjálfarastólnum í kvöld og er með 100% sigurhlutfall í því hlutverki Vísir / Pawel Cieslikiewicz Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna. Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“ Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“
Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31