Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Tindastóll 107-98 | Heimamenn náðu að halda Stólunum í skefjum í hörkuleik Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2022 22:25 Breiðablik fagnaði sigri. Vísir/Hulda Margrét Gott gengi Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta hélt áfram í kvöld er liðið lagði Tindastól í Smáranum. Lokatölur 107-98 í hörkuleik. Með fyrri viðureign liðanna í huga þá gátu þeir sem borguðu sig inn á þennan leik búist við því að fá að sjá hörkuleik. Það varð raunin og þegar upp var staðið höfðu liðin átt góða og hraða baráttu sem ekki var skorið úr fyrr en seint í fjórða leikhluta. Blikar vildu, að sjálfsögðu, koma sínum leik í gang snemma og náðu þeir því. Heimamenn áttu fyrsta áhlaupið og komust sex stigum yfir snemma og virtust þeir ná upp góðum ákafa í varnarleik sinn sem skilaði snöggum sóknum og góðum körfum. Stólarnir rönkuðu síðan við sér í stöðunni 13-8 og fóru á fínan sprett sem endaði í 12-0 runu þar sem Sigtryggur Arnar Björnsson leiddi sína menn og hitti úr fyrstu þremur þriggja stiga skotum sínum. Blikarnir þurftu þá að herða tökin og gerðu þeir það. Sigtryggur Arnar skoraði 24 stig í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir náðu aftur að halda aftur af gestunum með fínum varnarleik og með Everage og Hilmar Pétursson í broddi fylkingar þá komust þeir yfir og kláraði Everage leihlutann með flautuþrist. Staðan 28-24 eftir fyrsta fjórðung og leikurinn í jafnvægi. Stólarnir áttu þá næsta áhlaup og komust yfir 33-37 en blaðamaður skynjaði að best gekk hjá Tindastól þegar leikurinn datt niður í kipulagðari körfubolta. Blikarnir virðast þrífast á óreiðunni bæði varnarlega og sóknarlega. Það er að segja þegar þeir geta hlaupið í sendingarleiðir andstæðinganna og komist hratt upp völlinn eða geta keyrt á vörnina. Gestirnir misstu hins vegar tökin á leiknum aftur og Breiðablik gekk á lagið, náði forskotinu og hélt því til hálfleiks en þá var staðan 57-49. Everage Richardson var kominn með 24 stig í hálfleik og réðu Stólarnir mjög illa við hann þegar hann komst í sinn takt. Everage Lee Richardson fór mikinn.Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur byrjaði mun betur fyrir heimamenn en hraðinn varð þeim að skapi. Átta stiga munur breyttist fljótt í 13 stiga mun og virkaði það á mann að Tindastóll væri að missa leikinn frá sér. Skipulagða óreiðan sem Blikar lifa í var við lýði og náðu gestirnir úr Skagafirði ekki að taka leikinn til sín fyrr en á seinustu mínútum þriðja leikhluta. Þeir náðu muninum aftur niður í átta stig þegar leikhlutinn var úti og möguleiki á hörku fjórða leikhluta. Staðan 79-71 fyrir Breiðablik. Fjórði leikhlutinn varð hörku körfuboltaleikur. Tindastóll reyndi að stíga upp ákafann hjá sér en Blikar áttu alltaf svör við aðgerðum gestanna sem náðu hreinlega ekki að komast nær þeim en raunin varð. Hilmar Pétursson átti frábæran leik.Vísir/Hulda Margrét Ef Everage Richardson og Hilmar Pétursson voru ekki að ná í stig með gegnumbrotum þá náðu Blikarnir að dúndra niður þristum til að halda forskotinum í nokkrum sóknum og slökkva í þeim neistum sem kviknuðu með gestunum. Liðin fóru að missa út leikmenn með fimm villur og jafnaðist það út hjá liðunum og þrátt fyrir góða tilraun Tindastóls náðu Blikar að innbyrða sigurinn og fögnuðu vel í leikslok. Af hverju vann Breiðablik? Að mati blaðamanns þá áttu Blikar einn af sínum betri varnarleikjum í vetur en ég held að lykillinn að þessum leik hafi verið Everage Lee Richardson. Hann er óumdeildur leiðtogi liðsins og þegar á þurfti að halda keyrði hann leikinn upp og náði í körfurnar sem á þurfti að halda. Bestir á vellinum? Títt nefndur Everage Lee Richardson var lang bestur á vellinum í kvöld. Hann skoraði 44 stig fyri sína menn og eins og áður sagði þá skoraði hann flest stigin sín þegar Tindastóll virtist vera að ná tökum á leiknum. Þá fékk hann boltann og náði í körfur sem slökktu neistann hjá andstæðingnum. Everage Lee Richardson í ham.Vísir/Hulda Margrét Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar Björnsson stigahæstur með 24 stig en hann átti það til að hverfa löngum stundum í leiknum. Tölfræði sem vakti athygli Fyrirfram þá hélt blaðamaður að Tindastóll myndi vinna frákastabaráttuna og þá sérstaklega sóknarfrákasta baráttuna en þeir eru með stærri skrokka innan sinna raða. Hinsvegar þá unnu heimamenn sóknarfrákasta baráttuna og er hægt að skrifa það á vilja leikmanna að ná í fráköstin. Sigurður Pétursson endaði leikinn með 15 fráköst en hann fékk fimmtu villuna áður en þriðj leikhluti var úti og því hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði náð í mörg fráköst. Hvað næst? Breiðablik fær Grindavík í heimsókn í lok vikunnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að sauma saman annan sigurleik við þá tvo sem nú þegar eru komnir en nái þeir upp sínum leik þá er það allt eins líklegt. Tindastóll býður Njarðvíkingum í heimsókn og nú þarf liðið að fara að ná í sigur ef ekki á illa að fara. Það er ekki langt eftir af deildarkeppninni og liðin fyrir neðan Tindastól þjarma að þeim. Náðum ekki að halda Everage fyrir framan okkur Baldur Þór, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Þeir náttúrlega skora 107 stig á okkur og voru eiginlega óstöðvandi hérna. Það er það sem fer með þennan leik“, sagði þjálfari Tindastóls Baldur Þor Ragnarsson þegar hann var spurður hvað hans menn hefðu getað gert betur í kvöld. Hann var spurður út í þá ákvörðun að byrja með Sigurð Þorsteinsson á bekknum en alla jafna byrjar hann inn á og þá hvort Baldur hafi metið það svo að það væri erfitt fyrir stóra menn að spila við litla og hraða Blika. „Siggi átti slakan leik í síðasta leik. Hann kom sterkt inn af bekknum í kvöld og svo þurftum við bara að sjá um fimm bakverði hjá þeim og reyna að halda þeim fyrir framan okkur. Everage var svo bara frábær og við náðum ekki að halda honum fyrir framan okkur.“ Baldur var spurður að lokum hvernig hann sæi framhaldið fyrir sér en nú er hringurinn að þéttast í kringum Tindastól. „Við þurfum bara að ná í sigra. Þetta er leikur sem við hefðum þurft að vinna. Ég vildi alls ekki missa þennan leik. Við þurfum bara að halda áfram og bæta okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Breiðablik Tindastóll
Gott gengi Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta hélt áfram í kvöld er liðið lagði Tindastól í Smáranum. Lokatölur 107-98 í hörkuleik. Með fyrri viðureign liðanna í huga þá gátu þeir sem borguðu sig inn á þennan leik búist við því að fá að sjá hörkuleik. Það varð raunin og þegar upp var staðið höfðu liðin átt góða og hraða baráttu sem ekki var skorið úr fyrr en seint í fjórða leikhluta. Blikar vildu, að sjálfsögðu, koma sínum leik í gang snemma og náðu þeir því. Heimamenn áttu fyrsta áhlaupið og komust sex stigum yfir snemma og virtust þeir ná upp góðum ákafa í varnarleik sinn sem skilaði snöggum sóknum og góðum körfum. Stólarnir rönkuðu síðan við sér í stöðunni 13-8 og fóru á fínan sprett sem endaði í 12-0 runu þar sem Sigtryggur Arnar Björnsson leiddi sína menn og hitti úr fyrstu þremur þriggja stiga skotum sínum. Blikarnir þurftu þá að herða tökin og gerðu þeir það. Sigtryggur Arnar skoraði 24 stig í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir náðu aftur að halda aftur af gestunum með fínum varnarleik og með Everage og Hilmar Pétursson í broddi fylkingar þá komust þeir yfir og kláraði Everage leihlutann með flautuþrist. Staðan 28-24 eftir fyrsta fjórðung og leikurinn í jafnvægi. Stólarnir áttu þá næsta áhlaup og komust yfir 33-37 en blaðamaður skynjaði að best gekk hjá Tindastól þegar leikurinn datt niður í kipulagðari körfubolta. Blikarnir virðast þrífast á óreiðunni bæði varnarlega og sóknarlega. Það er að segja þegar þeir geta hlaupið í sendingarleiðir andstæðinganna og komist hratt upp völlinn eða geta keyrt á vörnina. Gestirnir misstu hins vegar tökin á leiknum aftur og Breiðablik gekk á lagið, náði forskotinu og hélt því til hálfleiks en þá var staðan 57-49. Everage Richardson var kominn með 24 stig í hálfleik og réðu Stólarnir mjög illa við hann þegar hann komst í sinn takt. Everage Lee Richardson fór mikinn.Vísir/Hulda Margrét Seinni hálfleikur byrjaði mun betur fyrir heimamenn en hraðinn varð þeim að skapi. Átta stiga munur breyttist fljótt í 13 stiga mun og virkaði það á mann að Tindastóll væri að missa leikinn frá sér. Skipulagða óreiðan sem Blikar lifa í var við lýði og náðu gestirnir úr Skagafirði ekki að taka leikinn til sín fyrr en á seinustu mínútum þriðja leikhluta. Þeir náðu muninum aftur niður í átta stig þegar leikhlutinn var úti og möguleiki á hörku fjórða leikhluta. Staðan 79-71 fyrir Breiðablik. Fjórði leikhlutinn varð hörku körfuboltaleikur. Tindastóll reyndi að stíga upp ákafann hjá sér en Blikar áttu alltaf svör við aðgerðum gestanna sem náðu hreinlega ekki að komast nær þeim en raunin varð. Hilmar Pétursson átti frábæran leik.Vísir/Hulda Margrét Ef Everage Richardson og Hilmar Pétursson voru ekki að ná í stig með gegnumbrotum þá náðu Blikarnir að dúndra niður þristum til að halda forskotinum í nokkrum sóknum og slökkva í þeim neistum sem kviknuðu með gestunum. Liðin fóru að missa út leikmenn með fimm villur og jafnaðist það út hjá liðunum og þrátt fyrir góða tilraun Tindastóls náðu Blikar að innbyrða sigurinn og fögnuðu vel í leikslok. Af hverju vann Breiðablik? Að mati blaðamanns þá áttu Blikar einn af sínum betri varnarleikjum í vetur en ég held að lykillinn að þessum leik hafi verið Everage Lee Richardson. Hann er óumdeildur leiðtogi liðsins og þegar á þurfti að halda keyrði hann leikinn upp og náði í körfurnar sem á þurfti að halda. Bestir á vellinum? Títt nefndur Everage Lee Richardson var lang bestur á vellinum í kvöld. Hann skoraði 44 stig fyri sína menn og eins og áður sagði þá skoraði hann flest stigin sín þegar Tindastóll virtist vera að ná tökum á leiknum. Þá fékk hann boltann og náði í körfur sem slökktu neistann hjá andstæðingnum. Everage Lee Richardson í ham.Vísir/Hulda Margrét Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar Björnsson stigahæstur með 24 stig en hann átti það til að hverfa löngum stundum í leiknum. Tölfræði sem vakti athygli Fyrirfram þá hélt blaðamaður að Tindastóll myndi vinna frákastabaráttuna og þá sérstaklega sóknarfrákasta baráttuna en þeir eru með stærri skrokka innan sinna raða. Hinsvegar þá unnu heimamenn sóknarfrákasta baráttuna og er hægt að skrifa það á vilja leikmanna að ná í fráköstin. Sigurður Pétursson endaði leikinn með 15 fráköst en hann fékk fimmtu villuna áður en þriðj leikhluti var úti og því hefði verið gaman að sjá hvað hann hefði náð í mörg fráköst. Hvað næst? Breiðablik fær Grindavík í heimsókn í lok vikunnar. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir nái að sauma saman annan sigurleik við þá tvo sem nú þegar eru komnir en nái þeir upp sínum leik þá er það allt eins líklegt. Tindastóll býður Njarðvíkingum í heimsókn og nú þarf liðið að fara að ná í sigur ef ekki á illa að fara. Það er ekki langt eftir af deildarkeppninni og liðin fyrir neðan Tindastól þjarma að þeim. Náðum ekki að halda Everage fyrir framan okkur Baldur Þór, þjálfari Tindastóls.Vísir/Hulda Margrét „Þeir náttúrlega skora 107 stig á okkur og voru eiginlega óstöðvandi hérna. Það er það sem fer með þennan leik“, sagði þjálfari Tindastóls Baldur Þor Ragnarsson þegar hann var spurður hvað hans menn hefðu getað gert betur í kvöld. Hann var spurður út í þá ákvörðun að byrja með Sigurð Þorsteinsson á bekknum en alla jafna byrjar hann inn á og þá hvort Baldur hafi metið það svo að það væri erfitt fyrir stóra menn að spila við litla og hraða Blika. „Siggi átti slakan leik í síðasta leik. Hann kom sterkt inn af bekknum í kvöld og svo þurftum við bara að sjá um fimm bakverði hjá þeim og reyna að halda þeim fyrir framan okkur. Everage var svo bara frábær og við náðum ekki að halda honum fyrir framan okkur.“ Baldur var spurður að lokum hvernig hann sæi framhaldið fyrir sér en nú er hringurinn að þéttast í kringum Tindastól. „Við þurfum bara að ná í sigra. Þetta er leikur sem við hefðum þurft að vinna. Ég vildi alls ekki missa þennan leik. Við þurfum bara að halda áfram og bæta okkur.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.