Breiðablik

Fréttamynd

Kristó­fer á­fram í Kópa­vogi

Kristófer Ingi Kristinsson hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks í knattspyrnu út tímabilið 2026. Fyrri samningur hans átti að renna út nú um áramótin og var áhugi á leikmanninum bæði hér á landi sem og erlendis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Damir á leið til Asíu

Damir Muminovic, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur komist að samkomulagi við félagið um að yfirgefa það tímabundið til þess að spila í úrvalsdeild í Singapúr.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Oliver kveður Breiða­blik

Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson tilkynnti á Instagram í dag að hann hefði nú kvatt Breiðablik og myndi spila fyrir annað félag á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þetta er liðið hans Höskuldar“

Þeir Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, hrósuðu Höskuldi Gunnlaugssyni, fyrirliða Breiðabliks, í hástert þegar tímabilið í Bestu deild karla var gert upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona endur­heimti Breiða­blik titilinn: Upp­risan, kaflaskilin og breyttar á­herslur

Eftir að hafa verið 25 stigum á eftir Víkingi í fyrra tryggði Breiðablik sér Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi sigur í úrslitaleik liðanna á sunnudaginn. En hvernig fóru Blikar að því að endurheimta titilinn? Tímabilið 2024 í Kópavoginum er meðal annars saga af upprisu leikmanna, lykilbreytingu á miðju tímabili, breyttum áherslum og draumaendi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fót­bolta­mamma Ís­lands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“

Í kjöl­far góðs árangurs á ný­af­stöðnu tíma­bili er ljóst að bræðurnir Magnús Már og Anton Ari Einars­synir munu mætast í Bestu deildinni í fót­bolta á næsta tíma­bili. Staða sem setur fjöl­skyldu þeirra í erfiða stöðu. „Þetta verður mjög skrítið. Ég verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ segir Hanna Símonar­dóttir móðir þeirra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“

„Ég hef náð öllu því sem ég vildi úr ferlinum," segir ný­krýndi Ís­lands­meistarinn með Breiða­bliki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá Íslandsmeistaraliðinu. Arnór er sáttur í eigin skinni með ákvörðunina og reiðubúinn til þess að gefa allt sem hann á í nýja starfið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ó­keypis stúku­sæti

Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Lang­besta liðið í þessari deild“

„Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 

Íslenski boltinn