Hvað hefur komið mest á óvart í vetur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 23:00 Tekst Evrópubúunum að koma Dallas aftur í hæstu hæðir? EPA-EFE/Jose Mendez Yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni verður alltaf minnst fyrir ótímabært andlát Kobe Bryant og kórónufaraldursins. Ef við horfum fram hjá því, hvað hefur komið mest á óvart í vetur? Gott gengi Los Angeles Lakers? Eftir meiðsli LeBron James á síðustu leiktíð og enn eitt vonbrigða tímabilið í Los Angeles, allavega Lakers megin, þá voru efasemdarmenn komnir á stjá. Var talið að LeBron yrði ekki samur eftir meiðslin og svo var óvíst hversu mikil áhrif Anthony Davis myndi hafa eftir komu hans frá New Orleans Pelicans. Þær efasemdir voru fljótlega á bak og burt. LeBron hefur spilað eins og hann gerir best og Davis hefur spilað sitt hlutverk nær fullkomlega. Anthony Davis will block out the Sun. #BestOfLakersSuns pic.twitter.com/INvfhZJUSB— Los Angeles Lakers (@Lakers) April 30, 2020 Þá hafa ótrúlegustu menn stigið upp í kjölfarið og er virðist til að mynda sem Dwight Howard hafi fundið Súperman-skikkjuna sína sem virtist týnd og tröllum gefin. Innkoma Zion? Innkomu Zion Williamson var beðið með eftirvæntingu en hann meiddist skömmu áður en leiktíðin hófst. Hann var svo lengur frá en reiknað var með og missti af 45 leikjum. Héldu því sumir spekingar að NBA ferill hans myndi fara rólega af stað. Svo var aldeilis ekki og var hann ein helsta ástæða þess að Pelicans virtust allt í einu eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina áður en deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Þegar deildin fer aftur af stað er talið að Pelicans munu þó takmarka mínútur hans á vellinum til að forðast önnur meiðsli. Sama þó það kosti þá sæti í úrslitaeppninni. Í þeim 19 leikjum sem Zion hefur spilað þá hefur hann skorað 23.6 stig að meðaltali, tekið 6.8 fráköst og gefið 2.2. stoðsendingar. Zion is a different breed. NBA rookies try to find a way to describe Zion Williamson in this week s @kia feature. pic.twitter.com/W8WUMkjhhk— NBA TV (@NBATV) January 21, 2020 Toronto Raptors án Kawhi? Eftir Kawhi Leonard leikritið var reiknað með því að ríkjandi meistarar myndu eiga erfitt uppdráttar í vetur. Það var svo sem ekki fyrirséð að þeir myndu vera að skrapa botninn á Austurdeildinni en gengi þeirra hefur komið flestum á óvart. Sem stendur sitja þeir í 2. sæti Austurdeildar með 46 sigra og 18 töp. Aðeins Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers geta boðið upp á betri tölfræði en það. Pascal Siakam hefur verið þeirra helsti skorari í vetur með að meðaltali 23.6 stig í leik. Þá er Kyle Lowry að eiga hörkutímabil en hann er með 19.7 stig og 7.7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Evrópuævintýri í Dallas? Það er eitthvað við það að sjá leikmenn frá Evrópu standa sig vel í NBA. Dirk Nowitzki var auðvitað Herra Dallas í fleiri ár en það stefnir í að hans met verði þurrkuð út ef Luka Dončić heldur áfram að spila eins og hann hefur gert. Dončić er á sínu öðru tímabili í NBA og var hann ljósi punkturinn í annars slöku tímabili Dallas Mavericks á síðustu leiktíð. Gengi liðsins í ár er allt annað og er liðið sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 40 sigra og 27 töp. Þá er Dončić ekki eini Evrópubúinn sem er að gera það gott í Dallas en Kristaps Porziņģis kom til liðsins frá New York Knicks fyrir leiktíðina. Hann hefur náð sér af meiðslum og saman gætu Slóveninn og Lettinn orðið að einhverju magnaðsta tvíeyki í sögu Dallas. Dončićer með 28.7 stig og 8.7 stoðsendingar að meðaltali í leik á meðan Porziņģis er með 19.2 stig að meðaltali í leik, 9.5 fráköst og 2.1 blokk. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sum NBA lið geta hafið æfingar 1.maí Algjört æfingabann hefur verið í NBA deildinni síðan að keppni í deildinni var hætt vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins en nú horfir til bjartari tíma. 26. apríl 2020 15:45 Á undan Shaq var íslenski Shaq Einn af strákunum í NBA-þættinum The Starters rifjaði það upp hvaða leikmaður lék í treyju númer 34 hjá Los Angeles Lakers áður en Shaquille O'Neal klæddist henni sem leikmaður Lakers. 27. apríl 2020 12:00 LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er LeBron James, einn merkasti íþróttamaður samtímans, svarar spurningum stuðningsmanna á meðan NBA-deildin er í pásu. Með hvaða liði myndi hann aldrei spila, uppáhalds knattspyrnumaður og fleira. 21. mars 2020 10:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni verður alltaf minnst fyrir ótímabært andlát Kobe Bryant og kórónufaraldursins. Ef við horfum fram hjá því, hvað hefur komið mest á óvart í vetur? Gott gengi Los Angeles Lakers? Eftir meiðsli LeBron James á síðustu leiktíð og enn eitt vonbrigða tímabilið í Los Angeles, allavega Lakers megin, þá voru efasemdarmenn komnir á stjá. Var talið að LeBron yrði ekki samur eftir meiðslin og svo var óvíst hversu mikil áhrif Anthony Davis myndi hafa eftir komu hans frá New Orleans Pelicans. Þær efasemdir voru fljótlega á bak og burt. LeBron hefur spilað eins og hann gerir best og Davis hefur spilað sitt hlutverk nær fullkomlega. Anthony Davis will block out the Sun. #BestOfLakersSuns pic.twitter.com/INvfhZJUSB— Los Angeles Lakers (@Lakers) April 30, 2020 Þá hafa ótrúlegustu menn stigið upp í kjölfarið og er virðist til að mynda sem Dwight Howard hafi fundið Súperman-skikkjuna sína sem virtist týnd og tröllum gefin. Innkoma Zion? Innkomu Zion Williamson var beðið með eftirvæntingu en hann meiddist skömmu áður en leiktíðin hófst. Hann var svo lengur frá en reiknað var með og missti af 45 leikjum. Héldu því sumir spekingar að NBA ferill hans myndi fara rólega af stað. Svo var aldeilis ekki og var hann ein helsta ástæða þess að Pelicans virtust allt í einu eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina áður en deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Þegar deildin fer aftur af stað er talið að Pelicans munu þó takmarka mínútur hans á vellinum til að forðast önnur meiðsli. Sama þó það kosti þá sæti í úrslitaeppninni. Í þeim 19 leikjum sem Zion hefur spilað þá hefur hann skorað 23.6 stig að meðaltali, tekið 6.8 fráköst og gefið 2.2. stoðsendingar. Zion is a different breed. NBA rookies try to find a way to describe Zion Williamson in this week s @kia feature. pic.twitter.com/W8WUMkjhhk— NBA TV (@NBATV) January 21, 2020 Toronto Raptors án Kawhi? Eftir Kawhi Leonard leikritið var reiknað með því að ríkjandi meistarar myndu eiga erfitt uppdráttar í vetur. Það var svo sem ekki fyrirséð að þeir myndu vera að skrapa botninn á Austurdeildinni en gengi þeirra hefur komið flestum á óvart. Sem stendur sitja þeir í 2. sæti Austurdeildar með 46 sigra og 18 töp. Aðeins Milwaukee Bucks og Los Angeles Lakers geta boðið upp á betri tölfræði en það. Pascal Siakam hefur verið þeirra helsti skorari í vetur með að meðaltali 23.6 stig í leik. Þá er Kyle Lowry að eiga hörkutímabil en hann er með 19.7 stig og 7.7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Evrópuævintýri í Dallas? Það er eitthvað við það að sjá leikmenn frá Evrópu standa sig vel í NBA. Dirk Nowitzki var auðvitað Herra Dallas í fleiri ár en það stefnir í að hans met verði þurrkuð út ef Luka Dončić heldur áfram að spila eins og hann hefur gert. Dončić er á sínu öðru tímabili í NBA og var hann ljósi punkturinn í annars slöku tímabili Dallas Mavericks á síðustu leiktíð. Gengi liðsins í ár er allt annað og er liðið sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 40 sigra og 27 töp. Þá er Dončić ekki eini Evrópubúinn sem er að gera það gott í Dallas en Kristaps Porziņģis kom til liðsins frá New York Knicks fyrir leiktíðina. Hann hefur náð sér af meiðslum og saman gætu Slóveninn og Lettinn orðið að einhverju magnaðsta tvíeyki í sögu Dallas. Dončićer með 28.7 stig og 8.7 stoðsendingar að meðaltali í leik á meðan Porziņģis er með 19.2 stig að meðaltali í leik, 9.5 fráköst og 2.1 blokk.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sum NBA lið geta hafið æfingar 1.maí Algjört æfingabann hefur verið í NBA deildinni síðan að keppni í deildinni var hætt vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins en nú horfir til bjartari tíma. 26. apríl 2020 15:45 Á undan Shaq var íslenski Shaq Einn af strákunum í NBA-þættinum The Starters rifjaði það upp hvaða leikmaður lék í treyju númer 34 hjá Los Angeles Lakers áður en Shaquille O'Neal klæddist henni sem leikmaður Lakers. 27. apríl 2020 12:00 LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er LeBron James, einn merkasti íþróttamaður samtímans, svarar spurningum stuðningsmanna á meðan NBA-deildin er í pásu. Með hvaða liði myndi hann aldrei spila, uppáhalds knattspyrnumaður og fleira. 21. mars 2020 10:45 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Sum NBA lið geta hafið æfingar 1.maí Algjört æfingabann hefur verið í NBA deildinni síðan að keppni í deildinni var hætt vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins en nú horfir til bjartari tíma. 26. apríl 2020 15:45
Á undan Shaq var íslenski Shaq Einn af strákunum í NBA-þættinum The Starters rifjaði það upp hvaða leikmaður lék í treyju númer 34 hjá Los Angeles Lakers áður en Shaquille O'Neal klæddist henni sem leikmaður Lakers. 27. apríl 2020 12:00
LeBron vill vera hluti af Lakers það sem eftir er LeBron James, einn merkasti íþróttamaður samtímans, svarar spurningum stuðningsmanna á meðan NBA-deildin er í pásu. Með hvaða liði myndi hann aldrei spila, uppáhalds knattspyrnumaður og fleira. 21. mars 2020 10:45