Jordan aðeins í fjórða sæti á lista Isiah Thomas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 11:00 Michael Jordan með bikarinn eftir að hann vann loksins NBA-deildina árið 1991. Getty/Ken Levine Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Isiah Thomas er ekki sammála þeim sem segja að Michael Jordan sé besti körfuboltamaður sögunnar. Reyndar er Jordan langt frá toppsætinu á lista Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti inn á körfuboltavellinum. Isiah Thomas og Michael Jordan hafa aldrei verið miklir vinir og þetta slæma samband þeirra hefur vissulega haft mikil áhrif á feril Thomas. Isiah Thomas og félagar í Detriot Pistons urðu NBA-meistarar árin 1989 og 1990. Þeir stoppuðu Jordan og Chicago Bulls liðið í úrslitakeppninni þrjú ár í röð frá 1988 til 1990. Isiah Thomas explains why he was surprised Michael Jordan called him 'a-hole' and how Pistons defined that eraby @sportsreiterhttps://t.co/V9lWoR5kAl pic.twitter.com/n5RlRGCGjT— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Detroit Pistons liðið spilaði mjög gróft og báru stoltir gælunafnið „Slæmu strákarnir“ sem um leið gerði þá mjög óvinsæla annars staðar en í Detriot. Sá sem fékk einna mest að finna fyrir tuddaskap Detroit Pistons liðsins var einmitt Michael Jordan sem á þessum árum var orðinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Leikmenn Detroit Pistons börðu hans eins og harðfisk þegar hann kom inn í teig og bjuggu til sérstakar Jordan-reglur til að vinna sameiginlega að því að gera líf Jordan óbærilegt í leikum liðsins. Isiah Thomas says he got 'hit and punished' more than Michael Jordan, or anyone else for that matterhttps://t.co/r7ELWxcFcO pic.twitter.com/dhuhWrvdHD— CBS Sports NBA (@CBSSportsNBA) April 27, 2020 Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls náðu loksins að hafa betur vorið 1991 og þá sópuðu þeir Detriot liðinu út úr úrslitakeppninni 4-0. Framkoma leikmanna Detroit Pistons í leikslok þótti mjög ómerkilegt en Isiah Thomas og félagar yfirgáfu þá völlinn áður en leiktíminn rann út og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir einvígið. Skömmu síðar var valið draumaliðið til að keppa á ÓL í Barcelona og þar var enginn Isiah Thomas þó að hann hafi vissulega verið einn af bestu leikmönnum NBA á þeim tíma. Michael Jordan og Scottie Pippen vildu ekki hafa Isiah Thomas í liðinu og höfðu það í gegn. Michael Jordan er ekki búinn að fyrirgefa Isiah Thomas eða hinum slæmu strákunum í liði Detroit Pistons á níunda og tíunda áratugnum. Það mátti sjá í heimildarþáttunum um „The Last Dance“ þar sem hann kallaði Isiah meira að segja hálfvita. #Pistons legend Isiah Thomas is still very hurt by his Dream Team snub, and he's disappointed by the fact it may have happened because of the walk-off after losing to the #Bulls in 1991.https://t.co/b0YJDqwgL5— ClutchPoints NBA (@ClutchPointsNBA) April 27, 2020 Það eru liðin 29 ár frá þessu kvöldi þegar Isiah Thomas og félagar yfirgáfu salinn áður en leiknum lauk. Jordan mun líklega aldrei taka slæmu strákana í sátt. Það virðist líka vera ljóst að Isiah Thomas er mjög sár yfir þessu og það sést ekki síst á lista hans yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA-deildinni. Bill Reiter á CBS Sports fékk Isiah Thomas til að velja fimm bestu leikmenn sem hann spilaði á móti NBA. Michael Jordan verður þar að sætta sig við fjórða sæti listans þrátt fyrir að vera af flestum talinn vera besti leikmaður allra tíma. Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
Listi Isiah Thomas yfir bestu leikmenn sem hann mætti í NBA: 1. Kareem Abdul-Jabbar 2. Larry Bird 3. Magic Johnson 4. Michael Jordan 5. Dr J
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira