Ingi Þór orðinn þjálfari KR-inga á ný: Fjögurra ára samningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2018 12:00 Ingi Þór Steinþórsson. vísir/eyþór Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson var í hádeginu kynntur sem nýr þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta en hann tekur við KR-liðinu af Finn Frey Stefánssyni sem hefur gert KR að Íslandsmeisturum undanfarin fimm ár. KR-ingar héldu blaðamannafundinn sinn í húsakynnum Alvogen í Vatnsmýrinni. Ingi Þór skrifaði þar undir fjögurra ára samning. KR-ingar ráða því uppalinn í KR-ing í starfið enn á ný en það hafa þeir gert í síðustu fimm ráðningum sínum og allir þjálfarar KR á þessari öld nema einn, Herbert Arnarson (2004-2006), hafa verið uppaldir hjá KR. Þetta eru líka fyrstu jákvæðu fréttirnar af fimmföldum meisturum KR í sumar en liðið hefur misst tvo lykilmenn (Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson) og þjálfara (Finnur Freyr Stefánsson) eftir að fimmti titilinn í röð var í höfn. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari karlalið KR á árunum 1999 til 2004 en hefur þjálfað lið Snæfells í Stykkishólmi frá árinu 2009. Ingi Þór er uppalinn KR-ingur og hefur starfað mikið fyrir félagið í gegnum tíðina. Hann mun einnig taka við sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins en því starfi gengdi hann einnig á sínum tíma. Ingi Þór gerði karlalið KR að Íslandsmeisturum vorið 2000 og Vesturbæjarliðið komst tvisvar í bikarúrslitaleikinn undir hans stjórn eða árin 2000 og 2002. Ingi Þór var einnig aðstoðarþjálfari Benedikts Guðmundssonar þegar KR vann Íslandsmeistaratitilinn vorið 2009. Snæfelli missir þarna bæði þjálfara karla- og kvennaliðs félagsins á einu bretti en Snæfell varð fjórum sinnum Íslandsmeistari undir stjórn Inga, kvennaliðið vann þrjú ár í röð frá 2014 til 2016 og karlaliðið strax á hans fyrsta ári. KR-liðið vann 72 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Inga Þórs frá 1999 til 2004 og 14 af 28 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Liðið fór í úrslitakeppnina öll fimm tímabilin, vann titilinn einu sinni, komst tvisvar í undanúrslit en datt síðustu tvö tímabilin út í átta liða úrslitunum. Finnur Freyr Stefánsson (91 sigur) er eini þjálfari KR sem hefur unnið fleiri deildarleiki í sögu úrvalsdeildar karla (1978-2018) sem þjálfari KR en Ingi Þór er þar jafn Benedikti Guðmundssyni með 72 sigra. Inga Þór vantar fjórtán sigra til að vinna 100 leiki á Íslandsmóti sem þjálfari KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira