Finnur Freyr hættur hjá KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 08:37 Finnur Freyr getur stigið sáttur frá borði. vísir/bára Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Fimmfaldir Íslandsmeistarar KR eru mjög óvænt í þjálfaraleit þar sem að Finnur Freyr Stefánsson er hættur að þjálfa liðið. Hann er búinn að gera liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. „Við funduðum í gær og hann tilkynnti mér þá að hann væri hættur,“ segir Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR. Finnur Freyr hefur náð lygilegum árangri með KR-liðið síðustu fimm ár og þau hafa eflaust tekið á. Það hafa verið orðrómar um að erlend félög hafi verið að bera víurnar í Finn en það er allt óstaðfest. Árangur hans hefur þó örugglega ekki farið fram hjá erlendum félögum enda einstakur árangur. Böðvar segir að það sé alls óljóst hver taki við liðinu af Finni. Það verði farið strax í þá vinnu að finna arftaka Finns og vonandi gangi sú vinna hratt fyrir sig. Hann segir að KR muni skoða íslenska sem erlenda þjálfara. „En við í körfuknattleiksdeildinni þökkum Finni fyrir öll hans frábæru störf fyrir félagið. Hann er búinn að vera hjá okkur síðan 1999 sem er magnað. Við óskum honum alls hins besta í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Böðvar.Einstakur árangur Finnur Freyr gerði KR fimm sinnum að Íslandsmeisturum eins og áður segir og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Hann er ásamt Keflvíkingnum Sigurði Ingimundarsyni sá sem hefur gert lið oftast að Íslandsmeisturum í úrslitakeppni. Undir stjórn Finns tapaði KR ekki einvígi í úrslitakeppni (15-0) og komst fjórum sinnum alla leið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni. Liðið vann ennfremur fjóra deildarmeistaratitla og Fyrirtækjabikar KKÍ einu sinni. KR hefur verið í síðustu níu úrslitaeinvígum eða úrslitaleikjum um tvo stærstu titlana á Íslandi (Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn) eða öllum úrslitum síðan að liðið missti af bikarúrslitaleiknum á fyrsta ári Finns með liðið. Finnur Freyr vann alls 12 titla á þessum fimm tímabilum sínum með KR-liðið. KR vann alls 91 af 110 deildarleikjum sínum undir stjórn Finns (83 prósent) og 45 af 59 leikjum sínum í úrslitakeppni (76 prósent). Enginn þjálfari KR hefur unnið fleiri leiki í deildarkeppni úrvalsdeildar karla og Finnur hefur auk þess unnið 27 fleiri leiki í úrslitakeppni en sá KR-þjálfari sem kemur í öðru sæti á eftir honum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12 Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31 Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Finnur Freyr: Ég var hættur að njóta körfuboltans "Mér fannst vera kominn tími á mig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson sem í gær ákvað að stíga frá borði sem þjálfari KR eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum fimm ár í röð. 5. júní 2018 09:12
Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. 28. apríl 2018 23:31
Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar KR er fimmfaldur Íslandsmeistari eftir öruggan sigur á Tindastól í fjórða leik úrslitarimmunnar í Domino's deild karla. KR vann einvígið samanlagt 3-1. 28. apríl 2018 23:15