Brynjar um keppnina í Dominos-deildinni: „Erum mest að keppa við okkur sjálfa“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, segir að mesta áskorun KR í Dominos-deild karla séu þeir sjálfir. Hann segir að andlegi þátturinn spili þar mest inn í. Ástæðan fyrir að hann hætti í landsliðinu hafi verið að hann hafi einfaldlega fengið nóg. „Þetta var slæm helgi, erfiðir leikir og ég veit ekki hvar við stöndum. Fyrir viku var fólk að tala um að við værum mættir aftir en svo töpum við fyrir Keflavík og Haukum. Þá erum við aftur orðnir lélegir,” sagði Brynjar í samtali við Akraborgina aðspurður út í taphelgi KR um síðastliðna helgi. „Við erum að keppa við okkur sjálfa. Erfiða við þetta er að halda sér gangandi og halda sér mótiveruðum. Þetta er andlegi parturinn. Við erum í raun að keppa við okkur sjálfa. Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að vinna fjögur ár í röð og keppa um þann fimmta.” „Það var erfitt í fyrra og það er enn erfiðara í ár. Það er þreyta, öll hin liðin eru orðin það, körfuknattleikshreyfingin er þreytt á að KR sé í úrslitum. Það vilja fleiri komast að og þegar það er verið að tala um úrslitaleiki í deildinni eins og gegn Haukum, tilfinningin mín var eins og ég væri að spila æfingarleik í september,” sagði þriggja stiga skyttan magnaða. „Ég fann ekki fyrir neinni spennu. Ég fór að taka þetta aðeins lengra. Hvað er KR-liðið búið að spila marga úrslitaleiki síðustu ár? Það eru á þriðja tug úrslitaleikja, með úrslitakeppni, bikarhelgi og svokölluðum úrslitaleikjum í deildinni. Einhvern tímann gefur hausinn undan.” Brynjar gaf það út á dögunum að hann væri hættur í landsliðinu. Aðspurður um afhverju hann hafði tekið þessa ákvörðun svaraði Brynjar: „Ástríðan minnkaði. Í sumar var hún til staðar og núna í nóvember var ég veikur fyrri hlutann og kom svo inn í þetta. Ég fann að ég nennti þessu ekki jafn mikið. Þú ert ekkert að fá borgað fyrir að vera í landsliðinu. Maður er að gefa tímann sinn og maður er að fórna miklum tíma í þetta, sérstaklega yfir sumarið.” „Mér fannst þetta verið komið gott og ég hef ekki verið í stóru hlutverki í landsliðinu. Ég hef verið í ákveðinni rullu og hef vonandi leyst hana mjög vel. Ég hef verið í erfiðu hlutverki, sitjandi í bekknum í 30 mínútur og svo inná í tíu sekúndur. Það er erfitt að halda sér gangandi þannig til lengri tíma,” sagði Brynjar. Allt innslagið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45 Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 91-89 | Haukar einir á toppnum eftir sigur á KR Haukar sitja einir á toppi Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir tveggja stiga sigur á KR í kvöld. Haukar leiddu með 18 stigum fyrir síðasta leikhlutann en KR átti góða endurkomu en náðu aldrei að jafna. 18. febrúar 2018 22:45
Brynjar hættur í landsliðinu Brynjar Þór Björnsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. 20. febrúar 2018 15:58