Frábært fyrir Anítu að setja met á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2015 08:00 Aníta á fullri ferð í Prag í gær. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins á EM í Prag með sannfærandi hætti en hún bætti þá bæði Íslandsmetið og Evrópumet unglinga í greininni. „Ég er virkilega ánægður með þetta hlaup hjá henni og það var algjörlega eins og við plönuðum. Við erum búin að fá mikið af hamingjuóskum hérna frá bæði þjálfurum og fólki frá öðrum þjóðum,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, um hlaupið. Aníta bætti þarna 26 daga gamalt met sitt. „Það var hugmyndin að vera á svipuðum millitímum og í hlaupinu heima þar sem hún vann keppnislaust. Hún var í móti í Birmingham fyrir tveimur vikum þar sem þrjár fóru fram úr henni á síðustu 150 metrunum. Munur á þessu hlaupi og því var að núna var hún mjög ákveðin þegar það voru 150 metrar eftir,“ sagði Gunnar Páll. Aníta talaði um það við Gunnar eftir hlaupið að hún hefði séð á skjánum að sú sem var í þriðja sæti var ekkert að fara að ógna henni en tvær efstu komust beint áfram. „Það skipti engu máli þótt sú rússneska færi fram úr henni enda snérist þetta um að taka ekki of mikið á því í restina,“ sagði Gunnar Páll. „Hennar tilfinning var mjög góð og hún hélt fyrst sjálf að þetta hefði ekki verið met. Henni fannst þetta ekki vera það mikil keyrsla hjá sér og það var kannski af því að hún slakaði aðeins á í lokin,“ segir Gunnar. Aníta leiddi allt hlaupið en missti hina rússnesku Yekaterinu Poistogovu fram úr sér í lokin. Sú rússneska var með besta tímann í undanrásunum. „Það var flott að sjá þær saman því þetta er besti Rússinn hérna og sú sem var á verðlaunapalli á síðustu Ólympíuleikum,“ segir Gunnar Páll en Poistogova vann brons á ÓL 2012.Þéttari pakki í dag „Aníta keyrði sig ekkert út í þessu hlaupi en þetta verður auðvitað ennþá taktískara í undanúrslitunum og ennþá fleiri á svipuðum stað og hún. Það verður því aðeins þéttari pakki á morgun (í dag),“ segir Gunnar Páll. Aníta var þarna að setja sitt sjötta Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss og þetta er í þriðja sinn sem hún bætir Evrópumetið hjá 19 ára og yngri innanhúss. Hin fimm Íslandsmetin hafði Aníta sett á íslenskum hlaupabrautum en nú sló hún sitt fyrsta Íslandsmet á stórmóti fullorðinna. „Það var mjög skemmtilegt fyrir hana að ná að setja met á stórmóti og það er náttúrulega allt annað. Það er mjög sterkt,“ segir Gunnar Páll. Frábær frammistaða Anítu Hinriksdóttur í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í gær gefur góð fyrirheit fyrir undanúrslitin sem fara fram í dag. „Það verður erfiðara að ná hlaupi sem þú planar því þetta er þéttari pakki og meiri barátta. Hún þarf að passa sig á því að lenda ekki í miklum stimpingum eða að lokist inni,“ segir Gunnar Páll. Þrjár fyrstu í hvorum undanúrslitariðli komast áfram í úrslitahlaupið á sunnudaginn. Gunnar Páll vonast til að Bretinn Jenny Meadows, sú sigurstranglegasta á mótinu, verði með Anítu í riðli í undanúrslitunum. „Hún keyrir alltaf vel upp og þá myndi Aníta reyna að fara með henni. Meadows vill fara fremst eins og Aníta. Við myndum gjarnan vilja vera í riðli með henni,“ sagði Gunnar Páll. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna. 6. mars 2015 13:45 Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum. 6. mars 2015 07:45 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum 800 metra hlaupsins á EM í Prag með sannfærandi hætti en hún bætti þá bæði Íslandsmetið og Evrópumet unglinga í greininni. „Ég er virkilega ánægður með þetta hlaup hjá henni og það var algjörlega eins og við plönuðum. Við erum búin að fá mikið af hamingjuóskum hérna frá bæði þjálfurum og fólki frá öðrum þjóðum,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, um hlaupið. Aníta bætti þarna 26 daga gamalt met sitt. „Það var hugmyndin að vera á svipuðum millitímum og í hlaupinu heima þar sem hún vann keppnislaust. Hún var í móti í Birmingham fyrir tveimur vikum þar sem þrjár fóru fram úr henni á síðustu 150 metrunum. Munur á þessu hlaupi og því var að núna var hún mjög ákveðin þegar það voru 150 metrar eftir,“ sagði Gunnar Páll. Aníta talaði um það við Gunnar eftir hlaupið að hún hefði séð á skjánum að sú sem var í þriðja sæti var ekkert að fara að ógna henni en tvær efstu komust beint áfram. „Það skipti engu máli þótt sú rússneska færi fram úr henni enda snérist þetta um að taka ekki of mikið á því í restina,“ sagði Gunnar Páll. „Hennar tilfinning var mjög góð og hún hélt fyrst sjálf að þetta hefði ekki verið met. Henni fannst þetta ekki vera það mikil keyrsla hjá sér og það var kannski af því að hún slakaði aðeins á í lokin,“ segir Gunnar. Aníta leiddi allt hlaupið en missti hina rússnesku Yekaterinu Poistogovu fram úr sér í lokin. Sú rússneska var með besta tímann í undanrásunum. „Það var flott að sjá þær saman því þetta er besti Rússinn hérna og sú sem var á verðlaunapalli á síðustu Ólympíuleikum,“ segir Gunnar Páll en Poistogova vann brons á ÓL 2012.Þéttari pakki í dag „Aníta keyrði sig ekkert út í þessu hlaupi en þetta verður auðvitað ennþá taktískara í undanúrslitunum og ennþá fleiri á svipuðum stað og hún. Það verður því aðeins þéttari pakki á morgun (í dag),“ segir Gunnar Páll. Aníta var þarna að setja sitt sjötta Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna innanhúss og þetta er í þriðja sinn sem hún bætir Evrópumetið hjá 19 ára og yngri innanhúss. Hin fimm Íslandsmetin hafði Aníta sett á íslenskum hlaupabrautum en nú sló hún sitt fyrsta Íslandsmet á stórmóti fullorðinna. „Það var mjög skemmtilegt fyrir hana að ná að setja met á stórmóti og það er náttúrulega allt annað. Það er mjög sterkt,“ segir Gunnar Páll. Frábær frammistaða Anítu Hinriksdóttur í undanrásum 800 metra hlaups kvenna í gær gefur góð fyrirheit fyrir undanúrslitin sem fara fram í dag. „Það verður erfiðara að ná hlaupi sem þú planar því þetta er þéttari pakki og meiri barátta. Hún þarf að passa sig á því að lenda ekki í miklum stimpingum eða að lokist inni,“ segir Gunnar Páll. Þrjár fyrstu í hvorum undanúrslitariðli komast áfram í úrslitahlaupið á sunnudaginn. Gunnar Páll vonast til að Bretinn Jenny Meadows, sú sigurstranglegasta á mótinu, verði með Anítu í riðli í undanúrslitunum. „Hún keyrir alltaf vel upp og þá myndi Aníta reyna að fara með henni. Meadows vill fara fremst eins og Aníta. Við myndum gjarnan vilja vera í riðli með henni,“ sagði Gunnar Páll.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna. 6. mars 2015 13:45 Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum. 6. mars 2015 07:45 Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11 Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45 Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Sjá meira
Aníta: Ég vil ná gullinu eins og allar stelpurnar hér Aníta Hinriksdóttir var tekin í viðtal fyrir heimasíðu evrópska frjálsíþróttasambandsins eftir að íslenska hlaupadrottningin tryggði sér sæti í undanúrslitunum með mjög flottu hlaupi í undanrásum 800 metra hlaups kvenna. 6. mars 2015 13:45
Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum. 6. mars 2015 07:45
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag. 6. mars 2015 13:11
Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. 6. mars 2015 11:45
Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga. 6. mars 2015 11:24