Einar um lyfjahneykslið: „Þetta er dapurt og sorglegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2015 10:30 Einar Vilhjálmsson er margverðlaunaður spjótkastari. vísir/gva „Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
„Fréttirnar eru daprar en þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Einar Vilhjálmsson, formaður Frjálsíþróttsambands Íslands og fyrrverandi afreksmaður í frjálsum, við Vísi um lyfjahneykslið í Rússlandi sem skekur frjálsíþróttaheiminn. Rússar eru ásakaðir í nýrri skýrslu, sem gerð er af Alþjóðalyfjaeftirlitinu, að hafa kerfisbundið dælt lyfjum í íþróttamenn sína og sjálfir svo hylmt yfir glæpina með aðstoð æðstu manna Alþjóðafrjálsíþróttsambandsins.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg „Þarna gerir mennskan vart við sig í sinni ódrengilegustu mynd og sýnir hvar mannskepnan er í raun stödd í sínu þróunarferli. Ég tek þetta ekkert til mín sem frjálsíþróttamanns heldur er þetta bara mennskan og sýnir hvernig maðurinn getur verið breyskur. Þetta er dapurt og sorglegt,“ segir Einar.Mariya Savinova fagnar sigri í 800m hlaupi á ÓL í London 2012.vísir/gettyMenn eiga að berjast um ábyrðarstöður Einar segir gott að vita til þess að eftirlitskerfið sé að minnsta kosti það gott innan frjálsíþróttanna að sannleikurinn komi í ljós fyrr en seinna. Hann vill þó að bætt verði í eftirlitið fyrst svona risamál er komið upp. „Þetta slær mann því þetta er inn í því umhverfi sem maður er sjálfur að berjast fyrir og hlúa að með ungu fólki. Þetta er ekkert nýtt undir sólinni en svona tilfelli kallar á viðbrögð og vinnubrögð með skilvirkari hætti en áður,“ segir Einar.Sjá einnig:Jónas vill ekki setja Rússa í bann Senegalinn Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, er sakaður um að hafa hylmt yfir með Rússunum og þegið mútugreiðslur fyrir. Hann var handtekinn í Frakklandi í síðustu viku en sleppt gegn tryggingu. Hann lét af forsetaembættinu á þessu ári þegar Bretinn Lord Sebastian Coe var kosinn til starfa. „Eitt af því sem Alþjóðasambandið gerði nýtt á þessu ári var að láta kjósa um þjónustuhlutverk innan hreyfingarinnar sem var í fyrsta sinn í sögunni. Þetta minnir á að gott er að láta lýðræðið njóta sín,“ segir Einar. „Það er gott að láta menn berjast um ábyrgðarstöður en færa þær ekki á milli tengslanets sem hugsanlega getur farið út í allar áttir,“ segir Einar Vilhjálmsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15 Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
Rússar rændu mig minni stærstu stund Rússar hafa fram á mánudag til að svara ásökunum í svartri skýrslu sem birt var í dag. 9. nóvember 2015 19:15
Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Frjálsíþróttaheimurinn er á öðrum endanum eftir svarta skýrslu sem birt var í gær. 10. nóvember 2015 18:11