Ísland náði í fimm gull | Hafdís með yfirburði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2015 17:30 Hafdís Sigurðardóttir sópaði að sér verðlaunum á Smáþjóðaleikunum. vísir/andri marinó Lokadagur frjálsíþróttakeppninnar á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og var árangur Íslands góður eins og fyrri dagana. Alls unnu íslensku keppendurnir fimm gullverðlaun. Hafdís Sigurðardóttir er án nokkurs vafa drottning frjálsíþróttakeppninnar en hún vann alls sex verðlaun á leikunum, þar af fern gullverðlaun - í langstökki, þrístökki, 4x100 m boðhlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Þá fékk hún silfur í 100 og 200 m hlaupum. Hafdís vann gull í þrístökki í dag þrátt fyrir að hafa sleppt síðasta stökkinu þar sem að 4x100 m boðhlaupið var að hefjast á sama tíma. Það kom ekki að sök. Guðmundur Sverrisson vann öruggan sigur í spjótkasti karla með kasti upp á 74,38 m. Hann var þó nokkuð frá sínu besta en stefnir að því að ná lágmarkinu fyrir HM í sumar, sem er 82,00 m. Ísland vann svo þrenn gullverðlaun í boðhlaupum í dag og ein silfurverðlaun. Þá vann Þorsteinn Ingvarsson silfur í þrístökki og Kári Steinn Karlsson silfur í 10.000 m hlaupi. Fylgst var með keppninni í beinni lýsingu á Vísi hér í dag en lýsinguna má lesa hér fyrir neðan.Verðlaun Íslands í dag:Gull: Guðmundur Sverrisson, spjótkast karla Hafdís Sigurðardóttir, þrístökk Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi kvenna (Guðrún, Arna, Hafdís, Hrafnhild) Sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi karla (Ívar Kristinn, Einar Daði, Kolbeinn Höður, Trausti) Sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi kvenna (Arna, Þórdís, Aníta, Hafdís)Silfur: Hafdís Sigurðardóttir, 200 m Þorsteinn Ingvarsson, þrístökk Kári Steinn Karlsson, 10000 m Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi karla (Juan Ramos Kolbeinn, Ívar, Ari Bragi)Brons: Örn Davíðsson, spjókast Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, 200 m Arnar Pétursson, 10000 m Irma Gunnarsdóttir, kúluvarpBein lýsing úr Laugardalnum17.26 Öruggur sigur Íslands í 4x400 m boðhlaupi kvenna. Aníta, sem hljóp þriðja sprettinn, náði ótrúlegri forystu fyrir Hafdísi sem kláraði síðasta sprettinn af öryggi. Ísland leiddi þó nánast allan tímann en Kýpur náði rétt svo að halda í við Þórdísi Evu í fyrsta sprettinum. Frábærum degi lokið hjá Íslandi, gott að klára þetta á gulli. Tími Íslands var 3:44,31 mínúta og tókst því ekki að bæta Íslandsmetið.17.07 Aðeins ein grein eftir og það er 4x400 m boðhlaup kvenna. Þar erum við með frábæra sveit - Arna Stefanía, Þórdís Eva, Aníta Hinriks og Hafdís. Þvílík sveit. Gætu vel ógnað Íslandsmetinu sem er 3:38,96 mínútur frá árinu 1996. Þar voru kempur eins og Guðrún Arnardóttir og Sunna Gestsdóttir.17.03 Ísland vann annað gull, nú í 4x400 m boðhlaupi karla. Frábært hlaup hjá okkar mönnum. Trausti Stefánsson átti síðasta sprettinn og hélt Kýpverjanum í skefjum. Kolbeinn Höður Gunnarsson, Einar Daði Lárusson og Ívar Kristinn Jasonarson höfðu átt góða spretti þar á undan. Vel gert hjá okkar mönnum.16.47 Öruggur sigur íslensku sveitarinnar í 4x100 m boðhlaupi kvenna. Hrafnhild Eir, sem hljóp síðasta sprettinn, var langt á undan næsta manni. Guðrún Bjarkadóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir voru í sveit Íslands.16.40 Hafdís Sigurðardóttir var að vinna gull í þrístökki með stökki upp á 12,49 m. Hún sleppti síðasta stökkinu sínu til að taka þátt í 4x100 m boðhlaupi kvenna sem er nú að hefjast. Það kom þó ekki að sök. Frábært mót hjá Hafdísi. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð sjöunda með 10,83 m.16.35 Ísland var að vinna silfur í 4x100 m boðhlaupi karla. Ari Bragi Kárason hljóp síðasta sprettinn og veitti Kýpverjum harða samkeppni. Kýpur vann þó gull á lokum á 41,94 sek. Ísland hljóp á 42,01 sek og náði ekki að setja nýtt Íslandsmet í greininni.16.28 Irma Gunnarsdóttir vann brons í kúluvarpi kvenna með 12,21 m. Hún á best 12,75 m. Ásgerður Jana Ágústsdóttir var fjórða með 11,30 m og náði sér ekki á strik í dag. Lúxemborg fékk gull og silfur í greininni en besta kast dagsins átti Stephanie Krumlovsky í lokaumferðinni er hún kastaði 13,68 m.16.27 Hafdís er enn með forystu í þrístökkinu en hún á tvö stökk eftir. Lengsta stökk hennar er enn 12,49 m og er hún með 0,14 m forystu á næsta mann.16.23 „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér,“ sagði Kári Steinn Karlsson við Vísi eftir 10.000 m hlaupið í dag. Hann fékk silfur.Einar Daði Lárusson í hástökkinu í dag.Vísir/Ernir16.07 Einar Daði náði ekki að fara yfir 2,00 m og endaði í fimmta sæti. Hans besti árangur í greininni er 2,08 m.16.04 Hafdís Sigurðardóttir hefur tekið forystu í þrístökki með stökki upp á 12,49 m í annarri umferð. Næst er Eleftheria Chritofi frá Kýpur með 12,35 m.16.02 5000 m hlaupi kvenna var að ljúka og þar gerði hin sextán ára Andrea Kolbeinsdóttir vel. Hún endaði í fimmta sæti á 17:54,26 mínútum sem er nýtt Íslandsmet í flokki 16-17 ára. Hún bætti tíu ára met Írisar Önnu Skúladóttur.15.59 Styrmir Dan komst ekki yfir 2,00 m og hafnaði í sjötta sæti. Einar Daði er búinn að gera tvisvar ógilt í 2,03 m. Einar Daði er að berjast um að komast á verðlaunapall.15.46 Einar Daði og Styrmir Dan eru báðir að reyna við 2,00 m í hástökkinu. Styrmir Dan er fæddur 1999 og stórefnilegur. Þetta yrði persónuleg bæting hjá honum. Íslandsmet Einars Karls Hjartarsonar í aldursflokki 16-17 ára er þó 2,13 m en Styrmir Dan á öll met í yngri flokkum en 16-17 ára.15.45 „Ég er mjög sáttur við gullið. Þetta er nákvæmlega sama vegalengd og ég kastaði fyrir tveimur árum þannig að það er frekar fyndið,“ sagði Guðmundur Sverrisson í samtali við Vísi eftir sigurinn í spjótkastinu í dag.Kári Steinn og Arranz í hlaupinu í dag.Vísir/Andri Marinó15.27 Kári Steinn varð að játa sig sigraðan fyrir Marcos Sanza Arranz frá Andorra sem kom fyrstur í mark í 10.000 m hlaupi á 30:59,42 mínútum. Kári Steinn elti hann lengi vel en Arranz tók afgerandi forystu á síðustu hringjunum. Kári Steinn kom í mark á 31:32,17 mínútum og þriðji varð Arnar Pétursson á 32:42,38 sem er persónuleg bæting. 15.20 Keppni í 10.000 m hlaupi er hafin og er stutt í endasprettinn. Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson keppa fyrir Ísland en eiga í harðri baráttu við keppendur frá Mónakó og Andorra.Þorsteinn Ingvarsson vann silfur í þrístökki.Vísir/Andri Marinó15.17 Keppni í þrístökki er lokið. Panagiotis Volou vann sigur með yfirburðum. Hann stökk lengst 15,53 m en á best 16,06 m sem er magnaður árangur. Þorsteinn Ingvarsson vann silfur með 14,09 sem er 0,6 m frá hans besta. Stefán Þór Jósefsson varð fimmti með stökk upp á 13,25 m.15.01 „Innst inni hélt ég að ég væri á undan," sagði Hafdís Sigurðardóttir við Vísi nú rétt áðan.14.58 Það gerðist ótrúlegt atvik í lok 200 m hlaups kvenna, er sigurvegarinn frá Möltu datt í mark. Bókstaflega.Guðmundur Sverrisson.Vísir/Andri Marinó14.31 Guðmundur var að gera ógilt í síðasta kasti sínu en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn með kasti upp á 74,38 m. Örn missti því miður annað sætið til Antoine Wagner frá Lúxemborg sem kastaði 70,20 m í sjöttu og síðustu umferðinni. Örn átti best 68,15 m í þriðja kasti. Gull og brons hjá Íslandi!Wingfield datt þegar hún var að koma í mark í dag. Vann samt gull.Vísir/Andri Marinó14.19 Wingfield vann aftur gullið í barátunni við Hafdísi. Hún kom í mark á 24,19 sek og Hafdís á 24,22 sem er þó örlítið frá hennar besta tíma. Hrafnhild Eir varð svo þriðja á 24,35 sek. Hörkukeppni en Maltverjinn hafði betur gegn okkar konum. Engu að síður vel gert hjá þeim að ná í silfur og brons fyrir Ísland.14.15 Hlutirnir eru fljótir að gerast í spjótkastinu. Guðmundur var að kasta 74,38 m í annarri umferð og gerði svo ógilt í þriðju umferð. Örn bætti sig í þriðju umferð og er með 68,15 m í öðru sæti.14.12 Næsta keppnisgrein er 200 m hlaup kvenna. Hafdís Sigurðardóttir er þar mjög sigurstrangleg. Hafdís hefur þegar unnið gull í langstökki og silfur í 100 m hlaupi. Charlotte Wingfield vann gull í 100 m hlaupi og keppir einnig í dag. Hrafnhild Eir R. Herðmóðsdóttir gæti einnig blandað sér í baráttuna um gullið.14.08 Fyrsta umferðin í spjótkasti karla er lokið. Guðmundur Sverrisson tók forystuna með kasti upp á 68,33 m og Örn Davíðsson er annar með 65,63 m. Þeir eru langt á undan næsta manni en alls taka fimm þátt. Guðmundur á best 80,66 m og Örn 75,96.14.03 200 m hlaupið fór stundvíslega af stað. Kolbeinn Höður rétt svo missti af bronsinu, hafnaði í fjórða sæti á 21,84 sek. Það munaði sjónarmun á honum Luka Rakic frá Svartfjallalandi sem var einnig skráður með 21,84 sek. Kolbeinn Höður á best 21,37 en sigurtíminn hjá Kevin Moore frá Möltu var í dag 21,54 sek. Kolbeinn Höður var fyrstur úr beygjunni en gaf eftir á lokasprettinum.13.55 Fyrsta greinin er 200 m hlaup karla og þar verður Kolbeinn Höður Gunnarsson í eldlínunni. Það verður gaman að sjá hvernig honum gengur en hann er skráður inn í hlaupið með næstbesta tímann á ferlinum.13.45: Komiði sæl og blessuð. Hér verður greint frá því sem er að gerast á vellinum í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
Lokadagur frjálsíþróttakeppninnar á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag og var árangur Íslands góður eins og fyrri dagana. Alls unnu íslensku keppendurnir fimm gullverðlaun. Hafdís Sigurðardóttir er án nokkurs vafa drottning frjálsíþróttakeppninnar en hún vann alls sex verðlaun á leikunum, þar af fern gullverðlaun - í langstökki, þrístökki, 4x100 m boðhlaupi og 4x400 m boðhlaupi. Þá fékk hún silfur í 100 og 200 m hlaupum. Hafdís vann gull í þrístökki í dag þrátt fyrir að hafa sleppt síðasta stökkinu þar sem að 4x100 m boðhlaupið var að hefjast á sama tíma. Það kom ekki að sök. Guðmundur Sverrisson vann öruggan sigur í spjótkasti karla með kasti upp á 74,38 m. Hann var þó nokkuð frá sínu besta en stefnir að því að ná lágmarkinu fyrir HM í sumar, sem er 82,00 m. Ísland vann svo þrenn gullverðlaun í boðhlaupum í dag og ein silfurverðlaun. Þá vann Þorsteinn Ingvarsson silfur í þrístökki og Kári Steinn Karlsson silfur í 10.000 m hlaupi. Fylgst var með keppninni í beinni lýsingu á Vísi hér í dag en lýsinguna má lesa hér fyrir neðan.Verðlaun Íslands í dag:Gull: Guðmundur Sverrisson, spjótkast karla Hafdís Sigurðardóttir, þrístökk Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi kvenna (Guðrún, Arna, Hafdís, Hrafnhild) Sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi karla (Ívar Kristinn, Einar Daði, Kolbeinn Höður, Trausti) Sveit Íslands í 4x400 m boðhlaupi kvenna (Arna, Þórdís, Aníta, Hafdís)Silfur: Hafdís Sigurðardóttir, 200 m Þorsteinn Ingvarsson, þrístökk Kári Steinn Karlsson, 10000 m Sveit Íslands í 4x100 m boðhlaupi karla (Juan Ramos Kolbeinn, Ívar, Ari Bragi)Brons: Örn Davíðsson, spjókast Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, 200 m Arnar Pétursson, 10000 m Irma Gunnarsdóttir, kúluvarpBein lýsing úr Laugardalnum17.26 Öruggur sigur Íslands í 4x400 m boðhlaupi kvenna. Aníta, sem hljóp þriðja sprettinn, náði ótrúlegri forystu fyrir Hafdísi sem kláraði síðasta sprettinn af öryggi. Ísland leiddi þó nánast allan tímann en Kýpur náði rétt svo að halda í við Þórdísi Evu í fyrsta sprettinum. Frábærum degi lokið hjá Íslandi, gott að klára þetta á gulli. Tími Íslands var 3:44,31 mínúta og tókst því ekki að bæta Íslandsmetið.17.07 Aðeins ein grein eftir og það er 4x400 m boðhlaup kvenna. Þar erum við með frábæra sveit - Arna Stefanía, Þórdís Eva, Aníta Hinriks og Hafdís. Þvílík sveit. Gætu vel ógnað Íslandsmetinu sem er 3:38,96 mínútur frá árinu 1996. Þar voru kempur eins og Guðrún Arnardóttir og Sunna Gestsdóttir.17.03 Ísland vann annað gull, nú í 4x400 m boðhlaupi karla. Frábært hlaup hjá okkar mönnum. Trausti Stefánsson átti síðasta sprettinn og hélt Kýpverjanum í skefjum. Kolbeinn Höður Gunnarsson, Einar Daði Lárusson og Ívar Kristinn Jasonarson höfðu átt góða spretti þar á undan. Vel gert hjá okkar mönnum.16.47 Öruggur sigur íslensku sveitarinnar í 4x100 m boðhlaupi kvenna. Hrafnhild Eir, sem hljóp síðasta sprettinn, var langt á undan næsta manni. Guðrún Bjarkadóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir voru í sveit Íslands.16.40 Hafdís Sigurðardóttir var að vinna gull í þrístökki með stökki upp á 12,49 m. Hún sleppti síðasta stökkinu sínu til að taka þátt í 4x100 m boðhlaupi kvenna sem er nú að hefjast. Það kom þó ekki að sök. Frábært mót hjá Hafdísi. Thelma Lind Kristjánsdóttir varð sjöunda með 10,83 m.16.35 Ísland var að vinna silfur í 4x100 m boðhlaupi karla. Ari Bragi Kárason hljóp síðasta sprettinn og veitti Kýpverjum harða samkeppni. Kýpur vann þó gull á lokum á 41,94 sek. Ísland hljóp á 42,01 sek og náði ekki að setja nýtt Íslandsmet í greininni.16.28 Irma Gunnarsdóttir vann brons í kúluvarpi kvenna með 12,21 m. Hún á best 12,75 m. Ásgerður Jana Ágústsdóttir var fjórða með 11,30 m og náði sér ekki á strik í dag. Lúxemborg fékk gull og silfur í greininni en besta kast dagsins átti Stephanie Krumlovsky í lokaumferðinni er hún kastaði 13,68 m.16.27 Hafdís er enn með forystu í þrístökkinu en hún á tvö stökk eftir. Lengsta stökk hennar er enn 12,49 m og er hún með 0,14 m forystu á næsta mann.16.23 „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér,“ sagði Kári Steinn Karlsson við Vísi eftir 10.000 m hlaupið í dag. Hann fékk silfur.Einar Daði Lárusson í hástökkinu í dag.Vísir/Ernir16.07 Einar Daði náði ekki að fara yfir 2,00 m og endaði í fimmta sæti. Hans besti árangur í greininni er 2,08 m.16.04 Hafdís Sigurðardóttir hefur tekið forystu í þrístökki með stökki upp á 12,49 m í annarri umferð. Næst er Eleftheria Chritofi frá Kýpur með 12,35 m.16.02 5000 m hlaupi kvenna var að ljúka og þar gerði hin sextán ára Andrea Kolbeinsdóttir vel. Hún endaði í fimmta sæti á 17:54,26 mínútum sem er nýtt Íslandsmet í flokki 16-17 ára. Hún bætti tíu ára met Írisar Önnu Skúladóttur.15.59 Styrmir Dan komst ekki yfir 2,00 m og hafnaði í sjötta sæti. Einar Daði er búinn að gera tvisvar ógilt í 2,03 m. Einar Daði er að berjast um að komast á verðlaunapall.15.46 Einar Daði og Styrmir Dan eru báðir að reyna við 2,00 m í hástökkinu. Styrmir Dan er fæddur 1999 og stórefnilegur. Þetta yrði persónuleg bæting hjá honum. Íslandsmet Einars Karls Hjartarsonar í aldursflokki 16-17 ára er þó 2,13 m en Styrmir Dan á öll met í yngri flokkum en 16-17 ára.15.45 „Ég er mjög sáttur við gullið. Þetta er nákvæmlega sama vegalengd og ég kastaði fyrir tveimur árum þannig að það er frekar fyndið,“ sagði Guðmundur Sverrisson í samtali við Vísi eftir sigurinn í spjótkastinu í dag.Kári Steinn og Arranz í hlaupinu í dag.Vísir/Andri Marinó15.27 Kári Steinn varð að játa sig sigraðan fyrir Marcos Sanza Arranz frá Andorra sem kom fyrstur í mark í 10.000 m hlaupi á 30:59,42 mínútum. Kári Steinn elti hann lengi vel en Arranz tók afgerandi forystu á síðustu hringjunum. Kári Steinn kom í mark á 31:32,17 mínútum og þriðji varð Arnar Pétursson á 32:42,38 sem er persónuleg bæting. 15.20 Keppni í 10.000 m hlaupi er hafin og er stutt í endasprettinn. Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson keppa fyrir Ísland en eiga í harðri baráttu við keppendur frá Mónakó og Andorra.Þorsteinn Ingvarsson vann silfur í þrístökki.Vísir/Andri Marinó15.17 Keppni í þrístökki er lokið. Panagiotis Volou vann sigur með yfirburðum. Hann stökk lengst 15,53 m en á best 16,06 m sem er magnaður árangur. Þorsteinn Ingvarsson vann silfur með 14,09 sem er 0,6 m frá hans besta. Stefán Þór Jósefsson varð fimmti með stökk upp á 13,25 m.15.01 „Innst inni hélt ég að ég væri á undan," sagði Hafdís Sigurðardóttir við Vísi nú rétt áðan.14.58 Það gerðist ótrúlegt atvik í lok 200 m hlaups kvenna, er sigurvegarinn frá Möltu datt í mark. Bókstaflega.Guðmundur Sverrisson.Vísir/Andri Marinó14.31 Guðmundur var að gera ógilt í síðasta kasti sínu en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn með kasti upp á 74,38 m. Örn missti því miður annað sætið til Antoine Wagner frá Lúxemborg sem kastaði 70,20 m í sjöttu og síðustu umferðinni. Örn átti best 68,15 m í þriðja kasti. Gull og brons hjá Íslandi!Wingfield datt þegar hún var að koma í mark í dag. Vann samt gull.Vísir/Andri Marinó14.19 Wingfield vann aftur gullið í barátunni við Hafdísi. Hún kom í mark á 24,19 sek og Hafdís á 24,22 sem er þó örlítið frá hennar besta tíma. Hrafnhild Eir varð svo þriðja á 24,35 sek. Hörkukeppni en Maltverjinn hafði betur gegn okkar konum. Engu að síður vel gert hjá þeim að ná í silfur og brons fyrir Ísland.14.15 Hlutirnir eru fljótir að gerast í spjótkastinu. Guðmundur var að kasta 74,38 m í annarri umferð og gerði svo ógilt í þriðju umferð. Örn bætti sig í þriðju umferð og er með 68,15 m í öðru sæti.14.12 Næsta keppnisgrein er 200 m hlaup kvenna. Hafdís Sigurðardóttir er þar mjög sigurstrangleg. Hafdís hefur þegar unnið gull í langstökki og silfur í 100 m hlaupi. Charlotte Wingfield vann gull í 100 m hlaupi og keppir einnig í dag. Hrafnhild Eir R. Herðmóðsdóttir gæti einnig blandað sér í baráttuna um gullið.14.08 Fyrsta umferðin í spjótkasti karla er lokið. Guðmundur Sverrisson tók forystuna með kasti upp á 68,33 m og Örn Davíðsson er annar með 65,63 m. Þeir eru langt á undan næsta manni en alls taka fimm þátt. Guðmundur á best 80,66 m og Örn 75,96.14.03 200 m hlaupið fór stundvíslega af stað. Kolbeinn Höður rétt svo missti af bronsinu, hafnaði í fjórða sæti á 21,84 sek. Það munaði sjónarmun á honum Luka Rakic frá Svartfjallalandi sem var einnig skráður með 21,84 sek. Kolbeinn Höður á best 21,37 en sigurtíminn hjá Kevin Moore frá Möltu var í dag 21,54 sek. Kolbeinn Höður var fyrstur úr beygjunni en gaf eftir á lokasprettinum.13.55 Fyrsta greinin er 200 m hlaup karla og þar verður Kolbeinn Höður Gunnarsson í eldlínunni. Það verður gaman að sjá hvernig honum gengur en hann er skráður inn í hlaupið með næstbesta tímann á ferlinum.13.45: Komiði sæl og blessuð. Hér verður greint frá því sem er að gerast á vellinum í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira