Kári Steinn fékk silfur: Enn slappur eftir Hamburg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2015 16:23 Kári Steinn í hlaupinu í dag. Marcos Sanza Arranz frá Andorra er á undan honum en hann vann að lokum gull. Vísir/Andri Marinó Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
Kári Steinn Karlsson, maraþonhlaupari, varð annar í 10000 m hlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Hann var nokkuð frá sínu besta og náði ekki að veita sigurvegaranum frá Andorra neina alvöru samkeppni. „Ég á ekki að vera með afsakanir en það hefur gengið illa að æfa síðan í maraþoninu í Hamburg í lok apríl. Ég hef ekki tekið eina þokkalega æfingu og þetta hefur verið hver brotlendingin á fætur annarri. Þetta hlaup var í takti við það,“ sagði Kári Steinn eftir hlaupið í dag. „Ég veit ekki hvað þetta er. Ég er búinn að fara í blóðrannsóknir og það er spurning hvort það vanti járn hjá mér eða að þetta sé vírus. Það eru rosaleg þyngsli í mér og það getur verið að ég hafi gengið frá mér í maraþoninu í Hamburg sem gekk ekki nógu vel hjá mér.“ Kári Steinn ætlar þó að reyna að vera jákvæður þó svo að hann óttaðist að þetta yrði niðurstaðan í dag. „Ég sá að ég átti ekki séns og þá vildi ég bara halda mínu silfri og koma mér örugglega í mark. Tíminn var arfaslakur og því hafði maður lítið að hlaupa fyrir í restina.“ „Þetta hlýtur að smella á næstu vikum. Maður hefur lent í leiðindatímabilum áður þar sem maður er þreyttur og finnur sig engan veginn,“ segir Kári Steinn sem hefur útilokað að keppa í maraþoni á HM í frjálsum í sumar. „Ég þyrfti að hlaupa maraþon í næsta mánuði til að ná því og ég er bara ekki í standi til þess. Ég er því að einbeita mér að Berlín í haust og að ná lágmarkinu fyrir Ríó.“ „Ég hefði viljað vera kominn á fullt skrið en það hefur tafist aðeins hjá mér. Þetta eru nú orðnar 3-4 vikur hjá mér þar sem ég hef fundið fyrir slappleikanum og þetta hlýtur að fara að líða hjá.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira