Rooney skapheitur 10. september 2005 00:01 Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Sjá meira
Wayne Rooney er einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður heims í dag og er almennt talinn einn besti framherjinn í ensku úrvalsdeildinni. Hann á þó í mestu vandræðum með að hemja skap sitt og eftir að hafa lofað öllu fögru fyrir skömmu síðan, er hann aftur kominn í fréttirnar fyrir stuttan kveikjuþráð sinn. Það eru ekki nema rétt rúmar þrjár vikur síðan að Wayne Rooney lofaði bót og betrun. Hann ætlaði að taka sig á í skapinu og hætta að safna óþarfa gulum spjöldum. En atvikið sem átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks í leik Englands og Norður-Írlands í Belfast síðastliðið miðvikudagskvöld ber þess merki að eitthvað hefur orðið lítið úr áætlunum hans. Rooney missti algerlega stjórn á skapinu sínu og sparkaði boltanum í mikilli bræði að David Healy, leikmanni Norður-Íra en hitti reyndar ekki. Hann átti svo í stimpingum við Keith Gillespie og blótaði þar að auki ekki bara dómaranum, heldur samherjum sínum David Beckham, Steven Gerrard og Rio Ferdinand. Hann mátti teljast afar heppinn að hafa aðeins uppskorið gult spjald. Sven-Göran Eriksson landsliðsþjálfari virðist eiga í miklum vandræðum með að hemja skap hins kornunga Wayne Rooney. Hann getur þó huggað sig við það að hann sé væntanlega ekki sá eini sem á í þessum vanda. Spurningin er hvort einhver yfirleitt geti haft stjórn á stráknum. Keith Power er þekktur breskur íþróttasálfræðingur sem hefur unnið með þó nokkrum enskum leikmönnum. Hann segir að Rooney, sem er ekki nema 19 ára gamall, þurfi á hjálp sérfræðings að halda. "Það er mismunandi en sumir íþróttamenn virðast þurfa að vera hæfilega æstir til að ná sínu besta fram. Aðrir þurfa að vera alveg rólegir en hvað Rooney varðar er hann nokkuð æstur þegar hann er upp á sitt besta. Spurningin er hins vegar hvort að það hafi neikvæð áhrif á spilamennsku hans þegar hann verður of æstur. Rannsóknir hafa sýnt að þegar íþróttamenn eru í slíku ástandi geta þeir misst sig mjög fljótt. Þeir verða í of miklu uppnámi til að geta lagt sitt besta fram í leikinn," sagði Power í samtali við enska blaðið Guardian. Gillespie lýsti ástandinu þannig að Rooney hafi einfaldlega "misst sig algerlega," þó svo að hann hafi reyndar beðið Gillespie afsökunar í hálfleik. "Það fór í taugarnar á honum að hann fékk engar aukaspyrnur dæmdar sér í vil," sagði Gillespie. "Og ég er viss um að ef til dæmis Ítali eða Argentínumaður sæu hann þannig myndu þeir pottþétt reyna að hrista upp í honum og gera ástandið verra."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Sjá meira