Borgarstjórn Samið um 40 ljósleiðaratengingar Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Innlent 17.10.2005 23:42 Enginn er eyland í R-listanum „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Innlent 13.10.2005 19:33 Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:33 Rætt við hæstbjóðanda Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal. Innlent 13.10.2005 19:33 32% vilja Össur sem borgarstjóra Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki. Innlent 13.10.2005 19:32 Stefnir ekki að borgarstjórastól Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segist ekki stefna að því að verða borgarstjóraefni R-listans og hefur hann enga ákvörðun tekið í þeim efnum. Innlent 13.10.2005 19:32 Össur vill opið prófkjör Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. Innlent 13.10.2005 19:31 Vilja opið prófkjör Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri. Innlent 13.10.2005 19:31 Stefán Jón gegn Steinunni? Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Innlent 13.10.2005 19:30 R-listi: Viðræðum haldið áfram Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Innlent 13.10.2005 19:29 Vendipunktur hjá R-listanum Ákveðinn vendipunktur varð á fundi fulltrúa aðildarflokka R-listans í dag að því er segir í tilkynningu frá fundarmönnum. Hvað þar var um að ræða er ekki útskýrt nánar. Innlent 13.10.2005 19:29 Framtíð R-listans að ráðast Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:29 VG ræða framboðsmál í Reykjavík Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri. Innlent 13.10.2005 19:25 Kynning á framkvæmdum við Hlemm Kynning á nýju deiliskipulagi og byrjuðum og fyrirhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms fer fram í strætóskýlinu á Hlemmi á morgun. Einnig verður flutt sögulegt ágrip svæðisins og nýtt leiðakerfi Strætó bs. kynnt. Innlent 17.10.2005 23:41 Hvatt til samstarfs R-listans Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:21 Boðar að flugvöllurinn skuli fara Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Innlent 13.10.2005 19:20 Íbúaþing D-lista í Laugardalnum Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efnir til íbúaþings í dag klukkan 17 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal</u />. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokksins, setur íbúaþingið og mun kynna hugmyndir um betri borg. Innlent 13.10.2005 19:20 Monopoly kastað á milli Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar. Innlent 13.10.2005 19:18 Um 30 flóttamenn til Reykjavíkur Allt að þrjátíu flóttamenn frá Kólumbíu eru væntanlegir hingað til lands síðla sumars eða í haust. Þeir munu væntanlega setjast að í Reykjavík, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Innlent 13.10.2005 19:17 Húsnæði sérskóla til borgarinnar Reykjavíkurborg mun yfirtaka eignarhald á Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla, þar sem rekin er þjónusta við fötluð grunnskólabörn. Innlent 13.10.2005 19:17 Mál hunds til úrskurðanefndar Lögfræðingur hundsins Taraks, Jón Egilsson, ætlar að kæra niðurstöðu Umhverfisráðs í máli hans til úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir. Innlent 13.10.2005 19:17 Vilja að R-listinn starfi áfram Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Innlent 13.10.2005 19:17 Segja Alfreð hóta samstarfsslitum Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:16 Júlíus Vífill stefnir líka hátt Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Gísli er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna því Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í flokknum. Innlent 13.10.2005 19:14 Kominn tími á kynslóðaskipti Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Innlent 13.10.2005 19:14 70 milljóna halli á borgarsjóði Rúmlega 70 milljóna króna halli varð á rekstri borgarsjóðs, svokölluðum A-hluta, sem er sú starfsemi borgarinnar sem fjármögnuð er með skatttekjum. 5,1 milljarðs króna hagnaður varð aftur á móti af heildarrekstri Reykjavíkurborgar, eða af fyrirtækjum sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:09 Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Innlent 13.10.2005 19:06 Framlögin hækkuð um 25 prósent Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla. Formaður menntanefndar vonast til að sátt náist nú um málið en fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögunni. Innlent 13.10.2005 19:05 Bjartsýni á samstarf R-listans Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:04 Sorpustöðin ekki opnuð að nýju Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:04 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 … 72 ›
Samið um 40 ljósleiðaratengingar Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna. Innlent 17.10.2005 23:42
Enginn er eyland í R-listanum „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Innlent 13.10.2005 19:33
Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:33
Rætt við hæstbjóðanda Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að gengið yrði til viðræðna við hæstbjóðanda í hlut borgarinnar í Vélamiðstöðinni ehf. sem borgin á í félagi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þá var samþykkt tillaga um að byggja nýtt fimleikahús fyrir Ármann og Þrótt í Laugardal. Innlent 13.10.2005 19:33
32% vilja Össur sem borgarstjóra Þrjátíu og tvö prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun sem Plúsinn gerði eftir hádegi í gær sögðust vilja sjá Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Sextíu og átta prósent voru því andvíg en spurt var hvort fólk vildi hann í embættið eða ekki. Innlent 13.10.2005 19:32
Stefnir ekki að borgarstjórastól Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, segist ekki stefna að því að verða borgarstjóraefni R-listans og hefur hann enga ákvörðun tekið í þeim efnum. Innlent 13.10.2005 19:32
Össur vill opið prófkjör Össur Skarphéðinsson vill að prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík verði opið. Þannig segir hann að leið myndi opnast fyrir Dag B. Eggertsson til að vera á listanum. Innlent 13.10.2005 19:31
Vilja opið prófkjör Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, segir hugmyndir Össurar Skarphéðinssonar um opið prófkjör Samfylkingarinnar sem fram koma á heimasíðu hans í dag ekki vera nýjar af nálinni. Slíkt hafi verið gert tvisvar áður á síðustu árum og hefur hann verið talsmaður þess að sem flestir komi að prófkjöri. Innlent 13.10.2005 19:31
Stefán Jón gegn Steinunni? Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Innlent 13.10.2005 19:30
R-listi: Viðræðum haldið áfram Flokkarnir þrír sem standa að R-listanum ákváðu rétt fyrir klukkan sex að halda áfram viðræðum um samstarf. Fyrr í dag hótuðu framsóknarmenn í samninganefnd fyrir R-listann að hætta samstarfinu ef Samfylkingin kæmi ekki með nýtt útspil á fundi flokkanna sem haldinn var síðdegis. Innlent 13.10.2005 19:29
Vendipunktur hjá R-listanum Ákveðinn vendipunktur varð á fundi fulltrúa aðildarflokka R-listans í dag að því er segir í tilkynningu frá fundarmönnum. Hvað þar var um að ræða er ekki útskýrt nánar. Innlent 13.10.2005 19:29
Framtíð R-listans að ráðast Það gæti ráðist á fundi viðræðunefndar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í dag hvort R-lista flokkarnir bjóða áfram sameiginlega fram fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:29
VG ræða framboðsmál í Reykjavík Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri. Innlent 13.10.2005 19:25
Kynning á framkvæmdum við Hlemm Kynning á nýju deiliskipulagi og byrjuðum og fyrirhuguðum framkvæmdum í næsta nágrenni Hlemms fer fram í strætóskýlinu á Hlemmi á morgun. Einnig verður flutt sögulegt ágrip svæðisins og nýtt leiðakerfi Strætó bs. kynnt. Innlent 17.10.2005 23:41
Hvatt til samstarfs R-listans Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem hvatt er til viðræðna um endurnýjað samstarf í borgarstjórn undir merkjum Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:21
Boðar að flugvöllurinn skuli fara Borgarfulltrúar R-listans boða að flugvöllurinn skuli fara en borgarstjóri vinnur með samgönguráðherra að undirbúningi nýrrar flugstöðvar. Innlent 13.10.2005 19:20
Íbúaþing D-lista í Laugardalnum Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efnir til íbúaþings í dag klukkan 17 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal</u />. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokksins, setur íbúaþingið og mun kynna hugmyndir um betri borg. Innlent 13.10.2005 19:20
Monopoly kastað á milli Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar. Innlent 13.10.2005 19:18
Um 30 flóttamenn til Reykjavíkur Allt að þrjátíu flóttamenn frá Kólumbíu eru væntanlegir hingað til lands síðla sumars eða í haust. Þeir munu væntanlega setjast að í Reykjavík, að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Innlent 13.10.2005 19:17
Húsnæði sérskóla til borgarinnar Reykjavíkurborg mun yfirtaka eignarhald á Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla, þar sem rekin er þjónusta við fötluð grunnskólabörn. Innlent 13.10.2005 19:17
Mál hunds til úrskurðanefndar Lögfræðingur hundsins Taraks, Jón Egilsson, ætlar að kæra niðurstöðu Umhverfisráðs í máli hans til úrskurðarnefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir. Innlent 13.10.2005 19:17
Vilja að R-listinn starfi áfram Vinstri grænir í Reykjavík vilja áframhaldandi samstarf í R-listanum, en að það verði að byggjast á jafnræði. Flokkurinn harmar afstöðu Alfreðs Þorsteinssonar til sjónarmiða Vinstri grænna í orkumálum. Innlent 13.10.2005 19:17
Segja Alfreð hóta samstarfsslitum Vinstri grænir segja Alfreð Þorsteinsson hóta að slíta meirihlutasamstarfinu í Reykjavík. Hótanir hans um að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að selja rafmagn til stóriðju spilli viðræðum um framtíð Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:16
Júlíus Vífill stefnir líka hátt Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Gísli er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna því Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í flokknum. Innlent 13.10.2005 19:14
Kominn tími á kynslóðaskipti Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Innlent 13.10.2005 19:14
70 milljóna halli á borgarsjóði Rúmlega 70 milljóna króna halli varð á rekstri borgarsjóðs, svokölluðum A-hluta, sem er sú starfsemi borgarinnar sem fjármögnuð er með skatttekjum. 5,1 milljarðs króna hagnaður varð aftur á móti af heildarrekstri Reykjavíkurborgar, eða af fyrirtækjum sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar. Innlent 13.10.2005 19:09
Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð. Innlent 13.10.2005 19:06
Framlögin hækkuð um 25 prósent Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla. Formaður menntanefndar vonast til að sátt náist nú um málið en fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögunni. Innlent 13.10.2005 19:05
Bjartsýni á samstarf R-listans Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:04
Sorpustöðin ekki opnuð að nýju Meirihluti umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hafnaði í dag tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um að umhverfisráð skyldi leita leiða til að opna að nýju móttöku- og endurvinnslustöð Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Stöðinni var lokað í ársbyrjun við takmarkaða hrifningu Grafarvogsbúa en um 25.000 íbúar eru á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:04