Stj.mál

Fréttamynd

Leitað logandi ljósi að leiðtoga

Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið.

Erlent
Fréttamynd

Arroyo forseti Filippseyja

Gloria Macapagal Arroyo telst réttkjörinn forseti Filippseyja en úr því var skorið loks í dag, fimm vikum eftir kosningar. Arroyo hlaut 12,9 milljónir atkvæða og sigraði því helsta keppinaut sinn, kvikmyndastjörnuna Fernando Poe Jr., með um einni milljón atkvæða.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarskrá ESB ekki samþykkt?

Stjórnmálafræðingur, sem kennir við Háskóla Íslands, efast um að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins verði samþykkt þegar hún verður borin undir þjóðaratkvæði í Bretlandi og Danmörku. Hann óttast ekki kreppu innan ESB þótt enn hafi ekki tekist að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Kjarnorkubann framlengt

Indverjar og Pakistanar hafa ákveðið að framlengja bann við tilraunum á kjarnorkuvopnum. Mikil spenna hefur verið á milli þjóðanna um árabil og náði hámarki fyrir tveimur árum þegar óttast var að upp úr syði með kjarnorkustríði.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur hefði neitað EES-samningnum

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin.

Innlent
Fréttamynd

„Kostar líka sitt að hafa einræði“

Sigrún Þorsteinsdóttir, sem bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, segist skilja gremju Ástþórs Magnússonar yfir því að hafa ekki fengið Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kappræður í sjónvarpi eða útvarpi.

Innlent
Fréttamynd

Ástþór óánægður með Ólaf Ragnar

Baráttan fyrir komandi forsetakosningar fékk annan og þyngri undirtón þegar forsetaframbjóðendurnir sátu í fyrsta sinn allir saman fyrir svörum í Ríkisútvarpinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stjórnarskráin samþykkt

Skálað var í kampavíni í Brussel í gærkvöld þegar leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, sagði þennan áfanga sögulegan fyrir Evrópu og alla íbúa álfunnar.

Erlent
Fréttamynd

Óljóst með niðurskurð sjúkrahúss

"Það hafa engar ákvarðanir verið teknar að svo stöddu enda öll vinna enn í gangi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, vegna fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar ESB ná samkomulagi

Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að útnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem taka á við af Romano Prodi.

Erlent
Fréttamynd

NATO hefur ekkert hlutverk í Írak

Atlantshafsbandalagið hefur ekkert hlutverk í Írak, nema lögbundin ríkisstjórn í Íraks óski sjálf eftir því. Þetta segir framkvæmdastjóri bandalagsins, sem kom til landsins í gær, og átti fund með íslenskum stjórnvöldum.

Erlent
Fréttamynd

Forsetaembættið ekki pólitískara

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að hann ætli ekki að gera forsetaembættið pólitískara en áður. Hann segist ekki hafa hannað þá atburðarás sem færði fjölmiðlafrumvarpið í hendur forseta Íslands. Hann segir tal um vanhæfi sitt vegna Norðurljósa ævintýralega vitleysu.

Innlent
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri NATO býður aðstoð

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er reiðubúinn að aðstoða Íslendinga og Bandaríkjamenn við endurskoðun á hlutverki bandaríska hersins á Íslandi. Hann segir þó að málið sé fyrst og fremst í höndum þjóðanna tveggja.

Innlent
Fréttamynd

Pattstaða innan ESB

Pattstaða er innan Evrópusambandsins um það hver eigi að taka við af Romano Prodi sem forseti framkvæmdastjórnar sambandsins. Nú fyrir stundu tilkynnti Chris Patten, utanríkisstjóri Evrópusambandsins, að hann hefði dregið sig í hlé í baráttunni um embættið.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta stjórnarskrá ESB

Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem á að taka við af Romano Prodi, en nú síðdegis sagðist Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, reiðubúinn að taka starfið að sér, yrði til hans leitað. 

Erlent
Fréttamynd

Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, lýsti því yfir í dag að rússneska leyniþjónustan hefði varað stjórnvöld í Washington við því að Saddam Hússein hefði skipulagt hryðjuverkaárásir á Bandaríkin, í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001.

Erlent
Fréttamynd

Ekki sátt innan ESB

Eftir að hafa setið í tólf stundir á fundi gáfust leiðtogar Evrópusambandsríkjanna upp á að reyna að ná samkomulagi um nýjan forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. Þeim tókst ekki heldur að ná samkomulagi um nýja, evrópska stjórnarskrá en drög að henni lágu fyrir fundi leiðtoganna.

Erlent
Fréttamynd

Saddam ekki viðriðinn al-Kaída

George Bush forseti Bandaríkjanna og Dick Cheney varaforseti gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöður nefndar um hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. Þeir mótmæla þeirri skoðun að engin tengsl hafi verið á milli Saddams Hússeins og al-Kaída.

Erlent
Fréttamynd

Ágreiningur innan ESB

Ágreiningur er uppi um hver á að verða næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og eins hvernig endanleg útgáfa nýrrar stjórnarskrár sambandsins á að verða. Forseti Frakklands segir að ekki verði fallist á frekari útþynningu stjórnarskrár sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Króatía líklega í ESB

Króatía hefur fengið jákvæð viðbrögð við umsókn sinni um inngöngu í Evrópusambandið og munu samningaviðræður um inngönguna hefjast snemma á næsta ári. Romano Prodi, formaður framkvæmdastjórnar sambandsins, lýsti í dag yfir ánægju sinni með að Króatía verði hluti af sameinaðri Evrópu í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Afstaðan í auðu seðlunum

Við fyrstu sýn stefna forsetakosningarnar um næstu helgi ekki í að verða spennandi. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups myndi Ólafur Ragnar hljóta 71,4 prósent atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag. Baldur Ágústsson hlyti 7,9 prósent atkvæða en Ástþór Magnússon 0,6%. Tuttugu prósent kjósenda myndu ekki styðja neinn frambjóðendanna.

Innlent
Fréttamynd

Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður

Nýr stjórnmálaflokkur, Orkuflokkurinn, hefur verið stofnaður í Reykjavík, en markmið hans er að borin skuli virðing fyrir orkunni, bæði hlutlægri og óhlutlægri, eftir því sem haft er eftir stofnanda flokksins, Bjarna Þór Þorvaldssyni, á vefsíðu Morgunblaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Fær al-Sadr pólitískt hlutverk?

George Bush forseti Bandaríkjanna segist ekki munu standa í vegi fyrir því að sjítaklerkurinn Moqtada al-Sadr fái pólitískt hlutverk í Írak eftir valdaskiptin síðar í mánuðinum. Al-Sadr hefur farið fyrir andspyrnuhreyfingunni sem barist hefur við hernámsliðið í landinu undanfarnar vikur og kallaði George Bush hann andlýðsræðissinnaðan óþokka á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Andspyrnuflokkar sigurvegarar

Litlir andspyrnuflokkar eru sigurvegarar Evrópuþingkosninganna sem fram fóru um helgina. Sigur þeirra er talinn til marks um óánægju kjósenda með stjórnvöld og stóra flokka.

Erlent
Fréttamynd

Sharon ekki ákærður

Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels verður ekki ákærður fyrir mútuhneyksli að sögn dómsmálaráðherra landsins, Menachem Mazuz. Málið snýst um meintar mútugreiðslur upp á hundruðir þúsunda Bandaríkjadala, sem sonur Sharons á að hafa fengið í lok síðasta áratugar frá ísraelskum kaupsýslumanni, og að Sharon hafi átt aðild að málinu.

Erlent
Fréttamynd

Fór yfir strikið með ummælum sínum

"Mín skoðun er að það hafi áhrif á trúverðugleika forsætisráðherra þegar það sem hann lætur hafa eftir sér sem slíkur er dæmt dautt og ómerkt," segir Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar í meiðyrðamáli gegn Davíð Oddssyni.

Innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að koma Bush frá

Það er nauðsynlegt að koma George Bush, forseta Bandaríkjanna, frá við næstu kosningar þar sem hann er að leggja utanríkisstefnu Bandaríkjanna í rúst. Þetta er kjarni yfirlýsingar frá á þriðja tug fyrrverandi háttsettra diplómata og hershöfðingja. 

Erlent
Fréttamynd

Skýr forysta víst til staðar

"Forystan er ekki lengur bundin í persónu borgarstjóra eins og hún hefur lengi verið í Reykjavík, heldur dreifist milli fleiri ráðamanna sem allir eru í pólitískri forystu," segir Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi um fullyrðingar Helga Hjörvar í Fréttablaðinu í gær þess efnis að Reykjavíkurlistann skorti forystu.

Innlent