Ólafur hefði neitað EES-samningnum 20. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar. Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar því að Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti landsins, telji málskotsréttinn svo virkan að hún hefði talið rétt að vísa Kárahnjúkamálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ummæli Vigdísar styrki ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin. Þetta sagði Ólafur Ragnar í samtali við fréttamann Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Bessastöðum í gær. „Ég tók því fagnandi að hún skyldi telja málskotsréttinn svo virkan að ef hún hefði verið í sporum forsetans hefði hún vísað Kárahnjúkamálinu til þjóðarinnar. Það er töluvert annað en hún sagði þegar hún ákvað að vísa EES-samningnum ekki til þjóðarinnar,“ segir forseti. „Ég tel þessa tilkynningu hennar því til styrktar ákvörðun minni.“ Aðspurður hvort persónuleg skoðun forsetans skipi eitthvað hlutverk í ákvörðun hans um að skjóta lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Ólafur Ragnar að forseti þurfi ekki að hafa skoðun, með eða á móti, viðkomandi lögum. „Það getur verið nóg, eins og var í mínu tilviki, að forseti telji að þjóðin skuli vera sá dómari sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hún sé í afmörkuðum málum.“ Ólafur segir að æskilegt sé hins vegar að þingið, ríkisstjórnin og allir sem eigi aðild að málum vandi, svo vel vinnubrögð að þessi staða komi ekki upp. Tæp vika er í forsetakosningar og hefur Ólafur Ragnar verið í viðtali við helstu fjölmiðla landsins undanfarna daga, nú síðast hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Bylgjunni í morgun. Þar kom vel í ljós hve ósammála hann og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, eru um hvers konar mál forseti eigi að synja staðfestingar. Hún telur að lög um Kárahnjúkavirkjun séu dæmi um lög sem forsetinn eigi að synja staðfestingar. Ólafur Ragnar mat það hins vegar ekki svo. Hún staðfesti lögin um evrópska efnahagssvæðið en Ólafur Ragnar telur að þar hefði hún átt að neita að skrifa undir. Í samtalinu við Arnþrúði Karlsdóttur sagði hann að það varðaði ekki hvort menn væru með eða á móti samningnum, heldur að í samningnum fólust ákvæði sem snertu fullveldisrétt þjóðarinnar.
Forsetakjör Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira