Stjórnarskrá ESB ekki samþykkt? 20. júní 2004 00:01 Stjórnmálafræðingur, sem kennir við Háskóla Íslands, efast um að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins verði samþykkt þegar hún verður borin undir þjóðaratkvæði í Bretlandi og Danmörku. Hann óttast ekki kreppu innan ESB, þótt enn hafi ekki tekist að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar. Betra sé að þjarka þar til sameiginlegri niðurstöðu sé náð, en að valta yfir aðra á skriðdrekum. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál, hver leysir Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg, sérstaklega allra næstu misseri, og er ljóst að framundan eru erfiðar samningaviðræður á bak við tjöldin um hver verður fyrir valinu. Tveir yfirlýstir frambjóðendur voru um stöðuna á fundinum í Brussel um helgina en þeir drógu sig báðir í hlé. Ekkert samkomulag er nú í sjónmáli. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir menn þjarka sig að einhverri niðurstöðu og þó hún náist ekki á þessum fundi, þá náist hún bara seinna. Forseti framkvæmdastjórnarinnar er valdamesta embætti ESB en vægi þess minnkar verulega eftir að stjórnarskráin tekur gildi, því þá verður valinn pólitískur forseti ráðherraráðsins sem leiðtogi ESB út á við. Eiríkur efast um að stjórnarskráin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslum aðildarríkjanna. „Maður á nú eftir að sjá að Bretar og Danir samþykki stjórnarskrána því það getur allt eins farið svo að þeir felli hana. Þá er aftur komið upp kreppuástand sem er hið stöðuga ástand Evrópusambandsins,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort honum finnist fýsilegt að Íslendingar sæki um aðild að ESB fyrst sambandið er alltaf í kreppu segir Eiríkur Ísland vera hluta af Evrópu og hvort sem okkur líki betur eða verr, þá tökum við stóran hluta þeirra ákvarðana sem teknar eru innan sambandsins. „Ætli það sé ekki skárra að menn þjarki í loftlausum bakherbergjum en að þeir valti yfir hvern annan á skriðdrekum,“ segir Eiríkur. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Stjórnmálafræðingur, sem kennir við Háskóla Íslands, efast um að ný stjórnarskrá Evrópusambandsins verði samþykkt þegar hún verður borin undir þjóðaratkvæði í Bretlandi og Danmörku. Hann óttast ekki kreppu innan ESB, þótt enn hafi ekki tekist að velja næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar. Betra sé að þjarka þar til sameiginlegri niðurstöðu sé náð, en að valta yfir aðra á skriðdrekum. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál, hver leysir Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg, sérstaklega allra næstu misseri, og er ljóst að framundan eru erfiðar samningaviðræður á bak við tjöldin um hver verður fyrir valinu. Tveir yfirlýstir frambjóðendur voru um stöðuna á fundinum í Brussel um helgina en þeir drógu sig báðir í hlé. Ekkert samkomulag er nú í sjónmáli. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir menn þjarka sig að einhverri niðurstöðu og þó hún náist ekki á þessum fundi, þá náist hún bara seinna. Forseti framkvæmdastjórnarinnar er valdamesta embætti ESB en vægi þess minnkar verulega eftir að stjórnarskráin tekur gildi, því þá verður valinn pólitískur forseti ráðherraráðsins sem leiðtogi ESB út á við. Eiríkur efast um að stjórnarskráin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslum aðildarríkjanna. „Maður á nú eftir að sjá að Bretar og Danir samþykki stjórnarskrána því það getur allt eins farið svo að þeir felli hana. Þá er aftur komið upp kreppuástand sem er hið stöðuga ástand Evrópusambandsins,“ segir Eiríkur. Aðspurður hvort honum finnist fýsilegt að Íslendingar sæki um aðild að ESB fyrst sambandið er alltaf í kreppu segir Eiríkur Ísland vera hluta af Evrópu og hvort sem okkur líki betur eða verr, þá tökum við stóran hluta þeirra ákvarðana sem teknar eru innan sambandsins. „Ætli það sé ekki skárra að menn þjarki í loftlausum bakherbergjum en að þeir valti yfir hvern annan á skriðdrekum,“ segir Eiríkur.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira