Lög og regla

Fréttamynd

Efla nágrannavörslu

Borgarstjórn hefur óskað eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík í því skyni að efla innbrotsvarnir og koma á fót skipulagðri nágrannavörslu í öllum hverfum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Engin þörf fyrir lögreglu

"Hér skemmti fólk sér vel án áfengis og það erum við afar ánægð með því það er skemmtilegast af öllu að vera í faðmi fjölskyldunnar án þess að vera undir áhrifum," segir Sævar Finnbogason í undirbúningsnefnd bindindismótsins í Galtalæk.

Innlent
Fréttamynd

Erilsamar nætur í Reykjavík

Helgin var síður en svo róleg hjá lögreglunni í Reykjavík þrátt fyrir að fjöldi fólks væri utanbæjar um helgina. Næturnar voru að sögn lögreglu erilsamar og alls ekki minna að gera en um venjulega helgi þótt minna af fólki væri í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Myrti þrjú börn og sjö fullorðna

Hálffertugur karlmaður myrti tíu manns í San Jeronimo de Juarez, rólegum bæ í Mexíkó. Eiginkona hans og ellefu mánaða frændi voru meðal þeirra sem maðurinn myrti.

Innlent
Fréttamynd

Enn mótmælt við stífluna

Lögreglumenn frá Seyðisfirði og Reykjavík handsömuðu sjö mótmælendur sem komust inn á bannsvæði við Kárahnjúkastíflu í gær og settu þar upp borða í mótmælaskyni við framkvæmdirnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla elti ánamaðkaþjóf

Veiðimaður sem saknaði tíu lítra fötu af ánamöðkum kærði þjófnað á ánamöðkum til lögreglunnar í Búðardal. Fötuna hafði maðurinn skilið eftir utan við gistiheimilið Bjarg. Eftir stutta eftirgrennslan féll grunur á nýfarinn gest á Bjargi sem menn vissu að var á leið í Borgarfjörð í veiðiferð.

Innlent
Fréttamynd

30 grömm fundust við húsleit

Lögreglan í Hafnarfirði handtók í morgun karlmann á nítjánda ári. Hann hafði verið grunaður um fíkniefnasölu um hríð og var í morgun gerð húsleit hjá honum. Þar fundust þrjátíu grömm af eiturlyfjum: amfetamíni, kókaíni og hassi.

Innlent
Fréttamynd

Tólf fíkniefnamál í Eyjum

Eftir fyrsta sólarhringinn á Þjóðhátíð hafa komið upp tólf fíkniefnamál í Vestmannaeyjum. Í flestum tilfellum er um neysluskammta að ræða og hafa bæði fundist kannabisefni og amfetamín. 

Innlent
Fréttamynd

Strollan af stað

Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Götum borgarinnar lokað í hádeginu

Vörubílstjórar sem hyggjast loka fyrir umferð úr höfuðborginni í dag ætla ekki að láta sér segjast þrátt fyrir eindregin tilmæli lögreglu. "Við gætum farið af stað í kringum hádegið," sagði Sturla Jónsson, talsmaður þeirra, í gærkvöldi. "Ég á von á því að fjörutíu til fimmtíu bílar taki þátt, en sjáum til hvort þeir mæta allir þegar á hólminn er komið."

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að stytta sér aldur

Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Sameinast um löggæslu

Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum.

Innlent
Fréttamynd

Læstirðu dyrunum?

Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann.

Innlent
Fréttamynd

Gæsla á kostnað réttinda fanga

Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan gerir allt sem hún getur

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að lögreglan muni gera allt til þess að umferðin geti gengið snurðulaust fyrir sig, þrátt fyrir að atvinnubílstjórar ætli að trufla eða jafnvel stöðva umferð á aðalumferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjargað af þaki bifreiðar

Bjarga þurfti feðgum af þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest úti í miðri Skyndidalsá skammt frá Höfn í Hornafirði, um hádegisbil í gær. Feðgarnir eru erlendir ferðamenn og höfðu fengið bifreiðina á bílaleigu.

Innlent
Fréttamynd

Listaverk skemmast í eldsvoða

Skemmdir urðu á vinnuaðstöðu listamanna þegar eldur kom upp í Dugguvogi 3 á sjötta tímanum í gær. Eldurinn kom upp hjá Verksmiðjunni vinnandi fólki en eldsupptök eru enn óljós. Margir eru með starfsemi í húsinu og meðal annars eru þar tvær vinnustofur listamanna.

Innlent
Fréttamynd

Jeppi valt á Miklubraut

Jeppi valt eftir árekstur við fólksbíl á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar laust eftir klukkan átta í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Í varðhaldi fram á haust

Kona á þrítugsaldri sem segist vera frá Líberíu en framvísaði fölsuðu bresku vegabréfi við komu til landsins í maí hefur verið dæmd í gæsluvarðhald til 14. október.

Innlent
Fréttamynd

Aukin löggæsla um helgina

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að auka löggæslu um verslunarmannahelgina til þess að styrkja lögregluumdæmin við umferðareftirlit, almenna löggæslu og fíkniefnalöggæslu. Í öllum eða flestum umdæmum verður aukinn viðbúnaður af hálfu lögreglunnar og þá sérstaklega þar sem útisamkomur verða.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennt lið gerði húsleit

Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli.Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 208 km hraða

Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur.

Innlent
Fréttamynd

Tæki og tól til fíkniefnaneyslu

Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í einu tjaldi í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka í nótt, en engin fíkniefni. Nokkrir lögreglumenn fóru í búðirnar að loknum átökunum á vinnusvæðinu, sem áttu sér stað upp úr miðnætti, og var fíkniefnahundur með í för.

Innlent
Fréttamynd

Íkveikjutilraun á Egilsstöðum

Reynt var að kveikja í einbýlishúsi á Egilsstöðum í gær og er talið að barn eða börn hafi verið að verki. Nágranni við húsið sá hvar mikill eldur logaði við útidyr hússins og náði að slökkva hann með handslökkvitæki áður en slökkvilið kom á vettvang.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr innbrotum á Nesinu

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Reykjavík hefur dregið verulega úr innbrotum á Seltjarnarnesi undanfarið, hvort sem litið er til fyrri ára eða hverfa í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdarverk ekki verið kærð

Engar kærur hafa borist lögregluyfirvöldum vegna skemmdarverka þeirra er unnar hafa verið á skiltum og mannvirkjum á virkjunarsvæði Kárahnjúka undanfarna sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

Hrakningar sígaunanna halda áfram

Ekkert lát er á hrakningum sígaunahópsins sem kom hingað til lands í síðustu viku og óskaði eftir pólitísku hæli. Eins og fram er komið var þeim vísað strax aftur úr landi með skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í íbúðarhúsi á Egilsstöðum

Lögregla telur víst að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði við íbúðarhús við Bláskóga á Egilsstöðum í gær. Mildi þykir að eldsins varð vart áður en hann læsti sig í húsið sjálft.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður ökumaður velti bíl sínum

Bíll valt út af Reykjanesbraut laust fyrir kukkan eitt í nótt og reyndist ökumaðurinn ölvaður. Hann var einn í bílnum og meiddist lítilsháttar en bíllinn er stórskemmdur. Við leit í bílnum fundu lögreglumenn lítilræði af fíkniefnum.

Innlent