Reykjavík Fyrst orðið svart ef það verður skortur á hamborgurum Veitingaðurinn Yuzu á Hverfisgötu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Sömu sögu er af segja af Hamborgarafabrikkunni en þar verður lokað vegna sóttkvíar starfsmanna næstu daga, bæði á Höfðatorgi og í Kringlunni. Viðskipti innlent 5.1.2022 17:56 Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. Innlent 5.1.2022 15:58 Linda selur íbúð sína á Rauðarárstíg Markþjálfinn og hlaðvarpsstjórnandinn Linda Baldvinsdóttir hefur sett íbúð sína á Rauðarárstíg á sölu. Um er að ræða glæsilega og nýlega endurnýjaða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í miðbænum. Lífið 5.1.2022 15:01 Dagur í sóttkví og hyggst tilkynna um framtíð sína í pólítík þegar hann losnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í sóttkví eftir að eitt barna hans greindist með Covid-19. Hann segir öllum í fjölskyldunni líða vel en hann muni greina frá því hvort hann hyggst sækjast eftir endurkjöri þegar hann losnar úr sóttkví. Innlent 5.1.2022 12:21 Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. Innlent 4.1.2022 21:51 Rikka er alsæl sem bifreiðasmiður og bílamálari Það færist sífellt í vöxt að ungar konur læri að verða bílamálarar eða bílasmiðir. Gott dæmi um það er Rikka Sigríksdóttir, 21 árs, sem var að útskrifast með hæstu einkunn, sem bifreiðasmiður. Áður hafði hún lært bílamálun þar sem hún fékk líka hæstu einkunn. Innlent 4.1.2022 21:46 Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin. Innlent 4.1.2022 21:01 „Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“ Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð. Innlent 4.1.2022 20:07 Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Lífið 4.1.2022 20:01 Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni? Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. Klinkið 4.1.2022 19:23 „Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“ Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi. Innlent 4.1.2022 18:31 Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. Innlent 4.1.2022 13:07 Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar. Innlent 4.1.2022 11:08 Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. Innlent 4.1.2022 10:56 Sýknaður af mismunun gegn transkonu á Hverfisbarnum Fyrrverandi dyravörður á Hverfisbarnum var sýknaður af mismunun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa vísað Sæborgu Ninju Urðardóttur, transkonu, af skemmtistaðnum vegna kynvitundar hennar. Innlent 4.1.2022 10:28 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. Innlent 4.1.2022 10:22 Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. Innlent 4.1.2022 06:58 Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. Innlent 4.1.2022 06:37 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Innlent 3.1.2022 21:53 „Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. Innlent 3.1.2022 19:00 Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. Innlent 3.1.2022 15:28 Starfsemi Vesturbæjarlaugar lömuð vegna faraldursins Vesturbæjarlaug lokar klukkan tvö í dag vegna mönnunarvanda. Innlent 3.1.2022 13:56 Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. Innlent 3.1.2022 13:36 Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. Innlent 3.1.2022 12:54 Sækist ekki eftir endurkjöri og styður Hildi Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor. Innlent 3.1.2022 08:16 Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Innlent 2.1.2022 22:30 Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Innlent 2.1.2022 18:24 Svifryk ekki yfir mörkum á nýársdag Svifryk á höfuðborgarsvæðinu fór ekki yfir heilusverndarmörk á nýársdag. Mest svifryk mældist í Vesturbænum og við Bústaðaveg. Innlent 2.1.2022 15:04 Hildur gekk í það heilaga um jólin Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook. Lífið 1.1.2022 18:07 Mikill erill hjá lögreglu: Hnífstungur, gróðureldar, flugeldaslys og innbrot Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær og til klukkan níu í morgun. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Innlent 1.1.2022 10:07 « ‹ 211 212 213 214 215 216 217 218 219 … 334 ›
Fyrst orðið svart ef það verður skortur á hamborgurum Veitingaðurinn Yuzu á Hverfisgötu mun ekki opna dyr sínar fyrir hungruðum gestum í dag vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Sömu sögu er af segja af Hamborgarafabrikkunni en þar verður lokað vegna sóttkvíar starfsmanna næstu daga, bæði á Höfðatorgi og í Kringlunni. Viðskipti innlent 5.1.2022 17:56
Skipta um kúrs og bólusetja börn í Laugardalshöll eftir helgi Börn á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu verða bólusett í Laugardalshöll í næstu viku. Ákvörðun var tekin um þetta í dag en upphaflega stóð til að bólusetja börn í skólum. Mannekla hjá heilsugæslunni leiddi til þess að ákveðið var að grípa í varaáætlanir. Innlent 5.1.2022 15:58
Linda selur íbúð sína á Rauðarárstíg Markþjálfinn og hlaðvarpsstjórnandinn Linda Baldvinsdóttir hefur sett íbúð sína á Rauðarárstíg á sölu. Um er að ræða glæsilega og nýlega endurnýjaða tveggja herbergja íbúð á jarðhæð í miðbænum. Lífið 5.1.2022 15:01
Dagur í sóttkví og hyggst tilkynna um framtíð sína í pólítík þegar hann losnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í sóttkví eftir að eitt barna hans greindist með Covid-19. Hann segir öllum í fjölskyldunni líða vel en hann muni greina frá því hvort hann hyggst sækjast eftir endurkjöri þegar hann losnar úr sóttkví. Innlent 5.1.2022 12:21
Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. Innlent 4.1.2022 21:51
Rikka er alsæl sem bifreiðasmiður og bílamálari Það færist sífellt í vöxt að ungar konur læri að verða bílamálarar eða bílasmiðir. Gott dæmi um það er Rikka Sigríksdóttir, 21 árs, sem var að útskrifast með hæstu einkunn, sem bifreiðasmiður. Áður hafði hún lært bílamálun þar sem hún fékk líka hæstu einkunn. Innlent 4.1.2022 21:46
Sprenging í bílaþvotti eftir flugelda Íslendingar flykkjast þessa dagana í þúsundatali með bíla sína á bílaþvottastöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sérstaklega mikil vegna veðurskilyrða eftir flugeldasprengingarnar um áramótin. Innlent 4.1.2022 21:01
„Okkur þykir þetta einkennileg tilviljun“ Grunur leikur á um að sami brennuvargur hafi verið að verki í tveimur eldsvoðum sem hafa orðið við Elliðavatn á aðeins viku. Slökkviliðsmenn horfðu á sumarbústað brenna til grunna í nótt án þess að geta aðhafst nokkuð. Innlent 4.1.2022 20:07
Þríhálsbrotnaði lífshættulega en lætur nú drauminn rætast Henning Jónasson hefur verið viðriðinn íþróttir og líkamsrækt frá æskuárum. Fyrir rúmum þremur árum lenti hann í lífshættulegu slysi þegar hann þríhálsbrotnaði við að stinga sér niður af kletti í Suður-Frakklandi. Hann hlaut þar slíka áverka að læknar töldu ljóst að einstaklega gott líkamlegt form hans hafi orðið honum til lífs. Lífið 4.1.2022 20:01
Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni? Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor. Klinkið 4.1.2022 19:23
„Við erum ekki að fara í neinar afléttingar á næstunni“ Forsætisráðherra segir ekki von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni. Heilbrigðisráðherra segir viðbúið að það verði snúið að halda skólum opnum en afar mikilvægt. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða þá ákvörðun. Óbólusettir séu nú mest íþyngjandi. Innlent 4.1.2022 18:31
Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. Innlent 4.1.2022 13:07
Högg að fá fréttir um sig byggðar á misskilningi lögreglu Framkvæmdastjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir fréttaflutning um að starfsmenn gistiskýlis hafi látið heimilislausan mann sofa úti í kuldanum mikið högg fyrir starfsfólkið. Það hafi enda verið að gera allt rétt, ólíkt því sem lögregla gaf í skyn í dagbók sinni í morgun. Þetta sé misskilningur af hálfu lögreglunnar. Innlent 4.1.2022 11:08
Grunar að kveikt hafi verið í tveimur bústöðum við Elliðavatn á einni viku Grunur er um að kveikt hafi verið í sumarbústað við Elliðavatn í nótt. Um er að ræða annan húsbrunann á þessum slóðum á einni viku og grunur um að einnig hafi verið kveikt í hinu húsinu. Innlent 4.1.2022 10:56
Sýknaður af mismunun gegn transkonu á Hverfisbarnum Fyrrverandi dyravörður á Hverfisbarnum var sýknaður af mismunun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa vísað Sæborgu Ninju Urðardóttur, transkonu, af skemmtistaðnum vegna kynvitundar hennar. Innlent 4.1.2022 10:28
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. Innlent 4.1.2022 10:22
Ákveðið að láta bústað við Elliðavatn brenna til grunna Tekin var sú ákvörðun að láta sumarhús við Elliðavatn brenna til grunna þegar eldur kom upp í því síðla nætur en freista þess að vernda gróður, þar sem bústaðurinn stendur á vatnsverndarsvæði. Innlent 4.1.2022 06:58
Lögregla segir borgina láta mann sofa úti í sjö stiga frosti Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður. Innlent 4.1.2022 06:37
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Innlent 3.1.2022 21:53
„Vinnubrögð borgarinnar vonandi einsdæmi“ Lögmaður fjölfatlaðs manns sem hefur síðan í vor verið neitað um heimaþjónustu vonar að vinnubrögð Reykjavíkurborgar í málinu séu einsdæmi. Maðurinn missti pláss á hjúkrunarheimili aldraðra í gær og var vísað á spítala. Hann segir skrítið að liggja án veikinda á stofnun sem sé á neyðarstigi. Innlent 3.1.2022 19:00
Ónefndur hjólahrellir sér ljósið og snýr við blaðinu Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu. Innlent 3.1.2022 15:28
Starfsemi Vesturbæjarlaugar lömuð vegna faraldursins Vesturbæjarlaug lokar klukkan tvö í dag vegna mönnunarvanda. Innlent 3.1.2022 13:56
Sannfærður um að smitaðir finnist í kennslustofunum Skólastjóri Melaskóla segir starfsfólk skólanna mjög útsett fyrir því að smitast af kórónuveirunni og geta lítið varið sig. Þrátt fyrir að stefnt sé að óbreyttu skólastarfi á morgun þá geti staðan breyst hratt. Innlent 3.1.2022 13:36
Elstu bekkir í Laugarnesskóla verða heima Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri í Laugarnesskóla sem er fyrir nemendur í 1. bekk og upp í 6. bekk, hefur ákveðið að nemendur í elstu tveimur árgöngunum mæti ekki í skólann þessa vikuna. Endurskoða á stöðuna í lok viku. Ástæðan er forföll kennara vegna kórónuveirufaraldursins. Yngri krakkar fá forgang í skólann. Innlent 3.1.2022 12:54
Sækist ekki eftir endurkjöri og styður Hildi Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor. Innlent 3.1.2022 08:16
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. Innlent 2.1.2022 22:30
Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Innlent 2.1.2022 18:24
Svifryk ekki yfir mörkum á nýársdag Svifryk á höfuðborgarsvæðinu fór ekki yfir heilusverndarmörk á nýársdag. Mest svifryk mældist í Vesturbænum og við Bústaðaveg. Innlent 2.1.2022 15:04
Hildur gekk í það heilaga um jólin Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, giftist Jóni Skaftasyni nú um jólin. Frá þessu greinir Hildur á Facebook. Lífið 1.1.2022 18:07
Mikill erill hjá lögreglu: Hnífstungur, gróðureldar, flugeldaslys og innbrot Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 125 mál eru skráð frá klukkan 17 síðdegis í gær og til klukkan níu í morgun. Talsvert var um tilkynningar um gróðurelda en meirihluti þeirra var um að ræða minniháttar elda. Innlent 1.1.2022 10:07