Lífið

„Er þetta kannski eitt­hvað sem þú vilt senda okkur í tölvu­pósti“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stuð í fyrsta matarboðinu.
Stuð í fyrsta matarboðinu.

Það má með sanni segja að fyrsti þátturinn af Bannað að hlægja á Stöð 2 hafi vakið mikla athygli en serían hóf göngu sína á föstudagskvöldið.

Þar mættu þau Jóhann Ásbjörnsson, Sverrir Þór Sverrisson, Rikki G, Júlíana Sara og Hildur Vala í matarboð sem Auðunn Blöndal stóð fyrir.

Eina reglan í boðinu var að það var bannað hlægja. En gestir í matarboðinu áttu aftur á móti að gera allt sem þeir gátu til að fá hina til að hlægja.

Leikkonan Hildur Vala fór mikinn í boðinu en hún fékk það verkefni um tíma að tala bara ensku. Það gekk einstaklega vel og voru hinir gestirnir í vandræðum með að springa ekki úr hlátri.

Júlíana Sara sló til og fór að tala ensku til baka og úr varð sprenghlægileg sena. En undir lokin varð Júlíana nokkuð meyr og hrósaði sessunautum sínum fyrir matarboðið í nokkuð löngu máli. Sveppi var ekki lengi að grípa orðið og sagði þá: „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti.“

Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.

Klippa: Mátti bara tala ensku





Fleiri fréttir

Sjá meira


×