Grindavík Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. Innlent 20.11.2023 10:18 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Innlent 20.11.2023 08:35 Vaktin: Hættusvæðið stækkar Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell. Innlent 20.11.2023 06:39 Drónamyndir RÚV sýni mjög ólíklega kviku Rauðar ljóstírur sem sáust í drónaskoti í kvöldfréttatíma RÚV eru að sögn veðurfræðings mjög ólíklega kvika. Ekkert bendi til þess að gos sé hafið. Innlent 20.11.2023 00:16 Breyting á innkomu í Grindavík vegna landriss Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. Innlent 20.11.2023 00:07 Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Innlent 19.11.2023 21:42 „Skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá meiri vissu“ Kallað hefur verið eftir að bankar sýni samfélagslega ábyrgð vegna bankalána Grindvíkinga. Bankastjóri Landsbankans segir að gott samtal um stöðu Grindvíkinga milli bankans og stjórnvalda eigi sér nú stað. Innlent 19.11.2023 20:09 Land rís hratt við Svartsengi Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember. Innlent 19.11.2023 19:54 Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. Innlent 19.11.2023 17:16 „Inn í miðjum storminum sér maður ekki neitt“ Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir að óvissan í Grindavík muni ekki hafa góð áhrif á verðbólguna. Þó séu þau háð því hvernig mál þróast á Reykjanesi. Viðskipti innlent 19.11.2023 15:48 Samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju Séra Elínborg Gísladóttir mun leið samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju klukkan fimm í dag. Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík munu flytja ávörp. Innlent 19.11.2023 14:22 Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. Innlent 19.11.2023 13:37 „Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. Innlent 19.11.2023 12:18 Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. Innlent 19.11.2023 12:10 Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. Körfubolti 19.11.2023 10:30 Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. Innlent 19.11.2023 08:18 Öflugur skjálfti talsvert langt frá kvikuganginum Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist klukkan 05:35 í morgun, um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2023 07:13 Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Innlent 18.11.2023 21:47 Aðstæður svipi verulega til upphafs eldgossins í mars 2021 Átta sólarhringar eru síðan innskot ruddi sér leið inn í jarðskorpuna undir Grindavík. Öll gögn þykja benda til þess að kvika sé komin í efstu lög jarðskorpunnar, jafnvel í efstu 500 metrana. Innlent 18.11.2023 20:59 Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Innlent 18.11.2023 20:10 Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. Innlent 18.11.2023 18:41 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Þór Ak. 93-63 | Upprúllun hjá Grindavíkurkonum Grindavík vann þrjátíu stiga sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Smáranum í Subway-deild kvenna. Gríðarleg stemmning var á leiknum og Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann. Körfubolti 18.11.2023 13:15 Matarboð með fyrirvara um eldgos Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Lífið 18.11.2023 16:41 Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. Innlent 18.11.2023 14:00 Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Innlent 18.11.2023 13:53 Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Skoðun 18.11.2023 13:30 Þurfi ekki mikil átök til að kvikan nái til yfirborðs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir að staðan á Reykjanesi í dag sé svipuð og hún hefur verið. Það dragi úr aflögun og skjálftavirkni með hverjum degi sem líður. Innlent 18.11.2023 13:30 „Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. Innlent 18.11.2023 13:01 Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna vegna ástandsins á Reykjanesskaga verður haldinn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 18.11.2023 12:50 Frír fiskur og franskar handa Grindvíkingum Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Innlent 18.11.2023 11:49 « ‹ 35 36 37 38 39 40 41 42 43 … 72 ›
Upplýsingafundur Almannavarna vegna ástandsins í Grindavík Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar í Skógarhlíð klukkan 11 í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri Almannavarna, stjórnar fundinum. Innlent 20.11.2023 10:18
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. Innlent 20.11.2023 08:35
Vaktin: Hættusvæðið stækkar Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst yfir kvikuganginum á Reykjanesi frá hádegi. Sá stærsti var 2,7 að stærð og átti upptök sín norðauastan við Hagafell. Innlent 20.11.2023 06:39
Drónamyndir RÚV sýni mjög ólíklega kviku Rauðar ljóstírur sem sáust í drónaskoti í kvöldfréttatíma RÚV eru að sögn veðurfræðings mjög ólíklega kvika. Ekkert bendi til þess að gos sé hafið. Innlent 20.11.2023 00:16
Breyting á innkomu í Grindavík vegna landriss Vegna nýrra gagna sem sýna aukið landris við Svartsengi hefur lögreglan á Suðurnesjum ákveðið að þau sem hafa fengið skilaboð um innkomu í Grindavík á morgun vegna verðmætabjörgunar mæti við lokunarpóst við mót Krísuvíkurvegar og Suðurstrandarvegar, í stað Grindavíkurvegs og Reykjanesbrautar. Innlent 20.11.2023 00:07
Fjölmiðlar svekktir yfir því að fá ekki að fara inn í Grindavík Miðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna náttúruhamfaranna í Grindavík var opnuð í dag. Þýskur fréttamaður á heimleið segist svekktur yfir að hafa ekki fengið að fara inn í Grindavík. Innlent 19.11.2023 21:42
„Skiljanlegt að Grindvíkingar vilji fá meiri vissu“ Kallað hefur verið eftir að bankar sýni samfélagslega ábyrgð vegna bankalána Grindvíkinga. Bankastjóri Landsbankans segir að gott samtal um stöðu Grindvíkinga milli bankans og stjórnvalda eigi sér nú stað. Innlent 19.11.2023 20:09
Land rís hratt við Svartsengi Bylgjuvíxlmynd Veðurstofu Íslands sýnir aukin hraða í landrisi á svæðinu umhverfis Svartsengi. Myndir sýna landris allt að 30 mm á einum sólarhring á milli dagana 18.-19. nóvember. Innlent 19.11.2023 19:54
Myndir úr Grindavík: Mikið tjón blasir við sjónum Grindvíkingar eru í óðaönn við að koma verðmætum sínum úr bænum og við þeim blasir gríðarmikið tjón. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fangaði stöðuna á filmu í dag. Innlent 19.11.2023 17:16
„Inn í miðjum storminum sér maður ekki neitt“ Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir að óvissan í Grindavík muni ekki hafa góð áhrif á verðbólguna. Þó séu þau háð því hvernig mál þróast á Reykjanesi. Viðskipti innlent 19.11.2023 15:48
Samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju Séra Elínborg Gísladóttir mun leið samverustund fyrir Grindvíkinga í Keflavíkurkirkju klukkan fimm í dag. Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Fannar Jónasson, bæjarstjórinn í Grindavík munu flytja ávörp. Innlent 19.11.2023 14:22
Frekari aðgerðir fyrir Grindvíkinga til skoðunar Aðgerðir til að koma til móts við Grindvíkinga eru til skoðunar hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Samskipti við stjórnvöld um næstu skref séu hafin. Innlent 19.11.2023 13:37
„Það þarf að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga“ Þingmenn af Suðurnesjum segja nauðsynlegt að finna lausn á lánamálum Grindvíkinga svo íbúar þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur. Bankarnir hafi svigrúm til þess að leggja sitt af mörkum. Ef þeir taki ekki af skarið sjálfir þurfi stjórnvöld að grípa til aðgerða. Innlent 19.11.2023 12:18
Söfnun fyrir Grindvíkinga gengur vel Söfnun Rauða krossins til stuðnings Grindvíkingum og til þess að efla viðbragð samtakanna við náttúruhamförunum á Reykjanesskaganum hefur gengið vel. Innlent 19.11.2023 12:10
Myndaveisla: Grindvíkingar tóku yfir Smárann Það var sannkallaður Grindavíkurdagur í Smáranum í gær þegar körfuboltalið félagsins í karla- og kvennaflokki léku í Subway-deildunum. Mikil stemmning var á svæðinu og gulur og blár litur allsráðandi. Körfubolti 19.11.2023 10:30
Íbúar og fyrirtæki mega fara til Grindavíkur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að hleypa íbúum ríflega eitt hundrað heimila í Grindavík inn í bæinn í dag. Þá verður starfsfólki fyrirtækja leyft að fara inn í bæinn eftir klukkan 15. Innlent 19.11.2023 08:18
Öflugur skjálfti talsvert langt frá kvikuganginum Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 mældist klukkan 05:35 í morgun, um þrjá kílómetra vestur af Kleifarvatni. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.11.2023 07:13
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. Innlent 18.11.2023 21:47
Aðstæður svipi verulega til upphafs eldgossins í mars 2021 Átta sólarhringar eru síðan innskot ruddi sér leið inn í jarðskorpuna undir Grindavík. Öll gögn þykja benda til þess að kvika sé komin í efstu lög jarðskorpunnar, jafnvel í efstu 500 metrana. Innlent 18.11.2023 20:59
Grindvíkingar ennþá samfélag þrátt fyrir að vera að heiman Fyrr í kvöld fóru fram körfuknattleikir kvenna- og karlaliða Grindavíkur gegn Þór á Akureyri og Hamri í Subway-deildinni í Smáranum í Kópavogi. Grindvískur þingmaður segir þann stuðning sem Grindvíkingar fá frá þjóðinni hvetja þá áfram. Innlent 18.11.2023 20:10
Opna fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla vegna jarðhræringa Ferðamálastofa mun á morgun opna miðstöð fyrir fjölmiðlafólk sem komið hefur til landsins til þess að fjalla um jarðhræringar og yfirvofandi eldgos á Reykjanesskaga. Almannavarnir eru meðal rekstraraðila og stefnt er á að fulltrúar á vegum stjórnvalda komi daglega við í miðstöðinni til þess að svara spurningum. Innlent 18.11.2023 18:41
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Þór Ak. 93-63 | Upprúllun hjá Grindavíkurkonum Grindavík vann þrjátíu stiga sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Smáranum í Subway-deild kvenna. Gríðarleg stemmning var á leiknum og Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann. Körfubolti 18.11.2023 13:15
Matarboð með fyrirvara um eldgos Grindvíkingarnir Hallgrímur Hjálmarson og maðurinn hans Geir Andersen neita að leyfa neikvæðninni að ráða og efna til matarboðs á heimili sínu í Grindavík í janúar næstkomandi. Lífið 18.11.2023 16:41
Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. Innlent 18.11.2023 14:00
Allt bendi til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir að Grindvíkingar þurfi að búa sig undir það að búa annars staðar en heima hjá sér næstu mánuðina. „Því miður bendir allt til þess að það verði ekki haldin venjuleg jól í Grindavík.“ Innlent 18.11.2023 13:53
Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Skoðun 18.11.2023 13:30
Þurfi ekki mikil átök til að kvikan nái til yfirborðs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands, segir að staðan á Reykjanesi í dag sé svipuð og hún hefur verið. Það dragi úr aflögun og skjálftavirkni með hverjum degi sem líður. Innlent 18.11.2023 13:30
„Bankarnir eru að pissa í skóinn sinn“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur, segist enn ekki búinn að meðtaka fyllilega aðstæðurnar sem upp eru komnar. Hann vill að því verði komið í kring að Grindvíkingar geti keypt nýbyggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu og húsnæðislán þeirra í Grindavík verði fryst að fullu. Innlent 18.11.2023 13:01
Bein útsending: Upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna vegna ástandsins á Reykjanesskaga verður haldinn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 18.11.2023 12:50
Frír fiskur og franskar handa Grindvíkingum Hjálparsamtökin World Central Kitchen ætla að bjóða Grindvíkingum upp á ókeypis fisk og franskar í Smáranum í Kópavogi í dag. Þar fara fram leikir karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Innlent 18.11.2023 11:49