Kjaramál

Fréttamynd

Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn

Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn.

Innlent
Fréttamynd

Gæti stefnt í átök á vinnumarkaði

Starfsgreinasamband Íslands afhenti fulltrúum Samtaka atvinnulífsins kröfugerð vegna komandi kjarasamninga í morgun. Formaður sambandsins segir eitt stærsta baráttumálið að létta á greiðslubyrði launafólks. Náist það ekki stefni í óefni á íslenskum vinnumarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Segir leitun að við­líka ráðningar­samningi

Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi.

Innlent
Fréttamynd

Næstu tvö ár ráða úrslitum

Þegar litið er yfir sviðið, á þau óveðurský sem nú hrannast upp víðast hvar í hagkerfum heimsins er ljóst að hagstjórn á komandi tveimur árum eða svo getur ráðið miklu um áframhaldandi lífskjarasókn íslensks almennings næsta áratuginn. Fjármálastjórnin og peningamálastjórnin verða að ganga í takt.

Umræðan
Fréttamynd

Heimskra manna ráð

Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.).

Skoðun
Fréttamynd

Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar

Flosi Eiríksson, fram­kvæmda­stjóri Starfs­greina­sam­bandsins og Sigmar Vil­hjálms­son, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn Ís­lensku óperunnar hefur greitt Þóru

Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina.

Innlent
Fréttamynd

Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu

Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska óperan hyggst ekki á­frýja dómi Lands­réttar

Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 

Innlent
Fréttamynd

Hrun í tekju­hlut­­deild ís­­lenskrar tón­listar

Samanlagðar tekjur íslenskra tónlistarrétthafa af plötusölu og streymi hækkuðu um 5% milli 2020 og 2021. Aukast þær nú fjórða árið í röð en fyrir það mældist sjö ára samfelldur tekjusamdráttur. Þrátt fyrir aukninguna hefur hlutdeild íslenskrar tónlistar minnkað á hverju ári og er nú lægri en nokkru sinni fyrr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hugmynd um að lækka laun

Sigmar Vilhjálmsson setti fram á dögunum eina hugmynd í viðbót um hvernig hægt er að lækka laun hjá fólki í ferðaþjónustu og veitingageiranum.

Skoðun
Fréttamynd

Hugmyndir Simma fara illa í landsmenn

Grein Sigmars Vilhjálmssonar, athafnamanns og formanns Atvinnufjelagsins, sem birtist á Vísi í gær virðist ekki hafa farið vel í landsmenn. Á netmiðlum hafa notendur keppst við að gagnrýna hugmyndir Sigmars og þurfti hann sjálfur að verja sig í kommentakerfum netmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Vaktar­á­lag og raun­veru­leg á­hrif þess

Vinsæll sjónvarpsmaður og atvinnurekandi í veitingargeiranum sendi hér inn grein 1.júní þar sem að hann segist ekki skilja af hverju launþegar fá vaktarálag á kvöldin og um helgar. Þetta er ansi áhugavert þar sem hann rekur sjálfur fjöldann allan af veitingarstöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarið er tíminn fyrir jafn­launa­vottun

Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fangi í bar­áttunni fyrir hús­næðis­öryggi

Áfanga var náð í húsnæðismálum í gær þegar húsnæðishópur þjóðhagsráðs skilaði af sér tillögum sínum. Það er ekkert launungarmál að við í verkalýðshreyfingunni vildum ganga lengra, enda staðan á leigumarkaði og hjá þeim sem bera nú íþyngjandi vaxtahækkanir orðin óbærileg.

Skoðun
Fréttamynd

Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls

Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund.

Innlent
Fréttamynd

Virðing vinnandi fólks

Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það.

Skoðun
Fréttamynd

Er lífið lotterí?

Það er óskandi að lítið verði um slys eða veikindi á sjó og landi fram undir lok mánaðar, og jafnvel í allt sumar, því staða mönnunar hjá þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands stendur ansi tæp.

Skoðun