Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 13:48 Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, gagnrýnir ráðningarsamning nýs bæjarstjóra, Ásdísar Kristjánsdóttur. Samsett mynd. Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ráðningarsamningurinn gerir ráð fyrir launum upp á 2.380.021 kr (samkvæmt þróun launavísitölu) en inni í þeim tölum eru innifalin laun fyrir nefndarstörf. Auk launa fær bæjarstjóri greiddan útlagðan kostnað vegna bifreiðarnotkunar sem nemur 1.250 kílómetrum á mánuði. Að núvirði ígildir það 158.750 króna mánaðarlega, eða tæpum 2 milljónum á ári. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, gagnrýnir nýjan ráðningarsamning bæjarstjóra Kópavogs harðlega.Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, lagði fram bókun á fundinum þar sem hún gagnrýndi ákvæði um aksturskostnað í samningum. Ákvæðið væri gamaldags og styngi í stúf við málefnasamning meirihlutans þar sem segir að vistvænir ferðamátar og virðing fyrir umhverfinu leiki lykilhlutverk. Þá sagði hún leitun að viðlíka samning og ráðningarsamning nýs bæjarstjóra. Laun Almars Guðmundssonar, nýs bæjarstjóra Garðabæjar, vöktu einnig gagnrýni fyrir skömmu þó þau væru 20% lægri en laun fráfarandi bæjarstjóra, Gunnars Einarssonar. Þrátt fyrir launalækkunina eru laun Almars enn þónokkuð hærri en Ásdísar og nema um 2,7 milljónum á mánuði með inniföldum launum fyrir nefndarstörf. Íslendingar í sérflokki Gagnrýni á laun bæjarstjóra er ekki ný af nálinni. Það vakti mikla athygli fyrir fjórum árum þegar greint var frá því að bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar væru með hærri laun en borgarstjórar margra stærstu borga heims. Í kjölfar gagnrýninnar fyrir fjórum árum lagði Ármann Kr. Ólafsson, þáverandi bæjarstjóri Kópavogs, til að laun bæjarstjóra yrðu lækkuð um 15% sem var samþykkt. Ári fyrir það höfðu laun hans aftur á móti hækkað um 32,7% milli áranna 2016 og 2017, hækkun upp á 612 þúsund. Ekki náðist í Orra Hlöðversson, oddvita Framsóknarflokksins og formann bæjarráðs, sem samdi ráðningarsamninginn. Tengd skjöl Ráðningarsamningur_bæjarstjóraPDF101KBSækja skjal
Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Kjaramál Tengdar fréttir Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31