Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Gítargoðsögnin Jeff Beck er látinn

Enski gítarleikarinn Jeff Beck er látinn 78 ára að aldri. Beck náði miklum vinsældum með hljómsveitinni Yardbirds, áður en að hann einbeitti sér að sólóferli sínum. Hann hefur lengi verið einn ástsælasti gítarleikari heims. 

Lífið
Fréttamynd

Segist sár eftir að hafa horft á Tár

Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ís­land með stór­­leik í er­­lendum tón­listar­­mynd­böndum

Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna.

Tónlist
Fréttamynd

Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn

Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi.

Skoðun
Fréttamynd

Rapparinn Yung Nigo Drippin' með endur­komu

Á miðnætti kom út platan Stjörnulífið með rapparanum Yung Nigo Drippin'. Platan markar endurkomu rapparans en hann hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár. Hann hefur legið undir feldi og unnið að plötunni frá árinu 2019.

Lífið
Fréttamynd

Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA

Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun.

Tónlist
Fréttamynd

Tólf hundruð eldri borgarar mættu á general­prufu

Árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófu göngu sína í kvöld en fjórir tónleikar fara fram þetta árið. Tónleikarnir hafa verið haldnir síðan árið 1972. Hefð hefur skapast fyrir því að bjóða eldri borgurum á generalprufu tónleikanna.

Tónlist
Fréttamynd

Ingó hyggur á stór­tón­leika í Há­skóla­bíó í mars

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá.

Lífið
Fréttamynd

Ólafur Arnalds og Sandra­yati giftu sig á Balí

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar.  

Lífið