RAX Augnablik

RAX Augnablik

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.

Fréttamynd

„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“

Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið.

Menning
Fréttamynd

Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims

Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar.

Menning
Fréttamynd

„Þetta var partur af hans lífsgleði“

„Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn.

Lífið
Fréttamynd

„Mér hefur þótt erfitt að sleppa takinu“

Þann 4. febrúar frumsýnir Inga Maren Rúnarsdóttir verkið Hvíla sprungur á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Dansarar sýningarinnar eru þau Ásgeir Helgi Magnússon, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson.

Menning
Fréttamynd

Dagarnir lengjast og válynd veður

Janúar getur verið mörgum þungbær, ekki síst þegar veðurguðirnir berja á allt og alla, líkt og raunin er í kvöld. Mánuðurinn bíður þó upp á þá vonarglætu að dagsljósið hefur smám saman betur gegn myrkrinu.

Lífið
Fréttamynd

Svona er staðan í Grímsvötnum séð úr flugvélinni hjá RAX

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um tæpa tíu metra og gert er ráð fyrir að hlaup hefjist nú um helgina. Búist er við að hlaupið verði minna en spár gerðu upphaflega ráð fyrir en áfram eru taldar líkur á að gos fylgi í kjölfarið. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Grímsvötn í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“

„Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson.

Menning