Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. mars 2022 07:00 Yakutsk í Síberíu er kaldasta borg heims. RAX Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. „Þetta er einhver kaldasti staður sem fólk býr á,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Hann segir að þarna sé alltaf kalt og oft erfitt að vita hversu mikið frostið er. „Þú veist að það er kalt ef það er yfir 50, þá er frí í skólanum. Það er viðmiðið.“ Munurinn á hitastiginu á svæðinu á vetri og sumri er um hundrað gráður. „Ég er búinn að fara að vetri til og myndaði í 53 gráðu frosti.“ Næsta stóra ljósmyndaævintýri RAX fyrir stóra Norðurslóðaverkefnið er að heimsækja Síberíu og hefði hann verið farinn af stað ef ekki væri fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilefni af ferðinni verða sýndir þrír þættir af RAX Augnablik um myndir sem hann hefur tekið í Síberíu á ferlinum og þetta er annar þátturinn í röðinni en þann fyrsta má sjá neðar í fréttinni. RAX Augnablik eru örþættir og birtast alla sunnudaga hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Klippa: RAX Augnablik - Lífið í 53 stiga frosti Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. „Þetta var fyrir mig eins og að detta ofan í holu fulla af demöntum. Það var einhvern veginn allt flott að mynda.“ Hann lýsir heimsókninni eins og að stíga inn í leikrit sem gerist fyrir hundrað árum. „Þetta var eins og þú værir á leiksviði í leikriti, eins og þú hefðir farið úr sætinu þínu og gengið á milli og myndað. Þetta var ótrúlega flott leiksvið, eins og að fara aftur í tímann.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Rússland Menning Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. 13. mars 2022 07:01 „Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. 11. mars 2022 09:30 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er einhver kaldasti staður sem fólk býr á,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Hann segir að þarna sé alltaf kalt og oft erfitt að vita hversu mikið frostið er. „Þú veist að það er kalt ef það er yfir 50, þá er frí í skólanum. Það er viðmiðið.“ Munurinn á hitastiginu á svæðinu á vetri og sumri er um hundrað gráður. „Ég er búinn að fara að vetri til og myndaði í 53 gráðu frosti.“ Næsta stóra ljósmyndaævintýri RAX fyrir stóra Norðurslóðaverkefnið er að heimsækja Síberíu og hefði hann verið farinn af stað ef ekki væri fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Í tilefni af ferðinni verða sýndir þrír þættir af RAX Augnablik um myndir sem hann hefur tekið í Síberíu á ferlinum og þetta er annar þátturinn í röðinni en þann fyrsta má sjá neðar í fréttinni. RAX Augnablik eru örþættir og birtast alla sunnudaga hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Klippa: RAX Augnablik - Lífið í 53 stiga frosti Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. „Þetta var fyrir mig eins og að detta ofan í holu fulla af demöntum. Það var einhvern veginn allt flott að mynda.“ Hann lýsir heimsókninni eins og að stíga inn í leikrit sem gerist fyrir hundrað árum. „Þetta var eins og þú værir á leiksviði í leikriti, eins og þú hefðir farið úr sætinu þínu og gengið á milli og myndað. Þetta var ótrúlega flott leiksvið, eins og að fara aftur í tímann.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Rússland Menning Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. 13. mars 2022 07:01 „Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. 11. mars 2022 09:30 RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01 „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. 13. mars 2022 07:01
„Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið“ Ragnar Axelsson myndaði eitt sinn lífið í Lofoten í Noregi þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. 11. mars 2022 09:30
RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. 6. mars 2022 07:01
„Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00