Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Hart var tekist á í Pallborðinu í gær um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem Gunnar Smári Egilsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna, sögðust harðlega á móti. Innlent 14.11.2024 14:03
„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ Innlent 13.11.2024 17:42
Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Pallborðsins í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 13.11.2024 11:27
Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Svandís Svavarsdóttir segir að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hafi ekki látið í ljósi neinar mótbárur þegar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra talaði fyrir máli sem varðar lokuð búsetuúrræði hælisleitenda. Innlent 4. nóvember 2024 16:02
Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Forystukonur hjá Vinstri grænum, Sósíalistum og Pírötum mæta í beina útsendingu í kosningapallborð fréttastofunnar klukkan 14. Innlent 4. nóvember 2024 12:15
„Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Innlent 30. október 2024 22:00
Sammála um að of langt hafi verið gengið á Covid-tímum Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 freistaði þess að fá oddvita þeirra flokka við Pallborðið sem sækja fylgi sitt á hægri væng stjórnmálanna til að skerpa á því hvað það væri sem sameinaði þá og um hvað þeir væru ósammála. Innlent 30. október 2024 16:04
Kosningapallborðið: Formenn flokka sem bítast um fylgi frá hægri Í dag er mánuður til alþingiskosninga sem fara fram þann 30. nóvember. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis heldur áfram að fá til sín góða gesti í Kosningapallborðið og nú er komið að fyrsta pallborðinu með formönnum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Innlent 30. október 2024 11:29
Grímur, Halla Hrund, Jens Garðar og Víðir mæta í Pallborðið Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru komnir fram hjá fimm stjórnmálaflokkum í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Tólf framboð eru að safna meðmælum fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og taka sæti á listum flokkanna. Þá eru kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 28. október 2024 10:22
Skoða hvort lög hafi verið brotin við rannsókn lögreglu Lögmaður Blaðamannafélgsins, vegna rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun- og símastuldi, segir tjáningarfrelsi blaðamanna undir í málinu. Hvaða blaðamaður sem er hefði getað orðið fyrir því að lenda á sakamannabekk, fyrir það eitt að sinna vinnunni sinni. Félagið skoðar nú hvort lögregla hafi brotið lög. Innlent 25. október 2024 07:03
Dyggðaskreytingar og grænþvottur kapítalismans Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Pallborð Vísis tók stikkprufu á hinu svokallaða „frægðarfólki“ sem er nú í framboði og þar var ýmislegt látið flakka sem í frásögur er færandi. Hér fóru greinilega ekki atvinnumenn í pólitík sem vöfðu mál sitt í margfaldan umbúðapappír. Innlent 24. október 2024 07:04
Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Innlent 23. október 2024 18:26
Kosningapallborð: Nýliðar í landsmálapólitík mætast Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og lýst áhuga á að taka sæti á Alþingi og kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 23. október 2024 10:56
„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. Innlent 22. október 2024 09:03
Oddný gleymir aldrei símtali Bjarna Ben Oddný Harðardóttir minnist símtals frá Bjarna Benediktssyni eftir að Samfylkingin beið afhroð í þingkosningunum árið 2016. Brynjar Níelsson segist alls ekki hafa gefist upp á Jóni Gunnarssyni. Þetta var meðal þess sem fram kom í Kosningapallborði á Vísi þar sem gestir fóru um víðan völl. Innlent 21. október 2024 16:11
Kosningapallborð: Kanónur kveðja Fyrsta formlega kosningapallborð fréttastofunnar fyrir alþingiskosningarnar verður helgað reyndum þingmönnum sem eru að kveðja sviðið og hafa tekið ákvörðun um að láta gott heita. Innlent 21. október 2024 13:07
„Þetta mál er lögregluembættinu til ævarandi skammar“ Lögreglan á Norðurlandi eystra var harðlega gagnrýnd í Pallborði Vísis í gær en gestir voru þau Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Heimildarinnar. Þau voru sakborningar í máli sem varðar meinta byrlun og svo símastuld af Páli skipstjóra Steingrímssonar. Innlent 17. október 2024 07:02
Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Innlent 16. október 2024 10:38
„Ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn“ Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn. Innlent 14. október 2024 16:45
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14. október 2024 12:24
„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Innlent 1. október 2024 09:02
Lilja í uppáhaldi eftir að hún húðskammaði Arnar Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og nýr meðlimur Viðreisnar, og Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, nefndu báðir Lilju Alfreðsdóttur þegar þeir voru spurðir út í hver væri þeirra uppáhaldsþingmaður í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 30. september 2024 14:35
Hvernig þingmenn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær? Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13. Innlent 30. september 2024 10:46
Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. Innlent 24. september 2024 14:21