„Ekki góð þróun“ að flokkarnir drösli frægu fólki á listana Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 09:03 Snorri, Halla Hrund, Ragnar Þór, Víðir og Alma ætla fram og Grímur íhugar framboð. Þau hafa öll verið áberandi í fjölmiðulm undanfarin misseri og ár. Vísir Skiptar skoðanir voru á svokallaðri „frægðarvæðingu“ í komandi Alþingiskosningum í Pallborðinu í gær. Þingmaður Samfylkingarinnar sýnir þróuninni skilning en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki góða þróun að stjórnmálaflokkur geti verið eins og hilluvara fyrir frægt fólk. Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Borið hefur á þeirri þróun undanfarnar Alþingiskosningar að stjórnmálaflokkar skipi í meira mæli nöfn þekktra einstaklinga úr ýmsum kimum samfélagsins á framboðslista sína. Tveir þriðju hlutar Covid-þríeykisins skipa nú lista Samfylkingarinnar. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík og Jón Gnarr vill á lista Viðreisnar. Hann er þó ekki sá eini úr forsetaslagnum sem vill á þing en Halla Hrund Logadóttir leiðir Framsókn í Suðurkjördæmi og Viktor Traustason vill á lista Pírata. Þá íhugar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn framboð fyrir Viðreisn. Taki langan tíma að kynna inn nýjan frambjóðanda Oddný Guðrún Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir frægðarvæðingu kosninganna í ár fylgja því hve stutt var til Alþingiskosninga þegar þær voru boðaðar. „Það er enginn tími til þess að kynna frambjóðandann. Þú þarft langan tíma til þess að kynna nýjan frambjóðanda.“ Verða málefnin þá ekki svolítið undir? „Það þarf að draga þau fram í þessari stuttu kosningabaráttu með skilvirkum hætti líka. En ég hef alveg skilning á þessu. Þú teflir ekki einhverjum í efstu sætin sem fólk veit ekki um,“ segir Oddný og bendir á að kjósendur þurfi að auki að taka ákvarðanir hratt. Í fyrsta formlega kosningapallborði fréttastofunnar að þessu sinni ræddu fráfarandi kanónur fjögurra flokka komandi Alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst ekki á sama máli. „Mér finnst það ekki góð þróun að stjórnmálaflokkur sé bara eins og hver önnur hilluvara fyrir frægt fólk,“ segir hann. „Ef menn ætla að drösla einhverju frægu og þekktu fólki, þá er ágætt að þetta fólk hafi einhvern tímann talað um stjórnmál eða þjóðfélagsmál. Þannig að menn viti eitthvað um það,“ segir Brynjar. Hann sýni því minni skilning þegar stórir flokkar kynna fræg nöfn inn á listana sína. „Ég skil þetta í þessum litlu flokkum, sem ég kalla smáflokkum, sem hafa enga grasrót og ekki neitt. En mér finnst verra ef rótgrónir flokkar, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin eða Framsókn, væru mikið í þessu.“ Vitað að þríeykið vinni að hagsmunum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata segir þróunina mögulega geta skýrst af því að fólk treysti frekar stöku stjórnmálafólki en síður stjórnmálaflokkum. „Þó að málefnin skipti máli þá held ég að það sem skiptir mestu máli er að trúa því að einstaklingurinn er að fara að vinna að hagsmunum almennings. Ég held að fólk sé svolítið farið back to basics, og ég held að það skapist þegar það er einhvers konar óvissa,“ segir Arndís Anna og nefnir breyttar áherslur Samfylkingarinnar sem dæmi. „Fólk treystir ekki þessu með flokkana og málefnin og loforðin og ákveður þá bara að kjósa einhvern sem það treystir. Og það getur þá bara verið einhver úr þríeykinu, sem við vitum að var að vinna að hagsmunum allra,“ bætir hún við. Þáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Umræðan sem hér er fjallað um hefst á 33. mínútu.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Pallborðið Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent