Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Finnst ég vera góður

    22 ára gamli markvörður Akureyrar, Sveinbjörn Pétursson, var í gær valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Þessi síðhærði markvörður á stuttbuxunum hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir vasklega frammistöðu sem nú hefur skilað honum landsliðssæti.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sturla: Þetta er stórkostlegt

    Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, brosti út að eyrum eftir að Valur hafði tryggt sér bikarmeistaratitil karla í handknattleik í dag. Þetta var fyrsti stóri titill Sturlu í meistaraflokki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur bikarmeistari karla

    Valsmenn urðu í dag bikarmeistarar karla í þriðja sinn á fjórum þegar þeir unnu dramatískan sigur á Akureyri, 24-26. Leikurinn var æsispennandi allt til loka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Atli: Erum ekki búnir að vinna neitt

    Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, náði aldrei að gera KA- menn að bikarmeisturum á sínum tíma en hann fær í dag tækifæri til þess að gera Akureyri að bikarmeisturum fyrstur allra.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sturla: Gaman að spila á dúknum

    Breiðhyltingurinn Sturla Ásgeirsson mun leið Valsmenn til leiks í úrslitum Eimskipsbikarsins gegn Akureyri í dag. Sturla er á sínu fyrsta ári með Valsmönnum og strax kominn í Höllina en þangað hefur hann ekki komist áður.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Halldór rekinn frá Haukum - Gunnar Berg og Birkir Ívar taka við

    Halldór Ingólfsson var í dag rekinn sem þjálfari karlaliðs Hauka í N1 deild karla í handbolta. Halldór tók við liði Hauka síðasta sumar af Aroni Kristjánssyni sem hafði gert Hauka að Íslandsmeisturum tvö í röð. Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson taka við liðinu samkvæmt heimildum ruv.is.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar fóru illa með toppliðið - myndir

    FH-ingar sýndu styrk sinn í gær þegar liðið vann sannfærandi sjö marka sigur á toppliði Akureyrar í 15. umferð N1 deild karla. Forskot Norðanmanna á toppnum minnkaði þó ekkert þar sem hvorki Fram eða HK tókst að vinna sína leiki.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn mæta á góðu skriði í Höllina - myndir

    Valsmenn unnu sinn þriðja leik á rúmri viku þegar liðið sótti tvö stig í Digarnesið í gærkvöldi. Valur vann þá 32-28 sigur á HK og endaði þriggja leikja sigurgöngu heimamanna sem höfðu ekki tapað leik á árinu 2011.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Gunnar Andrésson: "Liðsheildin skóp sigurinn“

    Ég er mjög ánægður með þetta enda flottur leikur hjá okkur. Búið að vera andlega erfitt hjá okkur, búnir að tapa 5 leikjum með einu marki í vetur og svo höfum við verið lélegir eftir áramót,“ sagði Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar eftir 32-26 sigur liðsins gegn Fram í kvöld í N1 –deild karla í handbolta.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni

    Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Mosfellingar unnu Framara í Safamýri

    Afturelding vann óvæntan sigur á Fram í Safamýri í N1 deild karla í kvöld. Mosfellingar höfðu tapað fyrstu þremur leikjum sínum eftir HM-frí en unnu sex marka sigur á Fram í kvöld, 32-26.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn stoppuðu sigurgöngu HK-inga

    Valur vann fjögurra marka sigur á HK, 32-28, í N1 deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli HK í Digranesi. HK átti möguleika á því að komast upp í annað sætið með sigri en dettur þess í stað niður í fjórða sætið.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Kristján Arason: Þetta er á réttri leið

    „Það var kominn tími á að vinna þá,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir að liðið vann sigur á toppliði Akureyrar í N1-deildinni í kvöld. Liðin mættust tvívegis á Akureyri í síðustu viku og unnu heimamenn þá báða leikina.

    Handbolti
    Fréttamynd

    FH-ingar unnu sjö marka sigur á toppliði Akureyrar

    FH vann sjö marka stórsigur á Akureyri, 30-23, í N1 deild karla í Kaplakrika í kvöld en þetta var þriðji leikur liðanna á einni viku og höfðu Norðanmenn unnið hina tvo. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-11 og fögnuðu því sínum fyrsta sigri á móti Akureyri í vetur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu Fram - myndir

    Íslandsmeistarar Hauka sýndu fín tilþrif í Safamýrinni í gær er þeir keyrðu yfir máttlausa Framara sem virtust enn vera að jafna sig eftir tapið í bikarnum gegn Val.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðmundur Árni: Við fundum okkar leik aftur

    Guðmundur Árni Ólafsson skoraði 11 mörk úr 14 skotum fyrir Hauka í kvöld í öruggum fimm marka sigri liðsins á Fram en sjö marka hans komu á rúmlega tuttug mínútna kafla í kringum hálfleikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Reynir Þór: Mjög lélegt í alla staði hjá okkur

    Reynir Þór Reynisson, þjálfari Framara, var allt annað en sáttur með sína menn eftir fimm marka tap á heimavelli á móti Haukum í kvöld. Framliðið náði sér aldrei á strik í leiknum og sigur Haukanna var ekki í mikilli hættu.

    Handbolti