Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Innlent
Fréttamynd

Dr. Gunni boðar yður mikinn fögnuð!

Fyrir stuttu komu út stutt skífurnar Aumingi með bónuspoka og Ég er í vinnunni sem eru af væntanlegri LP plötu Dr. Gunna sem kemur út á Spotify þann 15. október og heitir Nei, ókei. 

Albumm
Fréttamynd

Nokkur orð um tón­listar­gagn­rýni

Fyrir skemmstu kom fram hörð gagnrýni á krítík sem birtist í Fréttablaðinu um sýningu á óperunni Fidelio eftir Beethoven, sem sýnd var í styttri útgáfu í útsetningu fyrir litla hljómsveit.

Skoðun
Fréttamynd

Álf­rún Gunn­laugs­dóttir fallin frá

Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrsti kennari í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands er látin 83 ára að aldri. Gauti Kristmannsson, prófessor við hugvísindasvið HÍ og vinur Álfrúnar, greinir frá andlátinu á Facebook-síðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu

Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni.

Erlent
Fréttamynd

Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube

Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu.

Lífið
Fréttamynd

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Lífið
Fréttamynd

Ekki gleyma að hafa gaman

Fyrir stuttu sendi eðal sveitin Pale Moon frá sér splunku nýtt lag sem heitir Strange days. Þessir Íslensk/Rússnesku sækadelíu krakkar, Árni og Nata, hafa verið að vinna að plötu og hægt og bítandi gefið út lög að henni eitt af öðru. 

Albumm
Fréttamynd

Leður­klædd Madonna opnaði MTV verð­launa­há­tíðina í nótt

MTV VMA (Video music awards) hátíðin fór fram með pompi og prakt í New York í nótt. MTV sjónvarpsstöðin fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og voru allar helstu stjörnur úr tónlistarheiminum samankomnar til þess að uppskera eða samgleðjast. Söngkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins.

Lífið
Fréttamynd

Söngkonan María Mendiola látin

Spænska söngkonan María Mendiola, sem gerði garðinn frægan fyrir að hafa sungið diskósmellinn Yes Sir, I Can Boogie, er látin, 69 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Skrautlegar ruslatunnur í Vestmannaeyjum

Vestmanneyingar dóu ekki ráðalausir í byrjun sumars þegar þeir fóru að skoða ruslaföturnar í bænum og fannst eitthvað vanta upp útlit þeirra á ljósastaurunum. Þeir brugðu því á það ráð að myndskreyta allar ruslatunnur bæjarins í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Búinn að ná einu stærsta markmiðinu sínu

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson tók snemma þá ákvörðun að hann myndi aldrei láta peninga stjórna lífi sínu eða hafa þráhyggju yfir því hvað hann ætti mikið inn á bankabók.

Lífið
Fréttamynd

Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist