Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp eftir tuttugu ára fjarveru Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 14. september 2021 17:53 Steinunn Ólína snýr aftur í sjónvarp Vísir/Vilhelm Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er væntanleg aftur á skjá landsmanna en hún er ein þáttastjórnanda fjölskylduþáttarins Stóra sviðið sem sýndur verður á Stöð 2 í vetur. Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Tökur hefjast í kvöld og hvílir mikil leynd yfir umgjörðinni allri. Auðunn í undirbúningi fyrir tökur í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta er náttúrlega bara alveg ferlega gaman og mikill heiður fyrir mig að fá að vinna með þeim strákum, Auðunni Blöndal og Steinda. Ég bara held að þetta geti orðið alveg rosalega skemmtilegt hjá okkur,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún ákvað að snúa aftur í sjónvarpið eftir tveggja áratuga fjarveru, sé að hún vildi vinna með Auðunni og Steinda. „Ég kynntist Auðunni svolítið þegar við vorum að leika í saman í Leynilöggunni sem hann Hannes var að leikstýra og ég hef auðvitað fylgst með þeim og þeir eru frábærir grínarar báðir tveir og þetta var bara félagsskapur sem ég var viss um að ég var viss um að ég hefði gaman af því að vera í,“ útskýrir Steinunn Ólína. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og mér sýnist þeir umbera mig þótt ég sé svona einhver miðaldra kona.“ Hún segir að Auðunn sé frábær leikari og Steindi reyndur grínari og svo fínasti leikari líka. Leynilöggan heppnaðist vel og Steinunn Ólína segir að þetta samstarf fari vel af stað. „Við erum náttúrlega bara að fara í gang með þessa þætti og ennþá eru engir árekstrar og bara samstarfið gengur vel.“ Steinunn Ólína í förðun og greiðslu fyrir upptökurnar í dag.Vísir/Vilhelm Í hverjum þætti fá þeir til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. „Ég held að þetta verði bara alveg frábær þáttur fyrir alla fjölskylduna og þarna eru þeir að þreyta alls konar þrautir og leysa alls konar verkefni og þeim er mikið í mun að vera teknir alvarlega sem listamenn þannig þeir fá alls konar listræn verkefni til þess að leysa. Ég get lofað þér því að útkoman verður skemmtileg. Við fáum náttúrlega til okkar fullt af landsþekktu fólki til þess að taka þátt í þessum listrænu verkefnum með Auðunni og Steinda, bæði landsþekktir söngvarar og leikarar og grínarar. Ég er bara mjög vongóð,“ segir Steinunn Ólína að lokum. Allt að verða klárt fyrir Stóra sviðið. Steindi og Steinunn Ólína fara yfir málin.Vísir/Vilhelm
Bíó og sjónvarp Stóra sviðið Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira