Mugison, Lay Low, Salóme Katrín og Supersport hita upp fyrir OMAM Of Monsters and Men halda upp á 10 ára afmæli fyrstu plötu þeirra My Head is an Animal 9. 10., 11. og 12. nóvember. Þau hafa boðið til sín góðum vinum til að halda upp á áfangann með þeim í Gamla Bíó í miðbæ Reykjavíkur. Albumm 3. nóvember 2021 15:01
GDRN greind með Covid og kemur ekki fram á Airwaves Tónlistarkonan GDRN mun ekki koma fram á Airwaves - Live from Reykjavík um helgina líkt og auglýst hafði verið. Söngkonan smitaðist af kórónuveirunni og getur því ekki tekið þátt. Lífið 3. nóvember 2021 14:02
„Eitthvað næs við að koma heim“ Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur ferna tónleika í næstu viku í Gamla bíó. Þau hafa verið á Íslandi síðustu mánuði vegna Covid-19 en þau voru á tónleikaferðalagi þegar faraldurinn hófst. Tónlist 3. nóvember 2021 13:30
Stofutónleikar Superserious hjá góðum grönnum á Granda Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Tónlist 3. nóvember 2021 08:00
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. Menning 2. nóvember 2021 23:47
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. Innlent 2. nóvember 2021 21:01
Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. Tónlist 2. nóvember 2021 16:31
Slá í gegn á Spotify Píanóleikarinn Magnús Jóhann og bassaleikarinn Skúli Sverrisson senda frá sér plötuna, Án tillits. Albumm 2. nóvember 2021 14:30
Vampírur bætast við söguheim Marvel Sony birti í dag nýja stiklu kvikmyndarinnar Morbius. Hún fjallar um lækni sem glímir við alvarleg veikindi og stendur í umfangsmikilli leit að lækningu. Sú leit endar í stuttu máli á því að Dr. Michael Morbius verður að vampíru. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2021 14:03
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. Lífið 2. nóvember 2021 07:48
Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Innlent 1. nóvember 2021 22:22
Jólastöðin er komin í loftið Jólabörn landsins geta glaðst yfir því að Jólastöð LéttBylgjunnar er komin í loftið. Líkt og á hverju ári breytist LéttBylgjan 96,7 í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalögin hljóma allan sólarhringinn. Jól 1. nóvember 2021 17:00
Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári. Lífið 1. nóvember 2021 16:01
Frumsýning á sykursætu myndbandi Unu Schram Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við nýjasta smell sinn - Crush. Raunveruleikastjarnan Binni Glee fer með sérstakt gestahlutverk í myndbandinu sem Vísir frumsýnir hér fyrir neðan. Tónlist 1. nóvember 2021 15:03
Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag. Bíó og sjónvarp 1. nóvember 2021 14:30
You: Sjónvarpsheróín í boði Netflix Þriðja þáttaröðin um vingjarnlega raðmorðingjann Joe Goldberg er nú komin á Netflix. Þegar við skildum við hann í lok annarrar þáttaraðar hafði hann barnað hina álíka gölnu Love. Gagnrýni 1. nóvember 2021 14:00
Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. Innlent 1. nóvember 2021 13:48
Bjarni Guðráðsson í Nesi í Reykholtsdal er látinn Bjarni Guðráðsson, bóndi í Nesi í Reykholtsdal og organisti, er látinn 86 ára að aldri eftir stutt veikindi. Innlent 1. nóvember 2021 13:31
María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Lífið 1. nóvember 2021 13:00
„Hálfnaður með lífið sem er dropi í tímans haf“ Tvö dónaleg haust hafa sent frá sér nýja smáskífu og myndband af breiðskífunni Miðaldra, sem kom út fyrir ári síðan en lagið heitir Bognum ekki í bráð. Albumm 31. október 2021 12:31
Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur? Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt. Bíó og sjónvarp 31. október 2021 09:00
Skildi Skúla Mogensen eftir á jökli á Grænlandi: „Ég sæki ykkur í haust“ „Þegar ég er að skrásetja það sem ég er að gera þá er það yfirleitt í svarthvítu en það var ein ferð sem varð að vera í lit,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Hann náði stórkostlegum myndum af bláum vötnum á jökli á Grænlandi og fannst nauðsynlegt að sína fólki litadýrðina. Menning 31. október 2021 07:00
Ungir bændur nytja fornfrægt höfuðból Sá siður að presturinn í Odda á Rangárvöllum sinni jafnframt búskapnum á þessu fornfræga höfuðbóli heyrir sögunni til. „Ég er bara með einn hund,“ segir sóknarpresturinn Elína Hrund Kristjánsdóttir. Innlent 30. október 2021 13:30
„Hjólabretti er fyrir alla” – Frábær námskeið og æfingar Hjólabrettafélag Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á æfingar á hjólabrettum og má nefna t.d. námskeið fyrir krakka, unglinga og fullorðna en einnig er boðið upp á stelpunámskeið og fjölskyldunámskeið. Einnig eru æfingar tvisvar sinnum í viku fyrir þá sem eru ögn lengra komnir. […] Albumm 30. október 2021 13:00
Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu. Bíó og sjónvarp 30. október 2021 13:00
Óbærilegt að vera manneskja á tímum samfélagsmiðla „Okkur langaði núna fyrst og fremst að gera skemmtilegt leikhús,“segir Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Leikhópurinn Konserta sýnir nú á Loftinu í Þjóðleikhúsinu fyrsta leikverk sitt, Sýningin okkar. Lífið 30. október 2021 07:00
Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Lífið 29. október 2021 23:04
Leynilöggan sýnd víða í Evrópu og Asíu Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. Bíó og sjónvarp 29. október 2021 18:48
Taktu þátt: Hvort syngur Sverrir Bergmann eða Valdimar betur í karókí? Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í síðustu viku og er nú komið að þriðju umferð. Þessa vikuna góla engir aðrir en Sverrir Bergmann og Valdimar Guðmundsson í hljóðnemann. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur. Lífið 29. október 2021 16:31
Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag. Lífið 29. október 2021 14:31