Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 07:48 Hjónin Carole og Howard Baskin eru ekki ánægð með Netflix og framleiðsluna á nýrri þáttaröð af Tiger King. Getty Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. Bandarískir fjölmiðlar segja að Baskin hafi leitað til dómstóla í Tampa í Flórída vegna málsins. Baskin, sem sjálf er eigandi dýraathvarfs í Flórída, og eiginmaður hennar, Howard Baskin, hafa sakað Royal Goode Productions og Netflix um brotin. Vilja þau meina að þau hafi einungis heimilað notkun á myndefni í fyrstu þáttaröðinni – þáttaraðar sem hún hefur lýst sem „sorpi“. Baskin-hjónin hafa farið fram á að öllu myndefni þar sem Baskin-hjónin sjást verði klippt út úr annarri þáttaröðinni. Í stefnunni segir einnig að hjónin telji fyrstu þáttaröðina hafa verið misvísandi, að ósanngjörn mynd hafi verið dregin upp af dýraathvarfi Baskins, Big Cat Rescue, þar sem þau eru sökuð um dýraníð. Þá sé Carole Baskin einnig mjög ósátt hvernig hún sé bendluð við hvarfið á fyrrverandi eiginmanni sínum árið 1997. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru sem eldur í sinu um heiminn á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joe Exotic, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin og sömuleiðis dýraníð. Önnur þáttaröð Tiger King verður frumsýnd 17. nóvember næstkomandi. Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. 27. október 2021 17:53 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar segja að Baskin hafi leitað til dómstóla í Tampa í Flórída vegna málsins. Baskin, sem sjálf er eigandi dýraathvarfs í Flórída, og eiginmaður hennar, Howard Baskin, hafa sakað Royal Goode Productions og Netflix um brotin. Vilja þau meina að þau hafi einungis heimilað notkun á myndefni í fyrstu þáttaröðinni – þáttaraðar sem hún hefur lýst sem „sorpi“. Baskin-hjónin hafa farið fram á að öllu myndefni þar sem Baskin-hjónin sjást verði klippt út úr annarri þáttaröðinni. Í stefnunni segir einnig að hjónin telji fyrstu þáttaröðina hafa verið misvísandi, að ósanngjörn mynd hafi verið dregin upp af dýraathvarfi Baskins, Big Cat Rescue, þar sem þau eru sökuð um dýraníð. Þá sé Carole Baskin einnig mjög ósátt hvernig hún sé bendluð við hvarfið á fyrrverandi eiginmanni sínum árið 1997. Baskin varð heimsfræg eftir að þættirnir Tiger King á Netflix fóru sem eldur í sinu um heiminn á síðasta ári. Þættirnir fjölluðu að mestu um deildur Baskin og Joe Exotic, en hann afplánar nú fangelsisdóm fyrir að hafa greitt manni fyrir að myrða Baskin og sömuleiðis dýraníð. Önnur þáttaröð Tiger King verður frumsýnd 17. nóvember næstkomandi.
Bandaríkin Netflix Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. 27. október 2021 17:53 Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59 Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. 27. október 2021 17:53
Tiger King-stjarna látin Hinn bandaríski Erik Cowie, sem þekktastur er fyrir að hafa birst í þáttunum Tiger King, er látinn, 53 ára að aldri. 8. september 2021 07:59
Joe Exotic segist búa sig undir dauðann vegna krabbameins Dýrahirðirinn og dæmdi glæpamaðurinn Joe Exotic segist ekki hafa fengið neina læknisþjónustu svo mánuðum skipti og nú sé hann að búa sig undir dauðann. Exotic afplánar nú 22 ára fangelsisdóm fyrir að hafa skipulagt morðtilraun á helsta óvini sínum. 9. ágúst 2021 16:26