Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Það er aldrei góð hug­mynd“

Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fann­ey með fót­bolta­heila og getur náð heimsklassa

Jólin komu snemma í ár með sigri Ís­lands á Dan­mörku í Þjóða­deildinni í fót­bolta í fyrra­dag. Á­tján ára gamall mark­vörður Ís­lands og Vals sló í gegn í frum­raun sinni. Ís­lenska lands­liðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíu­drauma danska lands­liðsins með 1-0 sigri sínum í loka­um­ferð riðla­keppni Þjóða­deildarinnar í Vi­borg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ole kveður KR

Ole Martin Nes­selquist og Knatt­spyrnu­fé­lag Reykja­víkur hafa komist að sam­komu­lagi um samnings­lok þar sem að Ole Martin óskaði eftir leyfi frá fé­laginu til þess að gerast aðal­þjálfari hjá liði í heima­landi sínu, Noregi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á­kveðinn hópur sem ég leitaði til“

Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ekkert Há­tíðar­laufa­brauð í ár

Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð.

Íslenski boltinn