Ekkert Hátíðarlaufabrauð í ár Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 09:30 Laufabrauðin hjá Höskuldi hafa slegið í gegn undanfarin ár. Vísir/Sigurjón Ólason Fótboltatímabil Höskuldar Gunnlaugssonar, fyrirliða Breiðabliks, hefur lengst um nokkra mánuði sökum þátttöku Blika í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu og því mun hann ekki geta sinnt hliðarstarfi sínu, að steikja Hátíðarlaufabrauð, fyrir komandi jólahátíð. Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Frá þessu greinir Höskuldur, sem er maðurinn á bak við einyrkjafyrirtækið Gamli Bakstur, í færslu á samfélagsmiðlum en það hefur tekið stóran hluta af hans tíma undanfarnar vikur að vera þátttakandi með Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Undanfarin þrenn jól hefur Gamli Bakstur svarað kalli ykkar eftir sanngildu íslensku laufabrauði með framleiðslu þess undir heitinu Hátíðarlaufabrauð. Um leið og Gamli Bakstur þakkar hjartnæmar móttökur ykkar á þessu framtaki vill hann hvetja ykkur, nú fyrir þessi jól, að setjast niður með fjölskyldu og vinum og gera ykkar eigin laufabrauð, samkvæmt þjóðlegri hefð. Gamli Bakstur er einyrkjafyrirtæki og fyrir þessi jól hefur fótboltatímabil einyrkjans lengst um nokkra mánuði, sem ásamt skóla veldur því að nú gefst ekki tími til framleiðslunnar. Ég mun því sjálfur gera eins og þið, fletja út nokkrar kökur og skera í, fletta & steikja, til þess að hafa á eigin borðum um hátíðarnar.“ Vertíð Blika í Sambandsdeildinni lýkur þann 14. desember næstkomandi en um er að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt karlalið í fótboltanum tekur þátt í riðlakeppni í Evrópu. Hingað til hafa Blikar tapað öllum fjórum leikjum sínum en átt fína spretti inn á milli. Framundan er heimaleikur hjá liðinu þann 30. nóvember næstkomandi gegn ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv og svo leikur liðið gegn úkraínska liðinu Zorya Luhansk í lokaumferð riðilsins.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. 16. desember 2022 08:01