Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Elna Ólöf og Berg­lind í raðir Fram

Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

Handbolti
Fréttamynd

„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“

Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Vorum ákveðnir að svara fyrir okkur“

Viktor Gísli Hallgrímsson átti eftirminnilegan leik þegar Ísland sigraði Tékkland, 28-19, í undankeppni EM 2024 í Laugardalshöllinni í dag. Viktor varði sautján skot (61 prósent) eftir að hafa komið inn á eftir stundarfjórðung.

Handbolti
Fréttamynd

„Mikill léttir eftir erfiða daga“

Gunnari Magnússon, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, var létt eftir sigurinn á Tékklandi, 28-19, í undankeppni EM 2024 í dag. Íslendingar svöruðu þarna fyrir tapið neyðarlega fyrir Tékkum, 22-17, á miðvikudaginn.

Handbolti