Fékk rautt spjald og leikbann en svo var allt dregið til baka Handboltakonan Emilía Ósk Steinarsdóttir fékk góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að hún væri ekki á leið í leikbann eins og allt leit út fyrir. Handbolti 20. október 2023 11:30
Ómar og Janus markahæstir í sigri Madgeburg Í Meistaradeild karla í handbolta vann Madgeburg leik sinn gegn Porto með fjórum mörkum á meðan Kielce mátti sætta sig við jafntefli gegn Pick Szeged. Handbolti 19. október 2023 20:49
Erfiður endasprettur hjá Melsungen í toppslagnum Íslendingaliðið Melsungen mátti þola sex marka tap í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar gegn Füchse Berlin. Aðeins eitt mark skildi liðin að þegar sjö mínútur voru eftir en 37-31 varð lokaniðurstaðan. Handbolti 19. október 2023 18:48
Umfjöllun: Fram - Víkingur 32-24| Framarar í engum vandræðum með Víkinga Fram tók á móti Víkingi í sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Framarar sem voru einu stigi á eftir Víkingum fyrir leikinn áttu í engum vandræðum með nýliðana og unnu góðan átta marka sigur 32-24. Handbolti 19. október 2023 18:46
Sigvaldi Björn markahæstur í sterkum sigri gegn Kiel Þremur leikjum var að ljúka í Meistaradeild karla í handbolta. Íslendingaliðin Kolstad og Veszprém unnu bæði sína leiki en Sigvaldi Björn fór á kostum og skoraði tíu mörk í 34-30 sigri Kolstad gegn Kiel. Handbolti 19. október 2023 18:29
„Munurinn var Aron Rafn“ Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. Handbolti 18. október 2023 20:46
Umfjöllun, viðtal og myndir: Haukar - Afturelding 27-23 | Haukar upp í þriðja sætið Haukar sigruðu Aftureldingu í kvöld, 27-23, í sjöundu umferð Olís deildar karla. Leikið var á Ásvöllum og með sigrinum náðu heimamenn að lyfta sér upp í þriðja sætið á kostnað Mosfellinga sem sitja nú í því fjórða. Handbolti 18. október 2023 19:30
Tandri fór á kostum er Stjarnan og FH gerðu dramatískt jafntefli Tandri Már Konráðsson skoraði tólf mörk fyrir Stjörnuna er liðið gerði dramatískt jafntefli gegn FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 34-34. Handbolti 17. október 2023 21:12
Teitur skoraði sjö í risasigri Tveir Íslendigaslagir fóru fram í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur Örn Einarsson átti stórleik er Flensburg vann öruggan 14 marka sigur gegn Óðni Þór Ríkharðssyni og félögum í Kadetten Schaffhausen, 46-32, og Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Natnes unnu góðan níu marka sigur gegn Stiven Tobar Valencia og félögum í Benfica, 37-28. Handbolti 17. október 2023 20:27
Íslendingalið Rhein-Neckar Löwen hóf Evrópudeildina á sigri Íslendingalið Rhein-Neckar Löwen, með þá Ýmir Örn Gíslason og Arnór Snær Óskarsson innanborðs, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti sænska liðið Kristianstad í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld, 20-26. Handbolti 17. október 2023 18:20
Hjólar í Þóri og sakar hann um móðursýki Norski blaðamaðurinn Leif Welhaven er allt annað ánægður með þá stefnu sem Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sett fyrir sitt lið í aðdraganda HM í handbolta sem hefst í næsta mánuði. Handbolti 17. október 2023 14:28
Ætlar að losa handbremsuna Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Handbolti 17. október 2023 07:31
Gott gengi Íslendingaliðs Melsungen heldur áfram Eftir tap í síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta er MT Melsungen komið aftur á sigurbraut. Íslendingaliðið hefur nú unnið átta af níu deildarleikjum sínum. Handbolti 16. október 2023 18:45
Ómar Ingi, Haukur Þrastar og Einar Þorsteinn allir í fyrsta hóp Snorra Snorri Steinn Guðjónsson tilkynnti í dag sinn fyrsta A-landsliðshópinn síðan að hann tók við þjálfun karlalandsliðsins í handbolta af Guðmundi Guðmundssyni. Handbolti 16. október 2023 13:02
Mosfellingar töpuðu í Noregi Afturelding þarf að vinna upp fimm marka forystu norska liðsins Nærbö þegar liðin mætast í Mosfellsbæ eftir viku. Norska liðið vann sigur í leik liðanna ytra í dag. Handbolti 15. október 2023 19:31
Kolstad komið á beinu brautina Stórlið Kolstad í norska handboltanum vann öruggan sigur á Viking þegar liðin mættust í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson var öflugur í liði Kolstad Handbolti 15. október 2023 18:15
Teitur var sjóðandi heitur í Íslendingaslag Teitur Örn Einarsson átti mjög góðan leik þegar lið hans Flensburg mætti Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Handbolti 15. október 2023 17:45
Valur burstaði Eistana í seinni leiknum Valur burstaði eistneska liðið Polva Serviti í seinni leik liðanna í Evrópubikarnum í handbolta í dag. Handbolti 15. október 2023 16:35
ÍBV vann seinni leikinn gegn Differdange ÍBV bar sigur úr býtum gegn Differdange í Evrópubikar karla í handbolta í dag. Handbolti 15. október 2023 16:16
Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 23-28 | Ísland kom til baka í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann mikilvægan fimm marka sigur gegn Færeyjum ytra. Lokatölur 28-23 en Færeyingar leiddu með einu marki í hálfleik. Handbolti 15. október 2023 15:30
Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburg Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í sigri Magdeburg á Burgdorf í þýska handboltanum í dag. Handbolti 15. október 2023 14:40
Sigursteinn Arndal: Vorum í basli í varnarleiknum Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum svekktur með 34-34 jafntefli FH gegn serbneska liðinu Partizan nú í kvöld. Eftir að hafa verið að elta að mestu í fyrri hálfleik byrjaði liðið seinni hálfleikinn mjög vel og var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. Sigursteinn segir að liðið hafi átt að gera betur í ljósi þess að hver staðan var undir lok leiksins. Handbolti 14. október 2023 21:37
Umfjöllun og viðtal: FH - RK Partizan 34-34 | FH glutraði unnum leik niður í jafntefli Það var heldur betur slegið til veislu í Kaplakrika nú í kvöld þegar FH lék sinn 99. Evrópuleik. Andstæðingur FH var serbneska liðið Partizan frá Belgrad. Leikurinn var í annarri umferð Evrópubikar karla en fyrir þennan leik hafði FH slegið út gríska liðið Diomidis Argous. Eftir afar dramatískar lokamínútur varð 34-34 jafntefli niðurstaðan hér í Kaplakrika. Handbolti 14. október 2023 20:04
Valur með fínt veganesti í seinni leikinn Valur hafði betur 29-32 þegar liðið mætti Põlva Serveti frá Eistlandi í annarri umferð í 32-liða úrslitum í Evrópubikarkeppni karla í handbolta ytra í dag. Handbolti 14. október 2023 17:46
ÍBV vann fyrri leikinn gegn Differdange ÍBV hafði betur gegn Differdange í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppninni í dag. Handbolti 14. október 2023 16:39
Viggó Kristjánsson með níu mörk í sigri Leipzig Viggó Kristjánsson var markahæstur í sigri Leipzig á Kiel í þýska handboltanum í dag. Handbolti 14. október 2023 15:46
Ótrúlegar endasprettur Víkings | Stórsigur Hauka fyrir norðan Sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta lauk með þremur leikjum í kvöld. Hinum þremur viðureignunum var flýtt vegna þátttöku Aftureldingar, FH, ÍBV og Vals í Evrópubikarkeppninni um helgina. Handbolti 13. október 2023 21:30
Elliði með ellefu og Gummersbach kleif upp fyrir Kiel Elliði Snær Viðarsson var markahæstur með 11 mörk í 37-31 sigri Gummersbach gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Í næstefstu deild hömpuðu Bjarni Ófeigur og Sveinn Jóhannsson sigri með liðsfélögum sínum í Minden. Handbolti 13. október 2023 18:44
Sigvaldi skoraði átta í Meistaradeildinni | Magdeburg vann sinn annan sigur í röð Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæsti maður vallarins er norska liðið Kolstad vann öruggan 13 marka sigur gegn Pick Szeged í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Í B-riðli vann Íslendingalið Magdeburg svo góðan sigur gegn Wisla Plock. Handbolti 12. október 2023 21:29
Annað tap Löwen í röð sem er að missa af toppliðunum Íslendingalið Rhein-Neckar Löwen mátti þola sex marka tap er liðið heimsótti topplið Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 12. október 2023 19:55