Fékk rautt spjald og leikbann en svo var allt dregið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 11:30 Emilía Ósk Steinarsdóttir hefur skorað 14 mörk í 3 leikjum með FH í vetur. Vísir/Brynja Traustadóttir Handboltakonan Emilía Ósk Steinarsdóttir fékk góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að hún væri ekki á leið í leikbann eins og allt leit út fyrir. Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía. FH Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía.
FH Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira